Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2022 13 Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave Film Festival verður haldin hátíðleg í fjórtánda skipti á Snæfellsnesi helgina 11.-13. nóvember næstkomandi. Sýndar verða stuttmyndir hvaðanæva að úr heiminum auk íslenskra tónlistar- myndbanda. Nú má finna dagskrá hátíðarinnar á vefsíðu hennar. Sýn- ingarnar fara fram í Frystiklefanum á Rifi annarsvegar og í sundlauginni í Ólafsvík hinsvegar. Einnig verða viðtöl tekin við valda leikstjóra eftir sýningar og boðið verður upp á „masterclassa“ með Einari Snorra kvikmyndagerðarmanni. Í tengslum við hátíðina verður haldin tveggja daga vinnustofa fyrir norrænar kvikmyndagerðarkonur, 21 talsins. Löndin sem taka þátt eru Grænland, Færeyjar, Ísland, Sví- þjóð, Noregur, Danmörk og Finn- land og eru tveir þátttakendur frá hverju landi og einn leiðbeinandi. Verkefnið gengur út á að fagkonur leiðbeina þátttakendum að taka sín fyrstu skref í kvikmyndagerð og styrkja tengslanetið. Að auki verður boðið upp á sérstaka dagskrá fyrir börn þar sem barnamyndir verða sýndar í sundlauginni, stuttmynda- námskeið haldið með Þóreyju Mjallhvíti og hægt verður að föndra sín eigin kvikmyndaplaköt alla helgina. Ekki verður rukkað inn á við- burði hátíðarinnar, en greiða þarf hefðbundið gjald í sundlaugina. Loks er minnt á tónleika Emmsjé Gauta sem einnig verða í Frysti- klefanum á laugardagskvöldinu. Dagskrá hátíðarinnar og nánar um Norrænar stelpur skjóta má finna á: https://northernwavefestival.com/ mm Kennsluaðferðir FSN eru verkefnamiðaðar og námsmatið leiðsagnarmat og því eru ekki lokapróf í annarlok. Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa agnes@fsn.is og aðstoðarskólameistara solrun@fsn.is og í síma 4308400. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga hrafnhildur@fsn.is Dagskóli Innritun fyrir nám í dagskóla á vorönn 2023 fer fram rafrænt á menntagatt.is dagana 1. - 30. nóvember. Fjarnám „Fjarnám“ Stúdentsbrautir: • Félags- og hugvísindabraut • Náttúru- og raunvísindabraut • Nýsköpunar- og frumkvöðlabraut • Opin braut til stúdentsprófs • íþróttabraut Framhaldsskólabrautir • Framhaldsskólabraut 1 • Framhaldsskólabraut 2 Starfsbraut Innritun á vorönn 2023 SK ES SU H O R N 2 02 2 Styttist í kvikmyndahátíðina Northern Wave Film festival Ólafur Darri Ólafsson var heiðursgestur á hátíðinni í fyrra. Dögg Mósesdóttir stýrði verðlaunaafhendingu á síðasta ári. Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vik- unnar að þessu sinni er Stefanía Klara frá Rifi sem stundar crossfit. Nafn: Stefanía Klara Jóhanns- dóttir Fjölskylduhagir? Ég bý hjá for- eldrum mínum og ég á eina eldri systur og tvo yngri bræður. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál eru tónlist, crossfit og sund. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Vakna klukkan hálf sex og fer í crossfit klukkan sex. Síðan fer ég í skólann og eftir það annað hvort á trompetæfingu eða að þjálfa sund. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Mínir helstu kostir eru að ég er bjartsýn og samvisku- söm. Mínir helstu gallar er að ég ofhugsa mikið og er gleymin. Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi þrisvar til fjórum sinnum á viku. Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Fyrirmyndirnar mínar í íþróttum eru kennararnir sem mæta í sex tíma með mér. Af hverju valdir þú crossfit? Ég valdi crossfit af því að það var ekkert annað í boði nema fótbolti og mér fannst seint að byrja í fót- bolta í 8. bekk. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Pabbi minn er fyndnastur af þeim sem ég þekki. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Það sem mér finnst skemmtilegast við crossfit er að lyfta og æfingarnar en það leiðinlegasta eru harð- sperrurnar. Leiðinlegastar eru harðsperrurnar Íþróttamaður vikunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.