Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 202218 Á föstudaginn hófst leikskólastarf í nýja leikskólanum við Asparskóga á Akranesi þegar elstu börnin voru flutt í hluta nýbyggingarinnar en lokið var við að ganga frá tveimur deildum leikskólans og stórum hluta leikskólalóðarinnar í síðustu viku. Núverandi Garðasel er þriggja deilda skóli en gert er ráð fyrir að þegar flutt verði í nýja skólann, lík- lega um og eftir áramótin, verði hann sex deilda. Hluti skólans átti að vera tilbúinn í haust en það gekk ekki eftir. Búið var að innrita fleiri börn en rými var fyrir í Garðaseli og fékk leikskólinn að nýta húsnæði skóladagvistar Brekkubæjarskóla á Þekjunni á meðan beðið var eftir að lokið yrði við hluta húsnæðisins. Vel hefur tekist til með hönnun, húsnæðið bjart og fallegt og er á tveimur hæðum. vaks Hæstiréttur Íslands kvað í síðustu viku upp dóm í máli sem Ingibjörg Pálsdóttir í Fossatúni í Borgarfirði áfrýjaði til réttarins frá Landsrétti, en hún taldi að Veiðifélagi Grímsár og Tunguár, sem hún á skyldu- aðild að sem veiðiréttareigandi við Grímsá, væri óheimilt að leigja út veiðihús félagsins utan hefð- bundins laxveiðitíma. Ingibjörg er eigandi jarðarinnar Fossatúns í Borgar byggð og jafnframt eigandi hins áfrýjandans, Fossatúns ehf. sem rekur ferðaþjónustu á jörðinni. Jörðinni Fossatúni fylgir jafnframt veiðiréttur í Grímsá. Taldi Ingi- björg útleigu á húsinu ganga í ber- högg við hennar eigin hagsmuni. Hæstiréttur féllst í dómi sínum á kröfu hennar og telur veiðifélaginu óheimilt, „án samþykkis allra félagsmanna sinna, að selja veiði- húsið að Fossási í Borgarbyggð á leigu til almenns gisti- og veitinga- rekstrar utan skilgreinds veiði- tímabils.“ Hæstiréttur snéri því við dómum héraðsdóms og síðar Landsréttar sem sýknað höfðu veiðifélagið af kröfum Ingibjargar. Varðandi áfrýjun Fossatúns ehf. á dómi Landsréttar í sama máli segir í dómi Hæstaréttar: „Hinn áfrýj- aði dómur skal vera óraskaður um sýknu stefnda af viðurkenningar- kröfu áfrýjandans Fossatúns ehf. Stefndi [veiðifélagið, innsk. blm.] greiði áfrýjandanum Ingibjörgu Pálsdóttur samtals 4.000.000 króna í málskostnað á öllum dómstigum. Áfrýjandinn Fossatún ehf. greiði stefnda samtals 1.000.000 króna í málskostnað á öllum dómstigum,“ segir í dómsorðum Hæstaréttar. Þessa niðurstöðu fær dómurinn fram þar sem lögaðilinn Fossatún ehf. hefur ekki skylduaðild að veiði- félaginu, heldur eigendur fyrirtæk- isins. Benedikt Bogason hrl, einn af fimm dómurum í réttinum, skil- aði sératkvæði. Bendir hann meðal annars á í áliti sínu að það sé hlut- verk veiðifélags að nýta eignir þess og ráðstafa þeim með sem arð- bærustum hætti fyrir félagsmenn. Alþingi snuprað Þetta er í annað skipti sem eigendur Fossatúns fara með mál gegn veiðifélaginu fyrir öll dóm- stig og þar á meðal Hæstarétt. Í reifun réttarins nú segir m.a. að ljóst er af athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 50/2015 að dómur Hæstaréttar í máli nr. 676/2013 var megin- tilefni lagasetningarinnar. „Frum- varpið var samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í sam- vinnu við Landssamband veiði- félaga. Af athugasemdum með því verður ráðið að fyrir frumvarps- höfundum hafi vakað að tryggja að veiðifélög gætu án samþykkis allra félagsmanna nýtt eignir félags til arðberandi starfsemi utan veiði- tímabils en þó þannig að þær væru nýttar til skyldrar starfsemi eins og gerist á veiðitímabili.“ Þá segir einnig í reifun dómsins: „Sé löggjöf til þess fallin að takmarka mannréttindi ber dómstólum að meta hvort löggjafinn hafi gætt sjónarmiða um meðalhóf, jafnræði og skýrleika lagaheimilda. Jafn- framt er það hlutverk dómstóla að skýra löggjöf og beita henni í til- teknu tilviki með þeim hætti sem best samrýmist ákvæðum stjórnar- skrár og eftir atvikum alþjóðlegum skuldbindingum.“ Þannig má segja að Hæstiréttur sé í dómi sínum að snupra Alþingi fyrir lagasetn- inguna frá árinu 2015 sem beinlínis hafi verið samin í kjölfar fyrri dóms þar sem eigendur Fossatúns unnu málið gegn veiðifélaginu. Nánar má lesa um dóminn á vef Hæstaréttar, dómur nr. 20-2022. mm Elsta deildin flutt í nýja leikskólann við Asparskóga Börnin virðast una sér vel á nýja staðnum. Ingibjörg í Fossatúni vinnur mál gegn veiðifélagi sínu Brátt verður allt tilbúið á skólalóðinni. Á efri hæðinni er verið að útbúa leiksvæði. Börn á gamla Garðaseli komu í heimsókn á föstudaginn.Guðríður Sigurjónsdóttir deildarstjóri og Ingunn Sveinsdóttir leikskólastjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.