AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Síða 65
og ráðamenn samþykktu sjónarmiðið. Útkoman varð
Markaðurinn eins og við höfum þekkt hann, parkgatan
varð ruslatunnusund milli Markaðarins og Landsíma-
hússins. Þegar svo var hafist handa um endurskoðun
skipulagsins í Kvosinni sneri lóðareigandinn sér til þeirra
sem var falið það verk, með þá hugsun að nauðsyn bæri til
að hækka Markaðinn. En lóðarhafinn hafði í upphafi látið
reikna unditrstöður fyrir hús sem var tveimur hæðum
hærra en samþykkt hafði verið. Síðan las maður um það
í byggingablaði Moggans að til stæði að hækka Markaðinn
um þrjár hæðir og athugun hjá byggingarfulltrúa sýnir að
það var skipulagshönnuðurinn sem teiknaði stækkunina
til byggingarnefndar. Og nú er þessi „arkitektoniska dýrð“
risin eins og sjá má. Með þessu hefur ruslatunnusundið
fengið nýja „dimension". Og ekki óverðugum þætti verið
bætt við Ingólfstorg. Þar kom að því að menn fóru að
byggja torg í henni Reykjavík. Ég tel að þróun Miðbæjar-
markaðarins sé lýsandi dæmi um þá óheillaþróun sem
getur átt sér stað ef skipulagshöfundurinn og arkitektinn
búa í sama líkama. Þessi tengsl verður að rjúfa. Nýju
stjómsýslulögin ættu að koma í veg fyrir áframhald þessarar
þróunar.
Hér er máski rétt að segja frá öðrum lóðahafa sem sneri sér
til sömu skipulagshönnuða til að fræðast um væntanlega
nýtingu á lóðum sínum. Þar sem hann vildi ekki svara
ítrekuðum fyrirspurnum hönnuðanna um hver ætti að
teiknafyrirhann, þá gátu þeirekki upplýst hann um hvers
hann mætti vænta um lóðarnýtingu. Þegar lóðahafinn
lagði síðar fram hugmyndir sínar um uppbyggingu á
lóðum sínum þá lögðust skipulagshönnuðirnir á móti
tillögunni og mál hans dó.
Enn eitt dæmi um afskipti arkitekta af umhverfismótun er
að finna við Lækjartorg. Þar hafði arkitekt og skipulags-
fræðingur gefið húsinu Hafnarstræti 20 grunnform eftir
fjöruborði sem hann meinti að hefði verið þarna endur
fyrir löngu. Sennilega hefur nú undirrótin að fjöruborðinu
verið þörf lóðarhafans fyrir ögn fleiri fermetra. Það lenti
svo í höndum nefndararkitekts að setja gluggagöt eða
arkitektúráskipulagsnýtinguna,raunarþess samanefndar-
arkitekts sem ruddi brautina fyrir „pavillionen" í parkgötu
Einars heitins Sveinssonar. Ætli þessi dæmi geri það ekki
nokkuð vafasamt að arkitektar eigi að hafa óskilyrtan rétt
til umhverfismótunar, allavega ekki þeir sem selt hafa sál
sína fyrirfram fyrir einn grautardisk? En mér finnst
skoðanaleysi arkitekta hafa farið vaxandi með árunum.
Viðskiptavinurinn á að ráða því sem þarf til að hann verði
ánægður og finni að hann hafi fengið vanda sinn leystan,
en hann máekki brjóta niður heilbrigð viðhorf arkitektsins.“
Talið berst að tengslum arkitektúrs við tæknina og
listina og spurninguna um hvort arkitektúr sé listgrein.
„Tæknin ætti ekki að hindra mann, ekki þegar maður
ræður við hana, en það er forsenda og þá getur hún orðið
manni lyftistöng.
En ég veit ekki hvernig arkitektúr tengist öðrum list-
greinum, það er allavega vonlaust að ætla að redda vondu
húsi með því að drekkja því í myndlist. Og ég held það sé
oft með listina eins og með Olaf konung að þeir lofa hann
mest sem hvorki hafa heyrt hann eða séð. Og allt þetta
listablaður, drottinn minn sæll og góður, hafðu mig
afsakaðan.“
Hvaða skoðun hefur þú á því að stofnaður verði arki-
tektaskóli á Islandi?
„Ég er frekar mótfallinn því að við förum að stofna
arkitektaskóla nema þá sem byrjunarskóla sem beindist
eingöngu að tæknilegu hliðinni á náminu eða sem svaraði
forskóla. Þá yrði einnig að tryggja nemendum vist ífram-
haldsskólum, fleiri en einum. Ég er hræddur um að
einangraður skóli hér heima myndi fljótt leiða til for-
pokunar. Hitt mætti einnig hugsa sér að flytja kennara
hingað en hætt er við að það myndi fljótt segja til sín í
lausung í skólastarfi. Svo má einnig segja að það sé
arkitektum nauðsyn að vaxa upp í sínu samfélagi og
náttúrlega umhverfi. En líti maður til þess að það er
grunnþáttur í námi og þjálfun arkitekta að leita skilnings
á því umhverfi sem verið er að vinna að hverju sinni, sé ég
ekki að það skipti sköpum hvort við starfrækjum skóla hér
heima.
I þessu sambandi er rétt að líta til verka Högnu Sigurðar-
dóttur, arkitekts. Högna hefur stundað allt sitt nám í
Frakklandi við náttúruskilyrði mjög frábrugðin okkar, en
eigi að síðurhef égekki séð íslenskari hús en þau íbúðarhús
sem Högna hefur teiknað hér í Reykjavík og í Garðabæ.
Jafnframt teiknar hún skólabyggingar í Frakklandi sem
virðast opnafaðminn móti hinni frönsku sól og blíðujafn
innilega og hús hennar í Reykjavík snúa baki í frostið og
harðneskjuna. Sem sagt rétt hús í réttu umhverfi. Það er
góður arkitektúr. Högna getur verið okkur fordæmi um
nauðsyn þess að kryfja eiginleika efna og eðli umhverfis
til að nálgast góða byggingarlist.“
H vaða möguleika sérðu fyrir þér fyrir unga arkitekta?
„Sömu möguleika og arkitektar hafa alltaf haft. En þeir
þurfa að losna undan því fargi „korruptionarinnar'1 sem
hér ræður allt of miklu bæði innan stéttarinnar og í
stjórnsýslunni, þannig að hæfileikar ungra manna fái notið
sín byggingarlistinni og þeim sjálfum til hagsbóta.
Arkitektar ættu að reyna að kryfja verkefnin til skilnings
þegar þau berast og að kryfja eiginleika byggingarefna svo
þau verði arkitektum undirgefín til lausna. Ef þetta tekst
þá held ég að allt ætti að vera í lagi.“ ■
Olöf Guðný Valdimarsdóttir.
63