AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Qupperneq 68
GERVIHNATTASAMSKIPTI VIÐ
FISKISKIP
Ný tækni sem á eftir að hafa áhrif á þróun sjávarútvegs.
GYLFI AÐALSTEINSSON
FRKVST.
Fang hf. er tveggja ára gamalt íslenskt hug-
búnaðarfyrirtæki sem hefur það að markmiði
að hanna og selja fjarskiptabúnað til notkunar
við tölvufjarskipti við fiskiskip. Homsteinninn
í rekstri Fangs hf. er samstarfssamningur við Alþjóðlega
gervihnattafjarskiptafyrirtækið Inmarsat. Samningurinn
felur í sér að Fang hf. hannar grafískt flotaeftirlitskerfi og
samskiptakerfi við fiskiskip, sem nýtir Inmarsat C
gervihnetti til fjarskipta. Inmarsat styrkirhönnun kerfisins
og hefur rétt til að nýta það við kynningar og tilraunir
fiskveiðiyfirvalda með nýja tegund eftirlits með fiskveiðum
skipa í sinni landhelgi og eigin fiskveiðiskipa utan sinnar
landhelgi. Hér á eftir er gerð nokkur grein fyrir þessari
nýju samskiptatækni, skýrt hvemig hugbúnaðarkerfi Fangs
hf. er byggt upp og jafnframt skoðað hvaða þýðingu þessi
nýja tækni getur haft fyrir sjávarútveg og markaðsfærslu
sjávarfangs í framtíðinni.
INMARSAT GERVIH NATTAKERFIÐ FYRIR FARARTÆKI
Inmarsat er alþjóðlegt sameignarfyrirtæki rrkisstjóma og
símafyrirtækja sem stofnað var þann 16. júlí 1979 á
grundvelli alþjóðlegs fjarskiptasamnings. Höfuðstöðvar
Inmarsat eru í London en tæplega sjötíu ríki eru nú aðilar
að þessum fjarskiptasamningi og hafa hvert fyrir sig
útnefnt fjarskiptafyrirtæki sem fulltrúa sinn og eignaraðila
að Inmarsat. ísland er aðili að fjarskiptasamningnum og er
Póstur og sími fulltrúi og eignaraðili fyrir fslands hönd að
Inmarsat. Inmarsat er síðan fjármagnað af eignaraðilum
sem eiga hluti í fyrirtækinu.
Markmið Inmarsat er að byggja upp hnattrænt gervi-
hnattafjarskiptakerfi fyrir farartæki á landi, sjó og í lofti.
Bannað er að nýta Inmarsat til hemaðarlegra nota. Hér
verður eingöngu rætt um nýtingu Inmarsat fyrir fiskiskip.
Inmarsat fjarskiptakerfið byggir á þremur megineiningum.
í fyrsta lagi Inmarsat gervihnöttum sem staðsettir eru á
fjórum stöðum 36.000 km yfir miðbaug, snúast jafnhratt
jörðu og eru því alltaf yfir sama stað á jörðu. Inmarsat
rekur þessa gervihnetti og selur jarðstöðvum þjónustu
sína.
í öðru lagi jarðstöðvum á landi (Land Earth Stations,
skammstafað LES) sem reknar eru flestar af símafyrir-
tækjum semjafnframt eiga í Inmarsat. LES eru á stærð við
Skyggni og þjóna hver um sig einum Inmarsat gervihnetti.
Mikil samkeppni er milli jarðstöðva um þjónustu við
viðskiptavini. Sjálft rekur Inmarsat ekki jarðstöðvar.
í þriðja lagi jarðstöðvum í farartækjum (Mobile Earth
Stations, skammstafað MES) sem staðsettar eru um borð
í farartækjum. Hægt er að fá margar mismunandi tegundir
af MES frá um 20 framleiðendum. Notendur Inmarsat
þurfa að kaupa MES til að geta nýtt sér þjónustuna.
Lengst af í sinni starfsemi hefur Inmarsat boðið upp á
þjónustu gegnum Inmarsat A talsímakerfið. MES fyrir
Inmarsat A eru nokkuð stórar, rúmlega metra háar og vega
um 120 kg. Þess vegna hefur nýting Inmarsat A takmarkast
við stærri skip og fjarskipti gegnum það kerfi hafa verið
nokkuð dýr. Aðeins stærstu fiskiskip hafa nýtt Inmarsat A
hingað til og verður ekki fjallað frekar um það kerfi hér né
arftaka þess, Inmarsat B, sem nú er komið í notkun.
INMARSAT C TIL TÖLVUFJARSKIPTA
Frá áramótum 1991-2 hefur Inmarsat boðið upp á nýja
þjónustu gegnum Inmarsat C kerfið til gagnkvæmra
tölvufjarskipta við farartæki. Inmarsat C fjarskiptakerfið
er hið eina sinnar tegundar í heiminum, sem spannar
nánast alla jörðina. Kerfið getur miðlað samskiptum 75°
gráður norður og suður frá miðbaug. Norskir aðilar hafa
hannað aukabúnað sem eykur drægni kerfisins allt að 80°
N og S frá miðbaug, þannig að kerfið ætti t.d. að nýtast
skipum í Smugunni.
Það sem gerir kerfið sérstaklega hentugt til notkunar fyrir
fiskiskip er að Inmarsat C MES tækin eru lítil umfangs og
geta nýst öllum tegundum fiskiskipa, allt niður í trillur.
ÓÓ