Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2022 23 Laugardaginn 5. nóvember verður eitt fegursta verk tónbókmennt- anna flutt í Hafbjargarhúsinu á Breið á Akranesi. Það er verkið Sálumessa (Requiem) eftir Gabriel Fauré. „Alla kóra og alla kórstjóra dreymir um að flytja þetta verk,“ segir Hilmar Örn Agnarsson org- anisti og kórstjóri Akranes kirkju í samtali við Skessuhorn. „Erlendis er svo mikil hefð fyrir að nóvem- ber sé mánuður dauðans, þegar náttúran er deyjandi, laufin falla af trjánum og myrkrið eykst. Þá spila menn Sálumessu (Requiem) til að komast í gegnum það tímabil og allt í einu verður þá dauðinn eins og vögguvísa, svo ljúfur,“ segir Hilmar aðspurður um aðdraganda þess að verkið er nú flutt á Akra- nesi en Fauré samdi þetta verk fyrir foreldra sína. Sjálfur sagði Fauré sálumessu sína einkennast frá upp- hafi til enda af trú á eilífa hvíld í dauðanum, hann leit á dauðann sem frelsun fremur en kvalarfulla reynslu. Hafbjargarhúsið er miðalda dómkirka Verkið verður flutt í Hafbjargar- húsinu og segir Hilmar þann stað ekki hafa orðið fyrir valinu að ástæðulausu. „Þetta er svo hrátt húsnæði, svona gömul fiskvinnsla og með því að flytja verkið þar von- umst við til að ná að tengja gamla tímann, fiskinn á Akranesi og svona hrátt umhverfi við svona fallega og ljúfa stund. Hljómburðurinn í Haf- bjargarhúsinu er líka alveg stór- kostlegur, alveg eins og miðalda dómkirkja og þess vegna erum við þarna. Þetta er eina miðalda dóm- kirkjan á Akranesi,“ segir Hilmar. Elífðarglugginn Verkið tekur um 45 mínútur í flutningi og er undir stjórn Hilm- ars, en hann var fyrr í haust ráð- inn kórstjóri og organisti Akranes- kirkju. „Ég ætla að koma með smá reykelsi og sjá hvort að fiskifýlan fari út úr húsinu,“ segir Hilmar sposkur. „Við ætlum líka að kveikja á mörgum kertum og reyna að fá fólk til þess að upplifa flutning verksins sem heilaga stund á svona stað, í gamalli fiskvinnslu.“ Í Hafbjargarhúsinu er uppi myndlistarsýning listakonunnar Jaclyn Poucel og segir Hilmar lista- verk hennar passa vel með flutn- ingi Sálumessu. „Mér finnst mynd- irnar hennar tala til eilífðarinnar og svo er allt húsið hvítt þannig að það er svolítið eins og við séum að horfa inn í eilífðargluggann,“ segir Hilmar og bætir við. „Nema fiski- fýlan, hún heldur okkur á jörðinni,“ segir Hilmar og hlær. Fólk mæti í góðri yfirhöfn Flytjendur verksins eru Kór Akra- neskirkju ásamt einsöngvurunum Jónu G. Kolbrúnardóttur sópran og Hrólfi Sæmundssyni baritón auk átta manna strengjasveitar. Konsertmeistarinn Una Svein- bjarnardóttir leikur á einleiksfiðlu, Elísabet Waage leikur á hörpu og Steingrímur Þórhallsson á orgel. „Við tókum prufu í Hafbjargarhús- inu um daginn og það kom mjög vel út. Það var svo kalt að tónninn var voða skýr og myndaði skemmti- legt bergmál,“ segir Hilmar og bætir við að reynt verði að kynda húsið lítillega fyrir laugardaginn. Þó vill hann hvetja fólk til að mæta í góðri yfirhöfn. Salurinn verður stólaður upp og verða sæti fyrir 240 manns. Miða- sala er við inngang og er aðgangs- eyrir 3.500 krónur. gbþ „Þetta er verkið sem allir elska“ Rætt við Hilmar Örn organista og kórstjóra á Akranesi ása Einsöngvarar: Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran og Hrólfur Sæmundsson bariton Hljómsveit: Einleiksfiðla og konsertmeistari: Una Sveinbjarnardóttir Harpa: Elísabet Waage Orgel: Steingrímur Þórhallsson Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson Aðgangseyrir 3500 kr. Miðasala við innganginn Samsett mynd af einsöngvurunum Jónu G. Kolbrúnardóttur sópran og Hrólfi Sæmundssyni baritón.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.