AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Page 43

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Page 43
BRÉF TIL TÍMARITSINS AVS Tímaritinu hefur borist eftirfarandi bréf, dags 17. júlí 1993: „Letter to editor of Arkitektúr verktækni og skipulag sir - on your page 64, Sigurður Guðmundsson discusses the European community's document „Europe 2000.“ I believe it is time for your journal to take up the notion of „the world 2000“ - that would serve notice on your readers that Iceland is no longer provincial in its attitute towards world affairs but demands aplace in the World community of the future. I recommend that to begin with you publish a review of the astounding book called „Saving the planet “ (just published) by Lester A Brown, Christopher Flavin and Sandra Postei of the World-Watch Institute, Washing- ton D.C. Yours truly Morris Redman Spivack c/o American embassy Reykjavík. “ Lauslega snarað hljóðar bréfið þannig: „Bréftil ritstjóra AVS. í(tímariti yðar) á bls. 64 minnist Sigurður Guðmundsson á rit Evrópubandalagsins sem heitir „Evrópa 2000. “ Ég erþeirrar skoðunar að tímarit yðar œtti að taka til umfjöllunar „ Heiminn árið 2000“ - þetta myndi gefa lesendum tímaritsins til kynna að Island hefur ekki lengur afstöðu dreifbýlisbúa til heimsmála heldur krefst stöðu í heimssamfélagi þjóða íframtíðinni. Ég legg til að til að byrja með birti tíma ritið úrdrátt úr frábœrri bók sem ber nafnið „Að bjarga jörðinni" (nýútkomin) eftir Lester A Brown, Christopher Flavin og Sandra Postei ofthe World-Watch Instiute, Washington D.C. Yðar einlœgur Morris Redman Spivack doAmeri- can Embassy - Reykjavík. “ AVS hefur gert ráðstafanir til þess að birta úrdrátt úr þessari bók á næstunni og hvetur jafnframt lesendur til að senda tímaritinu línu um mál sem þeim eru ofarlega í huga. ritstj. NÝUNG HÁFAR SEM NJÓTA SÍN í NÚTÍMA ELDHÚSI Eirvík hf. hefur nýverið hafið innflutning ó sérstaklega vönduðum háfum af gerðinni Pierre Roblin frá Frakklandi. Þeir eru fallega hannaðir og œtlaðir bœði á veggi og yfir eyju. Öll smíði er mjög vönduð og lýsing góð. Háfarnir eru hljóðeinaangraðir 54- 56dBA og afkasta allt að 1200 m3/h. Þeir eru til í mörgum stœrðum alltfrá 600 mm-1200 mm. Pierre Roblin býður bœði háfa með útblœstri, þar sem m.a. er hœgt að hafa viftuna staðsetta annars staðar en í eldhúsinu, og hringrásandi með nýrri gerð kolafiltera. Þeir hafa allir ryðfría filtera í stað pappafiltera sem má þvo í þvotta vél. Þeir eru framleiddir í 5 mismunandi lökkuðum litum og úr ryðfríu burstuðu stáli. I JÓLASÝNING 1993 Jólasýning Árbæjarsafns 1993 verður opin 5.,12. og 19. desember, frá kl. 13.00. til 17.00. Þar verður margt um að vera, svo sem laufabrauðsskurður, kertasteypa, lestur á jóla- sögum, prentun jólakorta, jólaföndur og sýnt verður hvernig jólatré voru vafin með lyngi hér áður fyrr. Jólasveinar koma í heimsókn tvo seinni dagana, 12. og 19. desember. Aðventumessur verða í kirkjunni alla sunnudagana kl. 13-30. prestur er séra þór Hauksson. Einnig verður Dillonshús opið og hefur á boðstólum heitt súkkulaði og jólasmákökur. Með Jólakveðju, Árbæjarsafn 41

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.