Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 202212 Öll börn í elstu árgöngum leik- skólanna í Borgarbyggð fengu síðastliðinn mánudag, með sam- hentu átaki allra leikskólanna, tækifæri til að sjá og taka þátt í draumkenndu sýningunni Bárur. Sýningin er hluti af Óperu- dögum 2022. Fyrri sýningin fór fram í hlýlegum sal á Hnoðrabóli á Kleppjárnsreykjum og þangað komu börn frá Andabæ og Hraun- borg. Seinni sýningin var haldin í nýuppgerðu Óðali í Borgarnesi og þangað komu börn frá Kletta- borg og Uglukletti. Börnin stóðu sig með mikilli prýði, voru opin, glöð og þátttökufús, segir í frétt á heimasíðu Borgarbyggðar. Niður sjávar og vatns er aðal þema þessa verks en norræn goða- fræði svífur einnig yfir vötnum. Sagan var sögð af tónskáldinu, Svöfu Þórhallsdóttur, sem söng og stýrði þátttöku barnanna. Hún leiddi börnin í ævintýraheim og notaði viðburði í sögunni til að skapa aðstæður þar sem börnin fengu að taka þátt. Með Svöfu komu fram Eyjólfur Eyjólfsson sem lék á langspil, Julie Holmegaard Schade sem lék á harmonikku og Julius Ditlevsen flautuleikari. vaks Í byrjun vikunnar var unnið við að lesta brotamálm frá Málmu um borð í Nordford í Akraneshöfn. Alls munu þetta verða um 2.300 tonn sem fara til endurvinnslu í Belgíu. Í þessum farmi verða m.a. bílhræin sem urðu brunanum að bráð á endurvinnslusvæðinu við Höfðasel í vikunni sem leið. mm/ Ljósm. gsv Reynir Hauksson, flamenco gítar- leikari, heldur tónleika á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi föstu- daginn 4. nóvember kl. 21. Reynir heldur tónleikana ásamt Jeronimo Maya gítarleikara, Einari Scheving trommuleikara, Daniel Caballero dansara og Miguel Jimenez söngv- ara. „Við erum flamenco hljómsveit sem samanstendur af Íslendingum og Spánverjum. Þetta eru strákar sem ég kynntist úti á Spáni en ég átti heima þar í mörg ár. Þeir eru að koma til Íslands í annað skiptið núna,“ segir Reynir í samtali við Skessuhorns. Hafði aldrei séð jafn magnaðan gítarleik Hljómsveitin hefur áður haldið sýningu á Hvanneyri. „Ég kynn- ist gítarleikaranum í Granada þar sem ég átti fyrst heima á Spáni, hann er búsettur í Madrid en kom til Granada til að spila. Ég sá hann spila á tónleikum og hafði aldrei séð eins magnaðan gítarleik. Við urðum góðir vinir og fórum að spila reglulega saman þegar hann kom til Granada. Svo flutti ég til Madrid í fyrra og við spilum enn meira saman núna. Ég kynnist svo söngvaranum og dansaranum í gegnum hann. Þeir komu allir til Íslands í júní til að spila, þá héldum við flamenco sýningar í Reykjavík og á Hvanneyri og bjuggum okkur bara til tilefni,“ segir Reynir. Lærir ekki flamenco í skóla Reynir segir mikla kúnst að ná góðu valdi á flamenco tónlist. „Ég flutti fyrst til Spánar árið 2016 til að stúdera flamenco en ef maður vill læra flamenco verður maður að fara til Spánar til að upplifa þetta með fólki sem lifist og hrærist í þessu. Það er svolítið öðruvísi snið á fla- menco námi en það er minna um skóla og meira þannig að þú finnur bara gítarleikara til að kenna þér. Það er mikilvægt hvernig maður spilar, ekki bara hvað maður spilar. Maður þarf að læra réttu hand- tökin en svo er líka ákveðin ásetn- ingur í túlkuninni sem gerir fla- menco tónlist alvöru. Þetta er eins og sér hreimur á tungumáli, ef þú lærir þetta ekki af Spánverjunum þá hljómar þú eins og útlendingur en það er mikill og þykkur karakter í flamenco og hann verður að koma fram.“ Búa til íslenskt flamenco Hljómsveitin hefur útsett þekkt íslensk lög í flamenco stíl. „Þetta eru í raun tónleikar og sýn- ing. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt prógram, við tökum hefðbundna flamenco dansa og svo spilum við eigin tónsmíðar, sem ég og gítarleikarinn höfum samið saman. Við fáum svo alveg nýjan vinkil þegar við blöndum saman íslenskum lögum við flamenco, spilum sem sagt íslensk lög í fla- menco stíl, það alveg svínvirkar. Flamenco er í raun regnhlífar- hugtak yfir marga tónlistarstíla sem eiga uppruna í Andalúsíu á Suður-Spáni. Við erum svo að bæta inn nýjum stíl, íslensku fla- menco. Við notum íslensk þjóð- og dægurlög, svona sönglög sem við þekkjum. Við tókum t.d. upp okkar útgáfu af Vísum Vatnsenda- -Rósu og gerðum tónlistarmynd- band við það í vor. Þetta er vel heppnað prógram hjá okkur og tónlistarmennirnir sem ég spila með eru þeir allra færustu í brans- anum. Þannig það er gaman að þeir vilji koma til Íslands og spila með Íslendingi.“ Reynir hljómar óviss þegar hann er spurður hvort hann sé fluttur heim til Íslands. „Ég kom til Íslands í júní og er a.m.k. ennþá ófarinn, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Spánn er ekkert búið dæmi hjá mér, alls ekki en ég var farin að sakna þess að vera meira á Íslandi. Það voru líka farin að safnast upp fullt af tónlistarverkefnum sem ég þurfti að sinna hér heima. Þannig ég verð hér allavega út árið,“ segir Reynir að lokum. sþ/ Ljósm. Kolla Jóns. Stáli og brunnum bílhræjum skipað út Barnaóperusýning fyrir leikskólabörn í Borgarbyggð Julius, Svafa, Julie og Eyjólfur. Ljósm. borgarbyggd.is Þykkur karakter í flamenco tónlist Þessir fimm knáu flamenco tónlistarmenn halda sýningu og tónleika á Gamla Kaupfélaginu á föstudaginn. Flamenco gítarleikararnir Reynir Hauksson og Jeronimo Maya en þeir kynntust í Granada á Spáni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.