Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2022 19 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Bílás, Smiðjuvöllum 17, 301 Akranes www.bilas.isbilas@bilas.is 431 2622 Við tökum vel á móti þér... Mikið úrval af nýjum og notuðum bílum Það kostar ekkert að skrá bílinn hjá okkur Bjóðum gott pláss á bílaplani Bíláss fyrir sölubíla Við erum umboðsmenn fyrir bílaumboðin Öskju og Heklu Mikil sala og gott kaffi Við erum með bílinn fyrir þig! 569 7000 | Lágmúla 4 | miklaborg.is Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar Jón Rafn Valdimarsson lögg. fasteignasali Sími: 695 5520 jon@miklaborg.is Ferðaþjónustufyrirtækið Go West er til sölu • Sérhæft í ferðir á jökulinn • Einnig á aðra áfangastaði. Mjög gott orðspor • Ásamt öllu fylgiféi ma 68 fm móttöku / skrifstofu • Húsið stendur við Fellaslóð 3 Arnarstapa • Svo til eina sérhæfða jöklaferða þjónustan á staðnum • Margir ferðamenn koma beint inn en einnig mikið bókað fyrirfram • Gott tækifæri og miklir stækkunarmöguleikar T.d. Snæfellsnesið, vesturland og víðar Arnarstapi Ferðaþjónusta HAFIÐ SAMBAND við Jón Rafn í síma 695 5520 V e r ð : 42 millj. Um liðna helgi kepptu 15 sund- menn frá Akranesi á Extramóti SH í Hafnarfirði en það mót er eitt það sterkasta sem haldið er hér á landi að hausti. Þar nýta sterkustu sund- menn landsins mótið til þess að undirbúa sig fyrir Íslandsmeistara- mótið í lok nóvember. Alls komu 15 verðlaun heim með Skagamönnum að móti loknu, tvö gull, sex silfur og sjö brons en það voru Einar Mar- geir Ágústsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Enrique Snær Llorens, Guðbjarni Sigþórsson og Kristján Magnússon sem syntu til verðlauna að þessu sinni. „Krakk- arnir stóðu sig mjög vel og það er alltaf gaman að koma í Ásvallalaug til að keppa. Sundfólkið okkar er mjög vant þeirri laug þar sem við höfum fengið að æfa í lauginni hjá SH á laugardögum og hún er ein af okkar uppáhaldslaugum til æfinga og í keppni,“ segir Kjell Wormdal yfirþjálfari hjá ÍA. Guðbjörg Bjartey Guðmunds- dóttir synti undir landsliðslágmarki þegar hún synti 100 metra skrið- sund á 58,18 en það skilaði henni öðru sætinu í fullorðinsflokki og var það besta sundið á mótinu. Þá voru slegin fimm Akranesmet en Einar Margeir Ágústsson sló þrjú af þeim metum þegar hann synti 200m skriðsund í fullorðinsflokki og 50m og 100m skriðsund í flokki pilta. Einnig var mikið um bætingar en Alex Benjamín Bjarnason, Vík- ingur Geirdal, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Einar Margeir Ágústsson, Íris Arna Ingvarsdóttir og Aldís Lilja Viðarsdóttir bættu sig í öllum sínum sundum um helgina. Viktoria Emilia Orlita náði svo sínu fyrsta ÍM lágmarki fyrir Íslandsmeistaramótið í 50m skriðsundi. „Sannarlega flott helgi hjá Skagamönnum,“ segir Kjell að lokum. gbþ Það hefur verið árleg hefð hjá Lionsklúbbnum Þernunni á Hellis- sandi að heimsækja Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík á fyrsta vetrardag og spila bingó. Í ár var heimsókninni reyndar seinkað um viku en var sunnudaginn 30. október. Mættu Þernu konur og spiluðu bingó með heimilis fólki á Jaðri ásamt því að bjóða upp á veglegar veitingar með kaffinu að bingói loknu. Kolbrún Ósk Páls- dóttir sendi Skessuhorni með- fylg jandi mynd fyrir hönd Lions- klúbbsins Þernunnar. mm Skagafólk stóð sig vel á Extramóti SH Þernurnar glöddu íbúa á Jaðri Kristján Magnússon, Guðbjarni Sigþórsson og Einar Margeir Ágústsson stinga sér brátt til sunds. Ljósm. aðsend Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir synti undir landsliðslágmarki í 100m skriðsundi. Ljósm. aðsend

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.