Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 20222 Harður árekstur í Skollagili BORGARFJ: Laust eftir klukkan 18 síðastliðinn fimmtudagskvöld var tilkynnt um harðan árekstur tveggja bíla í Skollagili í Hálsasveit, á þjóðveginum ofan við Hraun- fossa. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og m.a. kallað til slökkvilið þar sem beita þurfti klippum á bíl. Fólksbíll hafði lent á horni aftanívagns vöru- bíls þegar bílarnir mættust. Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið í Húsafell og flutti slasaðan einstakling úr fólks- bílnum á Landspítalann. Mikil hálka var á staðnum en veg- urinn liggur um þröngt dal- verpi þar sem sólar nýtur ekki á þessum árstíma. Loka þurfti veginum í nokkra klukkutíma meðan aðgerðir viðbragðs- aðila stóðu yfir. -mm Neyðarkallasalan að hefjast LANDIÐ: Sala á Neyðar- kalli björgunarsveitanna mun standa yfir dagana 3.–6. nóvem ber um land allt. Salan er ein af megin fjáröflunar- leiðum björgunarsveitanna til að standa straum af starfi sínu. -mm Íslandsbanki með hagstæð­ asta tilboðið AKRANES: Tilboð Arion- banka, Landsbankans og Íslandsbanka um langtímafjár- mögnun Akraneskaupstaðar var lögð fram á fundi bæjar- ráðs 20. október síðastliðinn og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram. Á fundi bæjar- ráðs 27. október samþykkti bæjarráð svo að taka tilboði Íslandsbanka sem var með hagstæðasta tilboðið. Bæjar- stjóra var falin úrvinnsla máls- ins, að ganga frá samkomu- lagi við Íslandsbanka um fjár- mögnunina og að tilkynna öðrum bjóðendum um niður- stöðu. -vaks Kallar eftir upp­ lýsingum um búfjáreftirlit LANDIÐ: Svandís Svavars- dóttir matvælaráðherra hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um fram- kvæmd eftirlits og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur leikur á að umráða- menn séu ekki að uppfylla ákvæði laga, hvort sem um er að ræða almennt eftirlit eða samkvæmt ábendingum sem berast stofnuninni. Í erindi sínu til Matvælastofnunar óskar ráðherra einnig eftir upplýsingum um hvort stofn- unin telji skort á heimildum í lögum til að tryggja velferð dýra og grípa til viðeigandi ráðstafana þegar aðstæður krefjast. Jafnframt er farið fram á að stofnunin upplýsi matvælaráðherra um stefnu sína hvað varðar upplýsinga- miðlun til almennings meðan þær aðgerðir sem snúa að vel- ferð dýra standa yfir og eftir að þeim lýkur. -mm Til minnis Það er alltaf gaman að skella sér í sund, taka kannski góðan sund- sprett og ylja sér í heita pottinum á eftir eða taka á stóra sínum og stinga sér ofan í kalda karið. Svo hittir maður alltaf einhvern sem gaman er að spjalla við og ekki skemmir fyrir hvað manni líður vel eftir sundferðina. Veðurhorfur Á fimmtudag er útlit fyrir norðan og norðaustan 8-15 m/s og rign- ingu eða slyddu með köflum en þurrt um landið sunnan- vert. Hiti 2 til 8 stig. Á föstudag verður norðaustlæg eða breyti- leg átt 5-13 m/sek og stöku skúrir en þurrt vestanlands. Vax- andi austan átt á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis. Hiti 0 til 7 stig, mildast sunnan til. Á laugardag má gera ráð fyrir hvassri austanátt og rign- ingu eða slyddu með köflum, en úrkomumeira suðaustanlands. Yfirleitt hægari vindur um landið norðaustan vert. Hiti breytist lítið. Á sunnudag og mánudag eru líkur á austlægri átt og mildu veðri. Rigning suðaustan- og austanlands en dálítil væta öðru hverju á Norður- og Vesturlandi. Spurning vikunnar Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað finnst þér skemmtilegasta borðspilið?“ Eitthvað voru lesendur ósáttir við úrvalið sem var í boði því meira en þriðjungur svaraði „Annað“. Skemmtilegasta borðspilið var valið Scrabble en um fimmt- ungur atkvæða féll því í skaut. Spilin Monopoly, Kviss, Fimb- ulfamb, Partners, Ticket to Ride og Sequence voru í miðjumoði með svipaðan fjölda atkvæða en lestina ráku spilin Alias og Hint. Í næstu viku er spurt: Hvaða dýr værir þú til í að vera í einn dag? Vestlendingur vikunnar Tónlistarkonan Soffía Björg Óðinsdóttir frá Einarsnesi í Borgar firði byrjaði að syngja um tvítugt en hefur nú skapað sér nafn í tónlistarheiminum. Soffía Björg er í viðtali í blaðinu í dag og er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Á fundi í umhverfis- og landbúnaðar nefnd Borgarbyggðar 20. október síðastliðinn var áfram fjallað um dýravelferðarmál og framvindu þeirra mála í sveitarfé- laginu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum frá því í sumar. Í bókun nefndarinnar frá því í ágúst kom fram að nefndin telur ferlið eins og það er hjá Matvælastofnun í dag vera of þungt í vöfum og telur mik- ilvægt að verkferlar verði skoðaðir. Á fundi umhverfis- og landbún- aðarnefndar 20. okbtóber segir að liðnar séu sex vikur frá því nefndin fjallaði síðast um málið og á þeim tíma hafa reglulega birst í fjöl- miðlum fréttir af umræddu máli og jafnvel myndir af hrossum sem eru illa haldin og talið tvísýnt um að lifi af veturinn. Fram hefur komið að málið sé í ferli hjá MAST sem m.a. gerði kröfu um að hrossunum yrði hleypt út og að þau yrðu fóðruð með heyi samhliða. Þá segir í bókun nefndarinnar að samkvæmt fréttum 19. október sl. hafi 13 hross verið felld vegna óviðunandi holdastigs þeirra. Öðrum hrossum hafi verið skilað til umráðamanns en vís- bendingar eru um að enn sé nokkur fjöldi hrossa í viðkvæmu ástandi og skulu njóta sérstakrar umhirðu sbr. tilkynningu á vef Matvælastofnunar dags. 19. október 2022. „Nefndin ítrekar að ferlar sem MAST vinnur eftir, virðast gefa mikið svigrúm fyrir búfjár- eigendur, og telur nefndin að ekki sé gengið nægjanlega hart fram í að framfylgja þeim fyrirmælum sem búfjáreigendum eru gefin í málum sem þessum. Það er augljóst að umfjöllun um slæma meðferð á skepnum er til þess fallin að varpa neikvæðu ljósi á íslenskan land- búnað og sveitarfélagið Borgar- byggð. Þá getur umfjöllun sem þessi valdið talsverðum fjárhags- legum skaða og skaðað ímynd lands og þjóðar. Almenningur hefur veru- legar áhyggjur af afdrifum þeirra dýra sem búa við slíkar aðstæður, auk þess sem verulegrar reiði gætir í garð þeirrar eftirlitsstofnunar sem sinnir þessum málum.“ Loks segir í bókun umhverfis- og landbúnaðarnefndar Borgar- byggðar: „Nefndin skorar á Mat- vælaráðuneytið, Bændasamtök Íslands og Landssamband hesta- mannafélaga að beita sér í þessu máli og öðrum málum er varða dýravelferð. Nefnin felur deildar- stjóra umhverfis- og framkvæmda- mála að senda bókun nefndarinnar á eftirfarandi aðila: Matvælaráðu- neytið, Matvælastofnun, Bænda- samtök Íslands, Landssamband hestamannafélaga og til þingmanna NV-kjördæmis.“ mm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi á föstudaginn úr gildi byggingarleyfi fyrir vænt- anlega þangskurðarverksmðju Asco Harvester við Nesveg 22a í Stykkis hólmi, en leyfið var veitt 14. október síðastliðinn. Fjórir aðilar höfðu kært útgáfu byggingar- leyfisins til úrskurðarnefndar- innar. Nefndin telur að umrædd bygging sé ekki í samræmi við gild- andi aðalskipulag og að deiliskipu- leggja hefði þurft svæðið áður en byggingarleyfið var gefið út. Byggir niðurstaða nefndarinnar á því að í aðalskipulaginu sé gert ráð fyrir deiliskipulagningu núverandi hafnar- og athafnasvæða og á því að á engan hátt sé fjallað um hinu umdeildu byggingaráform í aðal- skipulaginu. Í frétt á heimasíðu Stykkishólms og Helgafellssveitar um úrskurðinn segir að lóðin við Nesveg 22a hafi verið stofnuð árið 1979 og hafi þar staðið steypustöð sem rifin var árið 2014. Hafi sveitarfélagið gengið út frá því sem vísu að þinglýstur lóðar- leigusamningur og lóðarblað, sem unnið var fyrir gerð aðalskipulags- ins, væri rétthærra en skipulagsskil- málar í aðalskipulaginu enda hafi steypustöðin verið í fullri starfsemi þegar aðalskipulagið tók gildi. Enn- fremur taldi sveitarfélagið að þar sem um hafnsækna starfsemi væri að ræða samræmdist það skilmálum aðalskipulagsins fyrir hafnarsvæði jafnvel þó lóðin falli að hluta til á svæði sem skilgreint er sem opið svæði í aðalskipulaginu. „Niður- staða úrskurðarnefndarinnar kom því sveitarfélaginu á óvart þar sem þarna hafi verið atvinnulóð frá 1979,“ segir í frétt á heimasíðu Stykkishólms og Helgafellssveitar. Óvissa um aðrar lóðir „Sveitarfélagið mun bregðast við þessum úrskurði með viðeigandi hætti. Sé enn fyrir hendi vilji og áhugi til uppbyggingar á svæð- inu af hálfu lóðarhafa, Asco Har- vester ehf., í samræmi við kynnt áform, mun það samkvæmt þessu byggja á skilmálum sem settir verða fram í deiliskipulagi fyrir svæðið. Felur niðurstaða úrskurðarnefndar jafnframt í sér ákveðna óvissu með fyrirhugaða uppbyggingu á nýúthlutuðum atvinnulóðum á Hamraendum þar sem orðalag aðalskipulagsins á jafnframt við um það svæði og málsmeðferð sveitar- félagsins vegna þeirra áforma byggði einnig á 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga líkt og gert var í máli Asco Harvester ehf. Deiliskipulag á Hamraendasvæði er hins vegar í vinnslu og skipulagslýsing verður auglýst á næstu dögum. Sveitarfé- lagið mun funda með lóðarhöfum á Hamraendum á næstu dögum vegna málsins.“ Endurskoðun aðalskipulags Loks segir í frétt sveitarfélags- ins um úrskurðinn að í ljósi sam- einingar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og gildissviðs aðalskipulagsáætlana (2002-2022 í Stykkishólmsbæ og 2012-2024 í Helgafellssveit) muni innan tíðar hefjast vinna við endurskoðun aðal- skipulags hins sameinaða sveitarfé- lags þar sem settir verða nánari skil- málar um framtíðarsvæði iðnaðar-, hafnar- og athafnarsvæða. mm Úrskurðarnefnd ógilti byggingarleyfi fyrir Nesveg 22a Svipmynd frá Stykkishólmi frá því í haust. Ljósm. gj. Fyrirhuguð Þörungavinnsla Asco Harvester við Nesveg. Grafík/Stykkishólmsbær Skora á til þess bærar stofnanir að beita sér harðar í dýravelferðarmálum Hross. Myndin tengist umræddu máli ekki. Ljósm. FT.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.