Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 20228 Tóku í hurðarhúna AKRANES: Rétt eftir mið- nætti síðasta miðvikudag var hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt um tvo menn sem voru að taka í hurðarhúna á húsum og bílum á Vestur- götu í grennd við Skóla- braut. Klæddust þeir kump- ánar köflóttum jakka og svartri úlpu og fór lögreglan á staðinn en fann enga sem pössuðu við lýsinguna. -vaks Berja í rúður AKRANES: Undanfarið hefur talsvert verið um það að krakkar séu að gera bjölluat í húsum, banka á hurðir og hlaupa í burtu. Þá hefur verið kvartað til lög- reglu um að hópur unglinga sé að berja í rúður og valda ónæði á kvöldin með tilheyr- andi hávaða. -vaks Gat uppgöt­ vaðist á sjókví í Tálknafirði VESTF: Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi síðastliðinn laugardag um gat á nótarpoka einnar sjó- kvíar Arnarlax við Laugar- dal í Tálknafirði. Gatið upp- götvaðist við reglubundið eftirlit og er viðgerð lokið. „Samkvæmt upplýsingum Arnarlax var gatið um 14 cm rifa á 9 m dýpi. Í þessari til- teknu kví voru 99.025 laxa- seiði sem sett voru í kvínna 17. október sl. og voru þau við útsetningu með meðal- þyngd 105,6 gr. Neðan- sjávareftirlit var áður fram- kvæmt 16. október sl. og var nótarpoki þá heill. Mat- vælastofnun hefur fyrir- skipað köfun í allar kvíar á eldissvæðinu sem um ræðir til að tryggja að ekki séu fleiri göt á öðrum kvíum og gengið úr skugga um að við- bragðsáætlunum hafi verið fylgt. Matvælastofnun hefur atvikið til meðferðar. Arnar- lax hefur lagt út net í sam- ráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningu frá MAST. -mm/ Ljósm. Vestfjarðastofa Komin stað­ setning á grenndarstöðvar AKRANES: Á fundi Skipulags- og umhverfis- ráðs síðasta mánudag sam- þykkti ráðið staðsetningu grenndarstöðva á Akranesi. Þær verða við Vesturgötu 27, Dalbraut 1, bílastæði við Jörundarholt og í fram- haldinu verður horft til fleiri staðsetninga. Horft verði til úrgangsflokka sem innihalda málma, gler, pappír, plast og textíl. -vaks Aflatölur fyrir Vesturland 22. – 28. október Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 35.095 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 27.948 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 101.148 kg. Mestur afli: Særif SH: 54.703 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður: 10 bátar. Heildarlöndun: 687.712 kg. Mestur afli: Viðey RE: 210.495 kg í tveimur löndunum. Ólafsvík: 11 bátur. Heildarlöndun: 162.235 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvars SH: 39.993 kg í tveimur róðrum. Rif: 15 bátar. Heildarlöndun: 496.946 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 99.133 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 13.568 kg. Mestur afli: Bára SH: 9.610 kg í þremur löndunum. 1. Viðey RE – GRU: 130.644 kg. 23. október. 2. Valdimar GK – GRU: 106.075. kg. 24. október. 3. Tjaldur SH – RIF: 99.133. október. 4. Örvar SH – RIF: 95.326. kg. 25. október. 5. Rifsnes SH – RIF: 80.956. kg. 23. október. -sþ Borgnesingurinn Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og loftslags- ráðherra tilkynnti á fundi í Val- höll í hádeginu á sunnudaginn að hann hyggist bjóða sig fram til for- manns Sjálfstæðisflokksins á lands- fundi flokksins um næstu helgi. Þar með leggur hann allt undir, ef svo má segja, um pólitíska framtíð sína. Fram til þessa hafði einungis Bjarni Benediktsson sitjandi for- maður lýst yfir framboði. Í viðtali í umræðuþættinum Silfrinu í Ríkis- sjónvarpinu fyrr um daginn kvaðst Guðlaugur Þór hafa áhyggjur af þeirri vegferð sem Sjálfstæðis- flokkurinn væri í. Meðal annars vildi hann tala með beinni hætti til hins almenna flokksmanns og fólksins í landinu, en gert hefur verið. Í kjölfar þeirra ummæla mætti hann vígreifur á fund í Val- höll við Háaleitisbraut og tilkynnti ákvörðun sína. Bjarni Benediktsson, sitj- andi formaður Sjálfstæðisflokks- ins hefur frá árinu 2009 gegnt embættinu. Bjarni sagði í við- tali við fjölmiðla sama dag að ef Guðlaugur Þór hefði betur í for- mannskjörinu um næstu helgi myndi hann sjálfur hætta þátttöku í stjórnmálum. mm Samkvæmt ákvörðun umhverfis- ráðuneytisins hófst rjúpnaveiði- tímabilið í gær, 1. nóvember. Á þessari vertíð verður veiðin leyfð frá 1. nóvember - 4. desember. Heimilt er að veiða rjúpu frá og með föstudegi til og með þriðju- dags, frá klukkan 12 þá daga sem veiði er heimil og skal veiði ein- göngu standa yfir á meðan að birtu nýtur. Ítrekað er að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra. Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26 þúsund fuglar, en stærð rjúpnastofnsins hefur dreg- ist saman síðustu ár. Biðlar ráðu- neytið til veiðimanna að gæta hóf- semi í veiðum í ljósi viðkomubrests á Norðausturlandi og Vestur landi, en slæmt tíðarfar í vor og sumar er líklegasta skýringin á viðkomu- brestinum. Þá hvetur ráðuneytið veiðimenn til þess að flykkjast ekki á Norðausturlandið til veiða og eru veiðimenn á því svæði hvattir sér- staklega til að sýna hófsemi. Ráðu- neytið hvetur veiðimenn til að kynna sér takmarkanir á veiðum á friðlýstum svæðum og eru þeir hvattir til góðrar umgengi um nátt- úru landsins. Loks ber að hvetja veiðimenn til að búa sig rétt út til veiða, hvað fatnað og öryggisbúnað varðar, láta vita af ferðaáætlun sinni og kanna vel veðurspár áður en haldið er á fjöll. mm Guðlaugur Þór í formannsslag Guðlaugur Þór afhendir hér Ómari Ragnarssyni náttúruviðurkenningu Sigríðar í Brattholti 16. september sl. Ljósm. Stjórnarráðið. Á fund bæjarráðs Akraneskaup- staðar 27. október sl. mættu stjórn- endur Fjöliðjunnar, Guðmundur Páll Jónsson og Árni Jón Harðar- son, undir þeim dagskrárlið þar sem málefni Búkollu og Fjöliðj- unnar voru til umræðu. Gerðu þeir grein fyrir rýmisþörf Búkollu nytja- markaðar og móttöku fyrir einnota umbúðir fram að þeim tíma sem varanleg húsnæðislausn fyrir þessa þjónustu liggur fyrir. Velferðar- og mannréttindaráð hafði lagt áherslu á að lausn finnist á húsnæðismálum Búkollu og mót- töku einnota umbúða sem fyrst. Rýmisþörf sem þarf að tryggja er 350 fermetrar fyrir Búkollu og 140 fermetra fyrir móttöku einnota umbúða. Í afgreiðslu bæjar ráðs segir að til skoðunar hafi verið hentugt rými fyrir starfsemina og þá meðal annars verið haft til hliðsjónar sú rýmisþörf sem gerð hefur verið grein fyrir af stjórn- endum Fjöliðjunnar. „Reynt er eftir fremsta megni að niðurstaða fáist sem fyrst enda gera allir hlut- aðeigandi sér grein fyrir að núver- andi staða er óviðunandi,“ segir í bókun bæjarráðs. vaks Þarfagreining Búkollu og dósamóttöku Svipmynd úr safni Skessuhorns meðan Búkolla nytjamarkaður var enn við Vestur- götu 62. Húsinu var lokað í maí á þessu ári vegna rakavandamála. Rjúpnaveiðin hafin

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.