Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 202210 Af þeim eru 75% sæddar en fjórð- ungur þeirra fjölgar sér með aðstoð heima nauta á bæjunum. Vísindum hefur fleytt fram Sveinbjörn segir að forsaga þess að nú sé hægt að velja naut og styðj- ast við erfðarannsóknir sé nokkuð löng. „Fyrir einungis áratug þóttu svo fáir einstaklingar í íslenska kúastofninum að sérfræðingar töldu útilokað að tölfræðin leyfði slíkt val. Síðan hefur þekking á töl- fræði aukist og vísindunum sam- hliða fleytt fram. Þá má þakka þann árangur sem nú hefur náðst áhuga og metnaði einstakra vísinda- manna sem unnið hafa að erfða- rannsóknum. Nú í vikunni ver til dæmis Egill Gautason doktorsverk- efni sitt á þessu sviði við Danska landbúnaðar háskólann. Eftir þessa breytingu nú verður sýni tekið úr nýfæddum nautkálfi og úr móðurinni ef það hefur ekki verið gert áður. „Sýnin verða strax greind og við kaupum þá kálfa sem sýna rétta arfgerð,“ segir Svein- björn, en sú aðferð þýðir að öryggi úrvalsins er gott. Það mun því fækka þeim gripum sem þarf að meðhöndla, kynslóðabilið minnkar og samhliða eykst öryggið um að í umferð sé gott kynbótanaut. Við getum því boðið upp á miklu öruggara úrval nauta. Framfarir verða því hér eftir hraðari; efna- innihald mjólkur batnar, fóðurnýt- ing sömuleiðis og afurðir aukast.“ Á mörkum siðferðislega Þrátt fyrir þessar miklu framfarir bendir Sveinbjörn á að víða erlendis hafi menn gengið enn lengra í að láta erfðafræðirannsóknir flýta fyrir framförum í ræktun. Nefnir hann Suður Ameríku í því sambandi en einnig nokkur Evrópulönd. Þar hafi menn gengið miklu lengra í að nýta erfðatæknina, jafnvel þannig að menn hafa spurt hvort siðferðislega sé verið að ganga of langt. „Menn hafa jafnvel valið bestu kvíguna á einu búi, tekið úr eggjastokkun hennar kannski tíu egg, sett í til- raunaglös, kyngreint og frjóvgað með rétta sæðinu. Tekið svo sýni úr fósturvísinum eftir viku tíma, valið kvígurnar úr þeim hópi og erfðagreint fósturvísana til að sjá hvort um sterka einstaklinga sé að ræða. Bestu fósturvísunum er svo komið fyrir í frænkum móður- innar á búinu. Þannig eru menn að spara mikinn tíma og fá kannski 6-7 úrvals kvígukálfa sem allir bera hæstu arfgerðina. Móðirin er hins vegar ein, en staðgöngumæðurnar nokkrar frænkur hennar.“ Allt á hvolfi við afgreiðslu Dreifingu óreyndra nauta hefur nú verið hætt frá Nautastöðinni á Hesti og útsending takmark- ast við þau naut sem eru í notkun, það er þau naut sem kölluð hafa verið „reynd naut“ fram að þessu. Umrædd 22 naut eru nú komin til dreifingar. Reynt var að dreifa faðerni þeirra nokkuð en þau eru undan 14 nautum. Síðustu daga hafa Sveinbjörn og Íris, starfsmenn Nautastöðvar BÍ á Hesti, haft í nægu að snúast eftir að birtur var fyrsti úrvalslistinn með hinum 22 verðandi feðrum í íslenskri naut- griparækt. mm Aron var vinsælasta fyrsta eiginnafn meðal nýfæddra drengja á síðasta ári en þar á eftir komu Jökull og Alexander. Í sætunum þar á eftir koma Kári, Emil, Jón, Óliver, Mikael, Matthías og Elmar. Embla var vinsælasta nafnið meðal nýfæddra stúlkna, svo koma nöfnin Emilía og Sara. Í sætunum þar á eftir eru Sóley, Matthildur, Aþena, Katla, Guðrún, Saga og Eva. Jón og Guðrún Algengustu fyrstu eiginnöfnin á landinu eru fæst á þeim lista sem nýskírðum börn hefur verið gefið. Með algengustu fyrstu eiginnöfnin er átt við alla núlifandi Íslendinga miðað við 27. október síðastliðinn. Algengustu nöfnin eru í þessari röð: Anna, Jón, Guðrún, Sigurður, Guðmundur, Kristín, Sigríður, Gunnar, Margrét og Helga. Það eru því einungis Jón og Guðrún sem enn halda vinsældum sínum af gömlum íslenskum nöfnum. mm Aron og Embla eru vinsælustu nöfnin Eins og segir í fréttinni hér á síð- unni til hliðar ákvað fagráð í naut- griparækt í síðustu viku að taka nú til notkunar nýtt erfðamengisúr- val við val á þeim nautum sem hér eftir verða til notkunar á Nauta- stöð Bændasamtaka Íslands á Hesti. Því fylgir eðli málsins sam- kvæmt umbylting á því fyrirkomu- lagi kynbótastarfs sem í áratugi hefur verið við lýði. Blaðamaður Skessuhorns leit í síðustu viku í heimsókn á Nautastöð BÍ á Hesti í Andakíl. Þar ræður Sveinbjörn Eyjólfs son ríkjum, hefur veitt starf- seminni forstöðu í mörg ár, fyrst meðan Nautastöðin var á bökkum Vatnshamravatns og nú síðari árin á Hesti. Auk hans starfar Íris Ármannsdóttir á stöðinni auk þess sem þriðji starfsmaður er í hluta- starfi og kemur m.a. að fóðrun og aðstoð við sæðistöku. Sveinbjörn dregur engan dul á að þessar fram- farir sem orðið hafa í erfðavísindum í nautgriparækt marki eitt stærsta framfaraskref sem stigið hafi verið í íslenskri búfjárrækt í seinni tíð. „Við erum búin að bíða eftir þessu lengi. Við nálgumst nú lokahnykk í ferli sem hófst fyrir um fimm árum síðan og talið var óhugsandi að stíga fyrir áratug. Á síðustu árum höfum við séð að aðrar þjóðir hafa verið að rækta upp sín kúakyn á undraverðum hraða og bilið á milli gæða þeirra kúakynja og íslensku kúnna hefur verið að aukast. Þessi framþróun núna er því liður í að styrkja íslenskan landbúnað til lengri tíma,“ segir Sveinbjörn Fyrsti úrvalshópurinn valinn Frá og með síðustu viku heyrir notkun óreyndra nauta sögunni til á Nautastöðinni. „Nú verða aðeins naut í notkun sem verða þá allt niður í rúmlega ársgömul.“ Þá segir Sveinbjörn að samhliða þessu verði tilnefningu sérstakra nautsfeðra hætt og öll naut í notkun munu koma til greina sem feður nautkálfa sem keyptir verða á stöðina á Hesti. „Val nautkálfa mun hér eftir byggja á arfgreiningum og erfðamati þeirra sjálfra þegar kerfið verður að fullu komið til framkvæmda. Það sama má segja að muni eiga við um val nautsmæðra enda mun meirihluti kúa í framleiðslu verða arfgreindur innan næstu þriggja ára. Þannig styrkja sýnatökur úr kvígum og arfgreiningar þeirra val nautsmæðranna í framtíðinni. Nú hafa verið valin 22 naut sem notuð verða næstu mánuði. Ung naut bætast svo smám saman við í þann hóp samhliða því að þau greinast hátt í kynbótamati.“ Einfaldar verklag „Við höfum að jafnaði keypt um 60 nautkálfa inn á stöðina á ári en höfum nýtt 26-30 þeirra. Bændur hafa látið vita ef álitlegir naut- kálfar hafa fæðst á búi þeirra og nautsmæður hafa verið skoðaðar til að skoða júgur, spenalag og fleira. Við höfum því haft allmikið val, en á þessum tíma sem naut- kálfarnir eru að vaxa úr grasi geta ýmsir gallar komið fram og þeir detta út hver af öðrum. Þeir t.d. þroskast ekki, reynast vera hyrndir, mannýgir eða að mæður þeirra hafa fallið í kynbótamati. Nú eftir þessa breytingar munu afkvæmarann- sóknir detta út og fjögur ár spar- ast í ræktunarstarfinu. Við höfum fram að þessu tekið 6.600 sæðis- skammta úr hverju nauti og höfum alltaf átt eftir 5.700 skammta, eftir að allt að 900 skammtar hafa verið notaðir til að fá reynslu á nautin. Þetta nýja verklag þýðir auk þess að nú mun fækka þeim nautkálfum sem við þurfum að kaupa á stöð- ina,“ segir Sveinbjörn. Um 26.500 kýr eru nú í landinu auk 8000 kvíga. Erfðamengisúrval mun gjörbreyta vinnulagi á Nautastöð BÍ Vísindin flýta framförum í nautgriparækt Sveinbjörn Eyjólfsson við tankinn þaðan sem sæðisskömmtum er dreift á stöðvarnar á Akureyri og í Þórólfsholti og þaðan um land allt. Hér má sjá yfir geymsluna þar sem sæði allra nauta er geymt í tönkum. Horft yfir salinn þar sem nautin búa. Þangað er gluggaútsýni af efri hæð Nauta- stöðvarinnar en gestum er óheimilt að koma þar inn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.