AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Page 74
UMHVERFISMÁLÍ BRENNIDEPLI
STEFÁN THORS
SKIPULAGSSTJÓRI RÍKISINS
Meta þarf umhverfisáhrif vegaframkvœmda.
o
C
>
E
c
o
-Ö
O)
_c
b
T3
c
3
E
<0
3
0
o
c
>
E
-o
Asama tíma og byggingarframkvæmdir hafa
verið að dragast saman á undanförnum
árum hefur gæðahugtakið verið að fá aukinn
sess í allri umfjöllun um mannvirkjagerð.
Að öllum líkindum er það tilviljun að þetta tvennt hafi
farið saman í tíma en sú staðreynd, að svo hafi verið, hefur
gert það að verkum að aðilar sem koma að ákvarðanatöku
um framkvæmdir og leyfisveitingum hafa haft meira
svigrúm til að skoða málið frá öllum hliðum áður en hafist
er handa. Þótt það sé að sjálfsögðu meginatriði að halda
uppi atvinnu í byggingariðnaði þá má það ekki verða til
þess að magn vegi þyngra en gæði þegar gildi framkvæmda
er metið. Ekki er lengur horft á notagildi mannvirkis eitt og
sér heldur er farið að skoða það í miklu víðara samhengi.
Mannvirkið er ekki lengur einkamál þess sem það byggir.
Alveg eins og það kemur okkur öllum við hvort gengið er
svo á fiskistofna að jaðri við útrýmingu með tilheyrandi
efnahagslegum afleiðingum þá kemur það okkur við hvort
ár og vötn em menguð, byggðir lagðar í eyði eða loftmengun
spillir heilsu manna. Náttúmvernd og nýting auðlinda
þurfa ekki að vera ósættanlegar andstæður frekar en fögur
náttúraumgjörð þurfi að þýða að þar megi ekkert byggja
og engu raska. Aðalatriðið er að nýtingin sé á þann veg að
ákvarðanir séu teknar að vel athuguðu máli, jafnvægi
haldist og manngert umhverfi styrki frekar náttúrlegt
umhverfi en eyðileggi það. Náttúran er og verður breytileg
og huga þarf að því við inngrip mannsins hvað gerist ef
hún er látin afskiptalaus og hvernig náttúrlegt umhverfi
breytist með aðgerðum mannsins.
Mannvirkjagerð má til skemmri tíma litið skoða sem
atvinnuskapandi fjárfestingu. Þegar til lengri tíma er litið
og í víðu samhengi er mannvirkjagerð hins vegar
umhverfismál og þarf því að skoðast í því ljósi. Árið 1990
var komið á fót nýju ráðuneyti umhverfísmála þar sem
sameinuð var m.a. yfirstjórn skipulags-, byggingar- og
náttúruverndarmála. I umhverfisráðuneytinu hefur verið
unnið að samræmingu þessara málaflokka og stefnumörkun
í umhverfismálum. Mikið hefur áunnist á tiltölulega stuttum
tíma. I mars 1993 kynnti ráðuneytið t.d. stefnu og
framkvæmdir ríkisstjómarinnar í umhverfismálum undir
heitinu „Á leið til sjálfbærrar þróunar“ og vinna nú 7
starfshópar á vegum ráðuneytisins að gerð framkvæmda-
áætlunar í umhverfís- og þróunarmálum sem taka mun til
allra þátta íslensks samfélags.
í skipulags- og byggingarmálum eiga sér nú stað miklar
breytingar og enn frekari breytinga er að vænta. í febrúar
1993 mælti umhverfisráðherra fyrir frumvarpi til skipu-
lags- og byggingarlaga og í maí í vor voru samþykkt lög
á Alþingi um mat á umhverfisáhrifum. Þá var einnig
samþykkt breyting á skipulagslögum sem gerir kleift að
72