AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 62
Allt þetta listablaöur, drottinn minn sœll og ViStal við HANNES KR. DAVÍÐSSON ARKITEKT góöur Hannes Kr. Davíðsson, arkitekt, þarf vart að kynna fyrir lesendum, en hann er einn af okkar þekktari arkitektum af eldri kyn- slóðinni. Hannes hefur alla tíð haft mjög ákveðnar skoðanir á málefnum arkitektastéttarinnar og hefur verið óragur við að láta þær í ljós. Hannes lauk sveinsprófi í múrverki en að því loknu hóf hann nám við Aalborg tekniske Skole. Þaðan lauk hann prófi vorið 1942. Þá um sumarið tók Hannes inntökupróf í aðalskóla Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan sem arkitekt 25. maí 1945. Að námi loknu vann Hannes á teiknistofu í Danmörku en fluttist til Reykjavíkur í september 1945 og hóf þá störf hjá Húsa- meistara ríkisins Guðjóni Samúelssyni. Hannes vann hjá Guðjóniþartil hannféllfrá 1950. Hannhéltáframstörfum hjáHúsameistaraembættinuþar tilsíðlaárs 1950. Þaðvar svo í ársbyrjun 1951 að Hannes opnaði eigin vinnustofu í Vinaminni að Mjóstræti 3 í Reykjavík. Hver eru helstu verkefni sem þú hefur fengist við gegn um tíðina? „Helsta verkefni mitt hjá Húsameistara var uppbygging að Keldum í Mosfellssveit. Rockefeller Foundation hafði veitt loforð um styrk til handa Háskóla Islands gegn jafn- miklu framlagi frá ríkissjóði svo takast mætti að byggja rannsóknarstofu til tilrauna vegna búfjársjúkdóma sem þá herjuðu á búpening landsins. Stofnunin varð að auki almenn tilraunastöð fyrir veirusjúkdóma. Þetta var mjög áhugavert og krefjandi verkefni. Fyrir utan rannsóknastofur var einnig um að ræða vörsluhús fyrir tilraunadýrin með margháttuðum einangrunarvandamálum til að fyrirbyggja sjúkdómadreifingu innan stofnunarinnar. Einnig varð að huga að því að dýrin hefðu jöfn lífsskilyrði að öðru leyti, t.d. hvað varðaði áttun til sólar. Rannsóknarstofubyggingin sem reist var árið 1946 hefur síðan staðið án viðhalds þar til nú í vetur. Þá var henni endanlega slátrað „arkitektoniskt“ með svokallaðri „klæðningu" og það án minnar vitundar. Framkvæmdin var á vegum Menntamálaráðuneytisins. Þó hafði ég áður en ég hvarf af vettvangi vegna veikinda aflað tilboða í verkframkvæmdina á viðunandi hátt. Þetta sýnir „arkitektoniskan“ skilning ráðuneytismanna, að maður tali nú ekki um löghlýðnina, því ekki var haft fyrir þ ví að sækja um leyfi byggingamefndar til brey tingar- innar. Ég hafði áður sótt um leyfi fyrir þakbreytingu til samræmis við seinni rannsóknarstofubygginguna og fengið hana samþykkta. Þegar ég kom þarna um daginn var eir- þak sem varáþaki hússins horfið, en búið að setjabárujárn í staðinn. Það er hætt við að þessi framkvæmd eigi eftir að sanna enn á ný að það er skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn. Á þessum tíma fékkst ég einnig við mótun nokkurra einbýlishúsa. Afþeim er helst að minnast á húsið Skaftahlíð nr. 3 og hús fyrir Gunnar Gunnarsson rithöfund, að Dyngjuvegi nr. 8, hvorttveggja í Reykjavík. Frá þessum tíma ereinnig fjórbýlishús við Silfurteig nr. 4 í Reykjavík. Síðar komu t.d. verslunarhús við Laugaveg,Liverpool og Olympia. Eitt fjölbýlishús hefur mér verið falið að teikna, Ljósheima 14 til 18. Ég held að þessi hús hafi öll staðist tímans tönn, „arkitektoniskt“, enda ekki átt rót í tísku- tímaritum. Seinna komu svo kirkja í Bjarnanesi í Hornafirði, apótek í Reykjavík, Holts-, Garðs- og Vesturbæjarapótek, auk ýmissa annarra. Og síðar Kjarvalsstaðir og presta- og biskupshús í Landakoti. Einnig kirkja í Breiðholti fyrir Úr stofu í húsi Gunnars Gunnarssonar skálds að Dyngjuvegi 8, Rvk. Hannes Kr. Davíðsson. 1950. 60 Ljósm: Pétur H. Ármannsson.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.