Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 202216 Frá bænum Einarsnesi í Borgar- firði kemur stór systkinahópur en öll búa þau yfir náðargáfu tónlist- arinnar. Soffía Björg Óðinsdóttir er ein þessara átta systkina en hún starfar í dag sem tónlistarkona. Soffía hefur komið fram á tónlist- arhátíðum víða um heim og gefið út mikið af eigin efni. Nýverið samdi hún einnig tónlist fyrir leik- sýningu. Blaðamaður hitti Soffíu Björg yfir kaffibolla á Kaffi Kyrrð í Borgarnesi og í notalegu and- rúmslofti kaffihússins var forvitn- ast um vegferð hennar í tónlistinni. „Ég er rosalega mikið náttúrubarn en ég bý í Einarsnesi hjá foreldrum mínum til að vinna að tónlistinni. Ég á sjö systkini en aðeins sex á lífi. Við höfum öll eitthvað verið í tónlist en misjafnt hversu mikið kannski,“ segir Soffía en bróðir hennar, Jón, féll fyrir eigin hendi fyrir nokkrum árum. Hann var fær gítarleikari og kenndi Soffíu á gítar þegar hún var 25 ára. Gítarinn fylgir Soffíu nú í hverri framkomu. Fannst röddin passa í blús Soffía byrjaði seint að syngja en hún var um tvítugt þegar hún fór að læra söng. Hún tók nokkur ár í að finna í hvernig tónlist röddin ætti heima. „Ég var svolítið stressaður krakki og var frekar mikið inn í mér sem barn. Ég man t.d. eftir augnabliki í menntaskóla þar sem ég horfði á krakka keppa í söngkeppni en ég sat úti í sal með hjartað í buxunum fyrir þeirra hönd og ég þekkti jafn- vel ekki krakkana. Þannig að það var stór stund í mínu lífi þegar ég byrja svo í söngnámi 19 ára. Þá fer ég í Söngskólann í Reykjavík undir leiðsögn Dagrúnar Hjartardóttur í klassísku söngnámi. Þar var ég í eitt og hálft ár en ég fann að þetta var ekki mín leið, ég var alltaf að reyna of mikið með röddinni og reyna að senda hana eitthvert sem hún átti ekki að fara. Mér leið bara ekki vel með það þannig að ég skipti og fór yfir í FÍH. Þar fílaði ég mig í blús stílnum, röddin mín lá vel þar. Mér fannst ekkert æðislegt samt að syngja jazz því ég var alltaf að flýta mér svo mikið. Ég var bara ennþá svo stressuð og gat þess vegna ekki notið mín í því að vera svona afslöppuð jazz-díva,“ segir Soffía um vegferð sína út í tónlistina. Fékk gítar í jólagjöf Boltinn fór svo að rúlla hjá Soffíu og tækifærin byrjuðu að birtast í tónlistarbransanum. Hún spilaði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwa- ves aðeins nokkrum mánuðum eftir að hún byrjaði að læra á gítar. „Ég fékk svo gítar í jólagjöf 2010 en ég fann alltaf að mig vantaði hljóðfæri. Ég nennti ekki píanói, ég hafði lært á það í svona korter sem krakki og fílaði það ekki af því ég kunni ekki að lesa nótur, mér fannst það erfitt og finnst það ennþá erfitt í dag. Jón bróðir minn heitinn kenndi mér fyrstu vinnukonugripin og eftir það byrjuðu lögin bara að flæða út úr mér. Þetta var fyrsta tólið sem gaf mér leyfi til að tjá mig hindrunar- laust. Það opnaðist bara á einhverja flóðgátt, þarna var ég orðin 25 ára. Árið eftir spilaði ég mitt fyrsta gigg á Rosenberg, eftir það fór ég að spila með hópi kvenna sem hét Trúbbat- rixur, við fórum nokkrar saman að ferðast aðeins og spila, t.d. á Höfn. Svo nokkrum mánuðum seinna spilaði ég á Airwaves, þá bara búin að spila á gítar í nokkra mánuði en það var svona mitt start,“ segir Soffía Björg. Lagasmíðar gripu áhugann Soffía útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands 2014 en þar lærði hún klassískar tónsmíðar. „Ég hætti svo í FÍH. Þetta var á sama tíma og Jón bróðir deyr, það var bæði það og þarna var ég komin í snertingu við lagasmíðar. Ég hef alltaf til- einkað mér það hugarfar að ef eitt- hvað kveikir áhuga minn og annað ekki eins mikið þá má það seinna bara eiga sig. Þannig að ég byrja þarna í klassískum tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Það var svo- lítið magnaður tími. Ég sæki um og kemst inn með því að senda ein- hver mjög einföld demó þar sem ég hafði bara verið að glamra heima á gítarinn. Ég fæ alveg frábæran kennara, Tryggva M. Baldursson, hann er alveg í klassísku tónlistinni og ég algjörlega í hina áttina. Við þurftum þess vegna að finna ein- hvern sameiginlegan grundvöll til að hittast og það varð tónskáldið Ennio Morricone. Við unnum út frá honum því ég elska allt skrítið, hans tónheimur er svona „spaghetti vestra“ sem ég elska. Enda, eins og þú sérð þá er ég kúreki. Það sagði einhver við mig að ég hefði verið kúreki í fyrra lífi, þess vegna klæði ég mig svona,“ segir Soffía og baðar út höndum í kögurjakkanum sínum. „En ég var svo mikill fólkpoppari og átti rosalega erfitt með að fara eftir reglum í fræðitímunum. Ég var oft skömmuð fyrir það en mér fannst bara miklu fallegra að gera eitthvað annað. Ég upplifi mig sem algjöran tossa þarna í tvö ár af því að ég á erfitt með að lesa nótur og mér finnst hljómfræði ekki skemmti- leg. Ég held að uppáhalds áfanginn minn hafi verið valáfangi sem hét Gagnrýnin hlustun. Í þeim áfanga átti maður að setja spurningu við allt, í staðinn fyrir að láta mata sig á einhverri fræði. En Listahá- skólinn er að ala upp sjálfstætt lista- fólk með sjálfstæða hugsun, maður þarf að vita hverjar reglurnar eru en líka læra að brjóta þær og fara út fyrir kassann. Lokaverkefnið mitt var svo að útsetja lög eftir sjálfa mig. Ég var með strengjakvartett, trommur, bassa, gítar, píanó, tré- blásturshljóðfæri og svo söng ég. Þetta var grunnurinn að því sem ég geri svo í minni tónlist í dag.“ Tónlistarútgáfan Soffía hefur spilað tónlist sína víða og m.a. komið fram í Hollandi, Los Angeles og Póllandi. „Ég gaf út mína fyrstu sólóplötu 2017 en fyrir þann tíma hafði ég spilað með svona bluegrass hljómsveit og gefið út tvær plötur með þeirri hljómsveit. Sóló ferillinn fer af stað fyrir alvöru þegar ég gef út fyrstu plötuna mína og það gekk bara rosalega vel. Ég fékk mikla athygli hér heima og frá erlendum miðlum og var með frábært band með mér. Það var breskur pródúsent sem gerði plötuna, þannig að þetta var alveg stórt verkefni og mikið lagt í þetta. Svo í millitíðinni á milli minna tveggja platna fór ég svolítið í það að hafa það þægilegt og taka bara að mér gigg sem mér voru rétt. Í staðinn fyrir að ég væri að skapa mér tækifæri og búa til mína stefnu þá var ég bara í flæði að njóta. Svo kom Covid og ég átta mig á því að ég er ekki á þeim stað sem ég vil vera á. Þó ég sé búin að spila alls- konar gigg hér heima og erlendis. Ég var þarna nýkomin t.d. frá Sviss þar sem ég spilaði á frábærri tón- listarhátíð. Ég fattaði að ég var ekki að gera það sem ég átti að vera að gera. Ég á bara að vera að semja og skapa, bara alltaf. Það var svo það sem ég gerði í Covid. Ég sagði þarna upp hlutastarfinu mínu sem var kennsla hérna í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Ég kenndi söng og vildi allt fyrir þessa krakka gera því ég sá sjálfa mig í hverjum og einum, þannig að ég setti allt mitt púður í kennsluna í stað þess að semja og skapa,“ segir Soffía hlæjandi. „Ég fór í algjört hýði í 18 mánuði á meðan ég vann að plötunni en ég kenndi sjálfri mér að spila á píanó á þessum tíma og er platan mest öll samin á píanó,“ segir Soffía en hún sá um alla tónlistargerð sjálf á plötunni sem fékk nafnið The Company You Keep. Tónlistin er sagnaform Soffía leggur mikið upp úr góðum textum. „Innblásturinn í tónlistinni er í rauninni eitthvað sem hreyfir við mér. Oft er það eitthvað sem maður þarf að vinna úr eins og gömul sambönd, missir eða ástar- sorg. Stundum sem ég pepplag til sjálfs míns ef ég þarf á því að halda. Svo eru lög eins og Play the game sem er á síðustu plötunni minni, það er ekki um mig, það er um allt sem er í ólagi í heiminum en ég samdi það í Covid,“ segir Soffía og hlær. „Þá fór ég að hugsa út í það hvað margt væri í ólagi í heiminum og hvað margt í lífinu er óréttlátt eða skrítið. Yfirleitt hugsa ég um tónlistina sem skemmtilegt sagna- form. Ég kann svo vel að meta góða texta, sögur með flottum setn- ingum og vel völdum orðum. Eins og Nick Cave og Joni Mitchell, þau mála bara einhverja ævintýralega mynd og þú kemst inn í hana um hæl,“ segir Soffía upprifin. Ef ég get gert þetta, þá get ég gert allt Soffía hefur samið lög við texta frá öðrum en hún semur sjálf mest á ensku. „Ég veit ekki af hverju, enskan kallar bara meira á mig en ég nota samt líka íslenskuna. Ég hef líka samið nokkur lög við texta frá öðrum. Heyholt er til dæmis lag sem ég samdi fyrir Hallmar Sig- urðsson við ljóð hans. Hann var eiginmaður frænku minnar og dó úr krabbameini fyrir nokkrum árum. Hann var mikill listamaður, þegar hann var orðinn veikur sýnir hann mér ljóðabrot og spyr hvort ég hefði áhuga á að semja tón- „Tónlistin er alltaf í fyrsta sæti“ Tónlistarkonan Soffía Björg byrjaði að syngja um tvítugt en hefur nú skapað sér nafn víða í tónlistarheiminum Soffía Björg Óðinsdóttir lærði tónsmíðar í Listaháskóla Íslands og er sjáflærð á píanó og gítar. Ljósm. sþ. Soffía Björg að semja í sveitinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.