AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Page 53
Þörf á áherslubreytingum er ekki síður mikil í skipulagi
Reykjavíkur.
Þeim áherslum, sem boðaðar eru í þessari stefnu um bætt
rekstrarumhverfialmenningssamgangnaogminnibílaum-
ferð, má skipta í tvo flokka:
1) Landnotkun og þéttleiki byggðar sem stefna er
mörkuð um á aðalskipulagsstigi.
2) Uinhverfi fótgangandi umferðar og notenda
almenningsvagna sem er útfært og hannað á hverfis- og
deiliskipulagsstigum.
LANDNOTKUN OG ÞÉTTLEIKI BYGGÐAR
Mikill þéttleiki byggðar er helsta forsenda þess að hægt sé
að bæta almenningsvagnaþjónustu og minnka bílaumferð
án þess að draga úr velferð. A almenningsvagnaleiðum,
sem liggja um þétta byggð með mörgum atvinnutækifærum
á hvern ha. lands, er nýting vagna venjulega góð. Þegar
nýting vagna er góð skapast forsendur fyrir því að bæta
þjónustuna sem aftur eykur farþegafjölda og nýting
vagnanna verður enn betri. Aftur á móti er óraunhæft að
auka mikið þjónustu á leiðum sem liggja um byggð með
litlum þéttleika.
Blöndun landnotkunar er önnur mikilvæg forsenda þess
að hægt sé aðbæta almenningsvagnaþjónustu. Með blönd-
un landnotkunar er átt við að íbúðabyggð sé í nánum
tengslum við verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði.
Jafnframt því sem blöndun landnotkunar eykur nröguleika
fólks á að búa og vinna í sama hverfi (geta gengið eða
hjólað til og frá vinnu og þar með dregið úr bílaumferð) þá
bætir hún rekstrarumhverfi almenningsvagnaþjónustu.
Almenningsvagnar á leið milli tveggja svæða með bland-
aðri landnotkun eru líklegri til að vera vel nýttir en
Mynd 1. Mikilvœgt er að þéttleiki byggðar sé sem
mestur meðfram almenningsvagnaleiðum.
@ MIKILL ÞÉTTLEIKI
E3 MINNI ÞÉTTLEIKI
O MINNSTI ÞÉTTLEIKI
almenningsvagnar á leið milli svæða með einhæfri land-
notkun. A fyrrnefndu leiðinni eru líkur á jafnri nýtingu í
báðar áttir, en á síðarnefndu leiðinni yrðu vagnarnir e.t.v.
einungis nýttir af íbúum íbúðarsvæðis á leið til og frá
vinnu að morgni og kveldi.
Til að tryggja gott rekstrarumhverfi fyrir almennings-
samgöngur verður að gæta að eftirfarandi undirstöðu-
atriðum við gerð aðalskipulags:
1) Að innan hvers borgarhluta sé blönduð og fjölbreytt
landnotkun. Forðast verður það að stór svæði séu lögð
undir einn landnotkunarflokk.
2) Að ákveðnum lágmarksþéttleika byggðar sé náð innan
hvers borgarhluta og hverfis. Sérstaklega er mikilvægt að
þéttleiki byggðar sé mikill þar sem væntanlegar almenn-
ingsvagnaleiðir liggja. Sjámynd 1.
3) Að þéttleiki byggðar sé mikill og landnotkun fjölbreytt
í grennd við almenningsvagnamiðstöðvar (skiptistöðvar;
þar sem margar leiðir skerast). Sjá mynd 2.
4) Að þéttleiki og blöndun landnotkunar séu aukin við
götur sem almenningsvagnar aka um. Einn möguleiki er
að byggja íbúðarhúsnæði ofan á núverandi verslunar- og
þjónustuhúsnæði. Sjá mynd 3.
5) Að þjónusta og verslun sé staðsett nálægt sem flestum
biðstöðvum almenningsvagna.
6) Að þjónusta (t.d. heilsugæsla) sem nauðsynleg er þeim
sem háðastir eru almenningssamgöngum (t.d. eldra fólki)
sé staðsett sem næst biðstöð almenningsvagna.
7) Að svæði með miklum þéttleika byggðar og blandaðri
landnotkun séu vel tengd innbyrðis með almennings-
samgöngum.
8) Að tekið sé tillit til sérþarfa almenningsvagna við
hönnun gatnakerfisins.
Mynd 2. í grennd viö almenningsvagnamiðstöðvar er
mikilvœgt að landnotkun sé blönduð og fjölbreytt.
BLANDA, VERSLUN OG ÍBÚÐIR
51