AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Page 89

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Page 89
Þar sem norður - suður geislinn sker hellulögn gangstéttar og steinlögn, er hugmyndin, að reist verði fánastöng. Þegar sólin er í hásuðri mun skuggi hennar skera miðju hringsins. Klakkar, 6 talsins, 70 cm á hæð, 20 cm að þvermáli, afmarka torgið í suður. Þeir ættu að koma í veg fyrir að bflum verði lagt á torgið. Hringurinn sjálfur er að einhverju leyti hugsaður sem minning um Tívolí, sem var á þessum stað fyrir nokkrum áratugum. Gras verður ofan á hleðslunni, sem er 2 m breið, og einnig á svæðinu fyrir utan hringinn. Þar verði einnig gróðursett tré og runnar af ýmsum tegundum, ekki hærri en 4 metrar, gjarnan blómstrandi, svo sem sýrena, yllir, birki, hansarós, með undirgróðri, t.d. glansmispli, kvistum ýmiss konar og víði. Fyrir austan hringinn í a - sa geira er gert ráð fyrir litlum „sandkassa“, niðurfelldum í steinlögnina. Innan íhringnum verður bekkur, sem „teygir sig“ fram fyrir garðinn við sandkassann. Utfærsla á bekk og öðrum frágangi, t.d. við TORGIÐ A torginu verði hlaðinn hringlaga garður með hinni fornu íslensku aðferð klömbruhleðslu, sem notuð var við hleðslu margra gamalla torfbæj a, en einnig mætti nota aðra tegund hleðslu. I Vatnsmýrinni væri eftil vill mögulegt að útvega efni í hleðsluna, en vissulega ber að fara að öllu með gát og virða verndun Vatnsmýrarinnar. Fyrir nokkrum árum voru gerðar tilraunir með torfhleðslur í Vatnsmýrinni. Hringlaga garðurinn opnast móti suðri og er ætlunin að marka áttina norður - suður með steinlögn. Steinninn, sem lagt er til að nota í steinlögnina er hjá framleiðendum nefndur fornsteinn. Miðja torgsins verður lögð hringlaga mynstri, en geislar með stefnuna norður - suður, sa - nv og sv - na látnir skipta hringnum. Utan hringsins verði steinar lagðir í geislamynstur, eins og sýnt er á uppdrætti. Gangstéttir í kring verða hellulagðar. STEINLÖGN I MtÐJU FORNSTCINN LAOÐUR I STEJNLÖGN UTAN HRINGS FORNSTEINN LAODUR I OEJSLAMYNSTUR flaggstöng, verður nánar skilgreind, er nær dregur fram- kvæmdum. Lagt er til, að fenginn verði listamaður, sem hefur góða þekkingu á þeirri list að hlaða veggi úr torfi. Þekkingu, sem mikilvægt er að haldið verði við. Því er lagt til, að hleðsla hringsins verði verkefni námskeiðs í torfhleðslu, sem listamaðurinn stjórnar. Með þátttöku íbúa og annarra tengdra aðila (t.d. úr leikskólanum) gæti myndast sam- kennd í hverfinu. Hugmyndin með þessu torgi er, að það geti nýst íbúum hverfisins til sameiginlegra leikja. Þar er hægt að setjast og spjalla, meðan börnin leika sér í sandkassanum, eða hjóla. Þarna gætu íbúar komið sér upp sameiginlegu grilli, þar mætti halda leiksýningar, hægt væri að sitja eða liggja í sólbaði eða bara ganga framhjá og minnast liðinna tíma. Fagur frágangur torgsins gæti orðið íbúum hvatning til að ljúka við húsin sín og rækta upp garða sína. Námskeiðið gæti jafnframt orðið til þess, að torfhleðslur yrðu notaðar í görðum í ríkara mæli. ■ 87

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.