Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2022 11 Fyrirtækja- ráðgjafi Íslandsbanki Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi í starf ráðgjafa fyrirtækja og einstaklinga í útibú Íslandsbanka á Akranesi. Viðkomandi þarf að vera áhugasamur og hafa vilja til að veita viðskiptavinum okkar úrvalsþjónustu. Æskilegt að geta hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni • Ráðgjöf um fjármál einstaklinga og fyrirtækja • Að veita framúrskarandi þjónustu • Sala á vörum bankans • Önnur verkefni eftir nánara samkomulagi Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Þjónustulipurð og samskiptahæfni Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember. Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús D. Brandsson, útibússtjóri, magnus.brandsson@islandsbanki.is 440-3072Fagráð í nautgriparækt fundaði síðastliðinn miðvikudag og segja má að um sérstakan hátíðarfund hafi verið að ræða. Til umfjöllunar voru niðurstöður fyrstu keyrslu á erfðamati nauta. Þessi áfangi markar tímamót í íslenskri naut- griparækt þar sem nú tekur við erfðamengisúrval með tilheyrandi umbyltingu á því kynbótaskipulagi sem hefur verið við lýði undanfarna áratugi. „Hér er án efa um að ræða eitt stærsta, ef ekki stærsta, fram- faraskref sem stigið hefur verið í íslenskri búfjárrækt. Við nálgumst nú lokahnykkinn í ferli sem hófst fyrir um fimm árum síðan og talið var óhugsandi fyrir áratug,“ segir í frétt á nautaskra.is Eftir að þessum áfanga hefur verið náð mun notkun óreyndra nauta heyra sögunni til í kynbóta- starfi í nautgriparækt. „Þannig verður aðeins um að ræða naut í notkun sem verða þá allt niður í rúmlega ársgömul. Jafnhliða því verður tilnefningu sérstakra nauts- feðra hætt og öll naut í notkun munu koma til greina sem feður nautkálfa sem keyptir verða á stöð. Val nautkálfa mun byggja á arf- greiningum og erfðamati þeirra sjálfra þegar kerfið verður að fullu komið til framkvæmda. Það sama má segja að muni eiga við um val nautsmæðra. Það mun byggja á arf- greiningum og erfðamati þeirra sjálfra enda mun meirihluti kúa í framleiðslu verða arfgreindur innan þriggja ára. Þannig styrkja sýnatökur úr kvígum og arfgrein- ingar þeirra val nautsmæðranna í framtíðinni,“ segir í fréttinni. Fagráð í nautgriparækt tók á fundinum byltingarkennda ákvörðun um það hvaða naut verða í dreifingu næstu vikur og mánuði. Yngsta nautið sem sett verður í notkun er aðeins 19 mánaða gam- alt en annars er að finna í hópnum naut fædd árin 2016 til 2021. Við valið var horft til þess að velja bestu nautin samkvæmt erfðamati og dreifa faðerni þeirra mikið. Þau 22 naut sem verða í dreifingu eru víðs vegar af landinu, meðal annars sex naut af búum á Vesturlandi. Eru þau undan 14 feðrum. Nánar má lesa um nautin á nautaskra.is mm Stærsta framfaraskref í íslenskri búfjárrækt Nú er hægt að sjá strax og nautkálfur fæðist hvort hann verður góður kynbóta- gripur eða ekki. Hingað til hefur þurft að fá þá niðurstöðu á grundvelli afkvæma- prófana þ.e. hvernig dætur viðkomandi nauts hafa staðið sig. Slíkt ferli tekur nokkur ár. Nú er sem sagt búið að velja að nota sæði úr þeim 22 nautum á Íslandi sem álitlegust eru á grundvelli DNA mælinga. Í hópi þessara 22 nauta er Marmari 20011 frá Glitstöðum í Norðurárdal sem hér er fárra daga gamall. Ljósm. gs. - ÖFLUG NEMENDAÞJÓNUSTA - - FRÁBÆR AÐSTAÐA - - LÍFLEGT FÉLAGSLÍF - HEIMAVIST - MÖTUNEYTI NÁMSVER - NÁMSAÐSTOÐ                                                                  

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.