Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 202220 Setning Vökudaga á Akranesi fór fram í Tónbergi síðdegis á fimmtudaginn og fékk bæjarstjór- inn Sævar Freyr Þráinsson þann heiður að setja hátíðina. Veittar voru umhverfisviðurkenningar og Menningarverðlaun Akraness afhent, eins og fram kemur í öðrum fréttum Skessuhorns í dag. Þá voru tónlistaratriði frá nemendum Tónlistarskóla Akraness á dagskrá gestum til skemmtunar. Að lokinni setningu hófst lista- gangan þar sem hægt var að kíkja í heimsókn á vinnustofur ýmissa listamanna víðs vegar um bæinn. Blaðamenn og ljósmyndararar Skessuhorns hafa verið á ferðinni og fangað stemningu Vökudaga á síðustu dögum. Lista- og menn- ingarhátíðin heldur áfram og stendur fram á næsta sunnudag. vaks Vökudagar settir og fjölbreytt mennningarveisla í gangi Frá setningu Vökudaga. Ljósm. vaks Nemendur TOSKA syngja við setningarathöfnina. Ljósm. vaks Jóhanna Jónsdóttir opnaði í Kirkjuhvoli myndlistarsýninguna Úr fylgsnum minninganna. Ljósm. ki. Sýningin Ólík verk Bjarna Þórs var opnuð í galleríi hans síðastliðinn fimmtudag. Listamaðurinn sjálfur var ekki á staðnum en eiginkona hans Ásta Salbjörg Alfreðsdóttir tók á móti gestum. Ljósm. ki. Eldri hópur úr Skólakór Grundaskóla söng nokkur lög í Kallabakaríi undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur. Ljósm. ki. Þær Kristín Björg, Rebekka Sif, Díana Sjöfn og Sjöfn voru með upplestur úr bókum sínum á lestrarvöku í Pennanum. Ljósm. ki. Margir íbúar flökkuðu milli viðburða og skipulögðu eigin menningarreisu. Hér eru æskuvinkonurnar Margrét Gunnarsdóttir, Ásta Ingvarsdóttir og Lísa Valgeirsdóttir. Ljósm. ki. Á laugardaginn leiddi Ólafur Páll Gunnarsson listagöngu um Neðri Skagann. Í henni voru nokkur listaverk á húsveggjum formlega afhent íbúum Akraness. Ljósm. ki. Í Stúkuhúsinu í Görðum bauð Náttúruminja- safn Íslands á laugardaginn upp á fræðslu um jarðfræði, svo sem eldfjöll og jarðskjálfta. Ljósm. ki. Síðdegis á föstudaginn var opnuð myndlistarsýn- ing ýmissa listamanna á Höfða; hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi. Boðið var upp á veitingar við opnun sýningarinnar og var margt um manninn, bæði íbúar, starfsfólk, listafólkið sjálft og aðrir gestir. Á meðfylgjandi mynd er Elín Þorvaldsdóttir, Bryndís Bragadóttir og Guðrún Carstensdóttir. Ljósm. vaks. Sigurður Mikael Jónsson er einn lista- mannanna sem sýnir á Höfða. Ljósm. vaks. Brynja Jóhannsdóttir sýnir olíumál- verk á samsýningunni á Höfða. Ljósm. vaks.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.