AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Page 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Page 61
Hús í landslagi. af vind og sviptu hann rammleika sínum, auk þess sem votviðri háði þeim lítið. Formið hefur tilgang í þessu tilfelli. Ekki aðeins sem augnayndi og tákn um léttleika tilverunnar heldur er það tákn um samræðulist mannsins við náttúruna. Barist er af hörku um yfirráð og það að halda mætti sínum en án árangurs, h vorugt þeirra hefur betur! Maðurinn og náttúran verða að koma sér niður á málamiðlun til þess að geta unnið saman. En að mörgu leyti er málamiðlun ekki fullnægjandi. Hvað varð um hugsjónina? Eða var hún aldrei til? Mikilvægt gildi húsagerðar á rætur sínar að rekja til hugsjónarinnar. Hugsjónar um umbreytingar í þjóð- félaginu. Húsagerð getur fullvel stuðlað að framþróun þjóðfélagsins og vakið fólk upp til meðvitundar um umhverfi sitt og form. Form og samsetning þeirra hefur áhrif á fólk. Það upplifir umhverfi sitt á margbreytilegan hátt eftir því hvernig það er hannað. Hugsun verður að liggja að baki hverjum verknaði. Sem dæmi má nefna tvo þjóðarleiðtoga sem lögðu sig mikið fram við að gefa rétta ímynd um viðhorf sín til arkitektúrs og annarra listforma, þá Adolf Hitler og Benito Mussolini. Hitler útrýmdi því sem kallaðist nútíma list og arkitektúr og lokaði fyrir alla þvílíka starfsemi á sinni stjómartíð. Þess í stað beindi hann augum sínum að þjóðernisvitund manna og stuðlaði að afturkalli til fortíðarinnar. Hann reisti byggingar mótaðar af hinum klassíska stíl sem áttu að yfirfæra hans eigin túlkun og yfirbragð og tákna vald og veldi. Mussolini, aftur á móti, valdi sér leið sem lá bæði um fortíð og framtíð þjóðarinnar. Byggingar sem risu í hans tíð áttu að sameina þessa tvo þætti og skapa nýja list, sem yrði kennd við Fasismann. En ný list varð það að vera. Húsagerð og aðrar listgreinar áttu að túlka breytingar og endurnýjun á gamla þjóðfélaginu. Með þessum tilvitnunum er ég ekki að beina athyglinni að stjómmálaskoðunum þessara einræðisherra. Ég er frekar að leggja áherslu á mátt húsagerðar þegar hugsjónin liggur að baki. Þó húsagerð sé vopn mannsins og tæki gegn náttúrunni og veðrabrigðum hennar þá er gildi hennar mikilvægara en það að fólk geti látið sig engu varða svip umhverfis síns. Augað þyrstir ekki einungis í fegurð og fágun hluta heldur verður formið að innihalda einhvern kjarna sem gefur því gildi og njótandanum traust - hugur mannsins leitar jafnvægis sem arkitektar, með aðstoð annarra hagsmunahópa, fá því aðeins áorkað ef um samspil ofangreindra þátta er að ræða. Til er orðtæki sem segir: lífið er leikur. Hér getur það einnig átt við þegar haft er að leiðarljósi að leikur þroskar hugann. Leikur krefst athygli og tilfinninga því annars missir hann kraft sinn. Vel væri að húsagerð vitnaði í þessi atriði. Með því að upplifa umhverfið verður maðurinn meðvitaðri um eigin tilgang. ■ 59

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.