Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 20226 Nýtt hlaðvarp DALIR: Hlaðvarpið Lífið á Laugum leit dagsins ljós í vik- unni en það er í umsjón Sig- rúnar Hönnu Sigurðardóttur og Kristínar Bjarkar Jóns- dóttur og er hlaðvarpið styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestur- lands. Í þáttunum ræða þær við fyrrum nemendur og starfs- fólk Laugarskóla um þeirra tíma á laugum. Andrúms- loftið í þáttunum er afslappað og leitast þáttastjórnendur við að fanga notalega stemn- ingu þegar þeir ræða við við- mælendur sína yfir kaffibolla. Fyrstu þættirnir eru aðgengi- legir á Spotify en næstu vikur munu koma inn nýjir þættir reglulega. -gbþ Stútur við stýrið AKRANES: Aðfaranótt sunnudags var lögreglan við almennt umferðareftirlit og veitti ökumanni bifreiðar athygli þar sem aksturinn þótti einkennilegur. Var bif- reiðin stöðvuð, ökumaðurinn handtekinn og hann grunaður um meinta ölvun við akstur. Málið fór í hefðbundið ferli og á ökumaður von á sekt og sviptingu fyrir athæfið. -vaks Teknir í sím­ anum við akstur VESTURLAND: Síðasta miðvikudag var ökumaður í Stykkishólmi stöðvaður af lögreglu þar sem hann var að tala í símann við akstur. Daginn eftir um miðjan dag var ökumaður á Akrafjalls- vegi tekinn við sömu iðju og eiga þessir ökumenn von á 40 þúsund króna sekt fyrir síma- spjallið. -vaks Helena ráðin fram­ kvæmdastjóri AKRANES: Badminton- félag Akraness hefur ráðið Helenu Rúnarsdóttir sem fram- kvæmdastjóra félagsins. Helena þekkir vel til félagins enda æfði hún badminton frá 11–19 ára aldri. Einnig hefur Helena verið yfirþjálfari félagins síðan 2019. Helena er með BSc í íþrótta- fræði og með MEd í íþrótta- fræði með áherslu á heilsu- þjálfun og kennslu. Hún kennir íþróttir í Grundaskóla og hefur verið þar síðan haustið 2017 en byrjaði að kenna 2014 samhliða mastersnámi. Hún hefur einnig verið að kenna ýmsa hóp- tíma og einkaþjálfun á árunum 2011-2016. Helena er gift Rúnari Bergmann Gunnlaugs- syni og eiga þau saman tvær dætur Móeiði Bergmann og Emilíu Bergmann. „Við erum mjög ánægð með að geta styrkt starfið hjá félaginu og höldum áfram að gera badminton að eftirsóknarverðri íþrótt á Akra- nesi.“ segir í tilkynningu á FB síðu félagsins. -vaks Saman í kjaraviðræður LANDIÐ: Stærstu lands- sambönd launafólks á vinnu- markaði; Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Starfsgreinsamband Íslands, hafa ákveðið að taka höndum saman í viðræðum við Sam- tök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Samstarfið nær til hátt í 90 þúsund einstak- linga sem starfa á almennum vinnumarkaði innan tuttugu stéttarfélaga. „Mjög ríkur vilji er innan beggja sambanda að gera sameiginlega atlögu að nýjum kjarasamningi þar sem áherslan verður á að auka kaupmátt og tryggja stöð- ugleika í efnahagslífinu. Það er ljóst að samstarf LÍV og SGS mun skila auknum slag- krafti í kjarasamningaviðræð- urnar,“ segir í tilkynningu frá félögunum. -mm HMS flytur störf norður LANDIÐ: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hyggst efla starfsemi sína enn frekar á landsbyggð- inni með því að færa verk- efni á sviði brunabótamats á starfsstöð HMS á Akureyri. Fimm opinber sérfræðistörf, þar af eitt stjórnunarstarf, verða flutt til Akureyrar og nýtt teymi stofnað um verk- efnin. Framvegis verður 21 stöðugildi á starfsstöð HMS á Akureyri. Breytingarnar eru hluti af endurskipulagn- ingu eftir að verkefni tengd fasteignaskrá voru færð til HMS í fyrra. Starfsfólk sem áður sinnti þessum verk- efnum er komið í önnur störf. Störfin fimm verða öll auglýst á næstu dögum. Nú er HMS með starfsstöðvar á Akureyri, í Borgarnesi, á Sauðárkróki og í Reykjavík en stofnunin er í nánu samstarfi við sveitarfé- lög um allt land. -mm Götulýsing á Akranesi kemur til með að taka breytingum á næstu árum og nýir þjónustuaðilar taka við. Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri Akraness segir í spjalli við Skessuhorn að ákvörðunin hafi verið tekin áður en Orka náttúr- unnar ákvað að selja götulýsingar- þjónustu sína en ON hefur annast götulýsingu Reykjavíkur, Mosfells- bæjar, Seltjarnarness og Akraness um árabil. Akraneskaupstaður sagði upp samningnum við ON í mars en til stendur að skipta út lömpum, þ.e. ledvæða götulýsinguna og sam- hliða því verður boðin út þjónusta við breytta lýsingu og orkukaup. Orkuþörf og viðhald minnkar um allt að 70% Hjá hverjum munið þið leita tilboða og hvað er innifalið í því? „Nú er verið að vinna útboðsgögn. Varð- andi orkukaup þá eru átta raforku- salar á Íslandi samkvæmt upplýs- ingum frá okkar ráðgjafa og við búumst við að fá tilboð frá þeim öllum. Varðandi innkaup lampa, stýringar, viðhald og þjónustu þá verða þau útboð á almennum mark- aði,“ segir Sævar. Boðið verður út á mismunandi tímum, fyrsta útboðið verður á þessu ári og það síðasta í mars á næsta ári. Sævar Freyr segir að samningi ON um þjónustu og viðhald ljúki í maí 2023 og samningi um raforkukaup 1. janúar 2023. En býst bæjarfélagið við að ná að lækka kostnað miðað við það sem áður var? „Það verður að koma í ljós eftir útboð. Hins vegar er ljóst að með ledvæðingu minnkar orkuþörf og viðhald um allt að 70%. Þá teljum við að þessi nýja götulýsing verði betri því stýringin á henni er mun betri og ljósgæðin aukast þannig að litir í umhverfinu sjást betur og orkuþörf verður mun minni.“ Sævar Freyr segir að lokum að reiknað sé með að framkvæmdir við verkið hefjist vorið 2023 og stefnt er að því að þeim ljúki á árinu 2025. vaks Hið mikla verk, Knattspyrnubær- inn - 100 ára knattspyrnusaga Akra- ness, eftir Björn Þór Björnsson, er á leiðinni til landsins. „Útgáfuteiti vegna bókarinnar verður haldið í næstu viku og vonandi geta sem flestir áskrifendur að ritinu komið þangað og veitt því viðtöku, sem og auðvitað aðrir sem einnig vilja eignast það. Verkið er mjög vandað og þar er saga knattspyrnunnar rakin í máli og myndum en ritið telur ríflega 500 blaðsíður. Nánari upplýsinga um útgáfuteitið er að vænta eftir helgi,“ segir í tilkynn- ingu frá bókaútgáfunni Hólum sem gefur út. gbþ Götulýsing á Akranesi tekur breytingum á næstunni Knattspyrnubærinn á leið til landsins Forsíða bókarinnar, Knattspyrnubærinn — 100 ára knattspyrnusaga Akraness. Götulýsing við Sandabraut. Ljósm. vaks

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.