AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 84

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 84
F S T O R G I N G Ó L Umþessarmundir er framkvæmdum álngólfstorgi í Reykjavík að ljúka. Þetta er fyrri áfangi hinna gagngeru breytinga, af tveimur og nær yfir Ingólfs- torg, áðumefnt Hallærisplan og Steindórsplan. Síðari áfanginn nær yfir Grófina frá Tryggvagötu að Geysishúsi. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi Kvosarinnar, var gert ráð fyrir torgi á þessu svæði. Framkvæmdimar em unnar eftir vinningstillögu arkitektanna Elínar Kjartansdóttur, Haraldar Arnar Jónssonar og Helgu Benediktsdóttur, úr hugmynda- samkeppni er efnt var til í fyrra. Markmið arkitektanna er, að gamli miðbærinn endurheimti sinn gamla sess sem hjarta borgarinnar og verði vettvangur iðandi mannlífs. Ingólfstorg er hinn eiginlegi miðpunktur borgarinnar, þar sem skerast hinar gömlu götur Austurstræti og Aðalstræti. Svæðið hefur verið látið sitja á hakanum lengi og er í mikilli niðumíðslu. Með þessum framkvæmdum er verið að mynda heilsteypt torg í miðbæ Reykjavíkur, hið opinbera torg borgarbúa, sem verði í framtíðinni rammi um útisamkomur þeirra, stórar sem smáar. Til þess að geta virkað sem slíkt, verður rýmið að vera formað á einfaldan hátt, þannig að það geti tekið við fjölda manns, og til langframa þolað það slit er af því hlýst, en jafnframt, að fólk fái það á tilfinninguna að torgið hafi fengið sína endanlegu mynd. Miðað við mælikvarða bæjarins og hæðir þeirra húsa er afmarka svæðið, var ákvörðun arkitektanna sú, að Ingólfstorg yrði skipt í tvo hluta. Sá stærri, sunnan megin, verði samkomutorgið, sá minni norðan megin verði fortorg Geysishúss. Sy ðri hlutinn fær léttan halla niður til norðurs, og rísa tröppur upp 82

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.