Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 202230 Spurning vikunnar Hvenær byrjar þú að undir­ búa jólin? Spurt á Leikskólanum Andabæ á Hvanneyri Aðalheiður Kristjánsdóttir „Á aðventunni.“ Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir „Í fyrsta lagi í nóvember en ég er reyndar búin að kaupa tvær jólagjafir.“ Ástríður Guðmundsdóttir „Í desember.“ Halldóra Harðardóttir „Um hásumar.“ Eydís Smáradóttir „Í desember en ég er búin að kaupa eina jólagjöf.“ Snæfell tók á móti Skallagrími í 16 liða úrslitum VÍS bikars karla í körfuknattleik á sunnudaginn og var leikurinn í Stykkishólmi. Snæ- fell leikur í 2. deild og Skallagrímur í þeirri fyrstu og eru bæði liðin um miðja deild. Jafnt var á með liðunum fyrstu mínúturnar í fyrsta leikhluta en síðan juku gestirnir forskotið smátt og smátt og staðan 15:27 fyrir Skallagrími. Í öðrum leikhluta náði Snæfell að halda í við gestina en náðu ekki að minnka muninn að neinu ráði og staðan í hálfleik 33:49 Skallagrími í vil. Í þriðja leikhluta hittu heima- menn illa, gestirnir gengu á lagið og gerðu nánast út um leikinn. Um miðja vegu var forskot Skallagríms orðið 24 stig og heimamenn ekki líklegir að koma til baka úr þessu. Þegar leikhlutanum lauk var staðan 43:71 fyrir Skallagrími og í fjórða og síðasta leikhlutanum hleyptu gestirnir nágrönnum sínum aldrei nálægt og uppskáru að lokum sann- gjarnan sigur, lokatölur 66:95. Alex Rafn Guðlaugsson var atkvæðamestur hjá Snæfelli með 17 stig og 15 fráköst, Jason Helgi Ragnarsson var með 16 stig og Aron Ingi Hinriksson með 11 stig. Hjá Skallagrími var Keith Jordan Jr. með 23 stig, Björgvin Hafþór Ríkharðsson var með 21 stig og 11 fráköst og þeir Ragnar Magni Sigur jónsson og Adrien Ricketts með 10 stig hvor. vaks Lið Aþenu/Leiknis/UMFK tók á móti liði Snæfells í 1. deild kvenna í körfuknattleik síðasta miðviku- dagskvöld og fór leikurinn fram í Austurbergi í Breiðholti. Það má með sanni segja að liðin hafi ekki beinlínis verið á skotskónum í leiknum því þau voru bæði rétt svo um og yfir tíu stigin nán- ast í öllum fjórum leikhlutunum. Í fyrsta leikhluta skiptust liðin á að ná forskoti, hittnin hjá báðum liðum var slök og staðan 14:12 fyrir heimakonum þegar heyrðist í bjöllunni. Í öðrum leikhluta var þetta á svipuðum nótum, hittnin alls ekki upp á það besta og ansi mikið um tapaða bolta en Snæfell yfir í hálfleik, 22:24. Þrátt fyrir að liðin hafi tekið skotæfingu í hálfleikshléinu þá hjálpaði það ekki mikið þegar út í leikinn var komið og staðan eftir rúmar fimm mínútur, 27:32 Snæ- felli í vil. Minea Takala átti svo síðasta orðið í þriðja leikhluta þegar hún setti niður þrist fyrir gestina og kom þeim í sex stiga forystu, 31:37. Það var því allt útlit fyrir spennandi leik í fjórða leikhluta en svo varð nú aldeilis ekki. Snæfell setti í lás og henti lyklinum því heimakonur skor- uðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútunum og síðan ekki söguna meir. Á sama tíma náði Snæfell að hitta á körfuna af og til en með geysigóðri vörn dugði það alveg hreint til sigurs og lokatölur 33:49 fyrir Snæfelli. Cheah Rael Whitsitt var stiga- hæst hjá Snæfelli með 18 stig og jafnmörg fráköst, Ylenia Maria Bonett var með 16 stig og Minea Takala með 10 stig. Hjá Aþenu/ Leikni/UMFK var Tanja Ósk Brynjarsdóttir með 8 stig, Nerea Brajac með 8 stig og 10 fráköst og Elektra Mjöll Kubrzeniecka með 6 stig. Næsti leikur Snæfells í deildinni er gegn KR miðvikudaginn 9. nóvember á Meistaravöllum og hefst klukkan 19.15. vaks Lið Snæfells úr Stykkishólmi mætti á sunnudaginn liði Breiðabliks sem leikur í efstu deild í 16 liða úrslitum VÍS bikars kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Hólminum. Breiðablik skoraði fyrstu tvö stig leiksins en heimakonur svöruðu með átta stigum í röð og voru alls óhræddar við andstæðing sinn úr Subway deildinni. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 13:7 Snæfelli í vil og þær leiddu með fimm stigum þegar bjallan lét heyra í sér, 20:15. Snæfell byrjaði síðan annan leik- hluta af miklum krafti og munur- inn 16 stig eftir aðeins þriggja mín- útna leik, 33:17. Þá vaknaði Breiða- blik af værum blundi, skoraði tólf stig í röð á fimm mínútna kafla en Snæfell átti síðasta orðið og staðan í hálfleik 36:29 fyrir Snæfelli. Breiðablik náði að minnka mun- inn í eitt stig fljótlega í þriðja leik- hluta en þá gaf Snæfell aftur og enn í með 12:0 áhlaupi og staðan 50:37 eftir rúmar sex mínútur á klukk- unni. Snæfell hélt þeirri stöðu nán- ast út leikhlutann og var með tíu stiga forystu fyrir fjórða og síðasta leikhluta, 52:42. Þær náðu síðan 14 stiga forystu áður en Breiða- blik svaraði fyrir sig með ell- efu stigum í röð og aðeins þriggja stiga munur þegar tæpar þrjár mín- útur voru eftir af leiknum. Breiða- blik náði síðan að minnka muninn í tvö stig átta sekúndum fyrir leiks- lok en Dagný Inga Magnúsdóttir var hetja liðsins þegar hún hitti úr öðru vítaskoti sínu og stal síðan boltanum af leikmanni Breiðabliks undir lok leiksins, lokatölur 68:65 Snæfelli í vil. Snæfellskonur eru því komnar í 8 liða úrslit í VÍS bik- arnum og náðu að hefna fyrir tapið í undanúrslitum bikarsins í mars á þessu ári þegar þær töpuðu fyrir Breiðablik 55:89. Cheah Rael Whitsitt var stiga- hæst hjá Snæfelli með 15 stig og 22 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir var með 12 stig og þær Dagný Inga, Preslava Koleva og Minea Takala voru með 10 stig hver. Hjá Breiða- blik var Sanja Orozovic með 26 stig og 15 fráköst, Anna Soffía Lár- usdóttir með 13 stig og Þórdís Jóna Kristjánsdóttir með 11 stig. vaks Skallagrímur hafði betur gegn Snæfelli í VÍS bikarnum Keith Jordan Jr. var með 23 stig á móti Snæfelli. Ljósm. glh Snæfell sló Breiðablik út úr VÍS bikar kvenna Snæfellskonur fagna sigrinum á móti Breiðablik. Ljósm. af FB síðu Snæfells Snæfell með sjötta sigurinn í röð Snæfellskonur hafa efni á því að brosa þessa dagana. Ljósm. sá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.