Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2022 17 list við það en ég sé að hann er að kveðja með þessu ljóði. Þetta var erfitt en lagið kom bara strax, svo unnum við þetta saman og kláruðum þetta. Við vorum rosa- lega ánægð með lagið, ég söng það í jarðaförinni hans og hugsaði að ef ég gæti gert þetta þá gæti ég gert allt. Núna er ég svo með eitt verk- efni í smíðum þar sem ég er búin að semja lag við texta eftir íslenskan aðila. Ég er núna í stúdíói að taka það upp en það verður það næsta sem ég mun gefa út.“ Leyfir sér að gera mistök Blaðamaður rifjar upp augnablik á tónleikum í Reykholtskirkju í Borgarfirði þar sem Soffía söng lagið Þeir vaka yfir þér. Karlakór- inn Söngbræður var í salnum og söng einnig á tónleikunum en í rólyndri hvatvísi fær Soffía kór- inn til að standa upp á meðan hún flytur lag sitt sem hún tileinkaði Jóni, bróður sínum heitnum. Hún kenndi karlakórnum bakraddir lagsins á meðan áhorfendur fylgd- ust með og úr varð eftirminnilegur flutningur Soffíu og Söngbræðra. „Mér fannst bara ekki annað koma til greina, það var karlakór á staðnum. Ég þekki náttúrulega Viðar, kórstjóra Söngbræðra, og ég spurði hann hvort ég mætti stela kórnum af honum í smá stund. Hann sagði bara já við því. Ég man tilfinninguna þegar þeir byrjuðu að syngja með, ég lyftist öll upp. Mér finnst mjög gaman að vera svolítið hvatvís og ekki plana of mikið. Það er gott að vera kannski með einhvern strúktúr, a.m.k. laga- lista,“ segir Soffía og hlær. „En það sem gerist, gerist. Þá verður hvert augnablik lifandi og maður nær fólki meira með sér. Ég verð auðvitað stundum stressuð, það verða allir stressaðir en það kemur kannski fram á mismunandi hátt. Ég tek sjálfa mig ekki alvarlega og leyfi mér að gera mistök. Ég leyfi mér að gera ranga hljóma og nótur en ég held bara áfram og leyfi því ekki að skilgreina framkomuna. Ég hef ekki áhuga á því að vera full- komin eða ýta undir einhverja full- komnun í flutningi, hvað sem það svo er. Fullkomnun er ekki til. Mig langar að hafa gaman af þessu og njóta. Þú sérð alveg þegar ein- hver er á sviði og er ekki að njóta þess, þá nýtur þú flutningsins ekki eins vel heldur sem áhorfandi. En ef einhverjum er skítsama, blaðrar einhverja vitleysu og heldur bara áfram án þess að ritskoða sig, þá hrífast áhorfendurnir með. Ég kann að meta svoleiðis fólk,“ segir Soffía. Samdi tónlist fyrir leikhús Soffía hefur brugðið sér í ýmis störf meðfram tónlistarferlinum, m.a. hefur hún unnið sem þjónn, í gagnavinnslu hjá lyfjarann- sóknastofu, sem leiðsögumaður og tónlistarkennari. Í dag ein- beitir hún sér þó alfarið að tón- listinni. Nýjasta verkefni hennar er þó í leikhússheiminum. „Ég er nýkomin úr bilaðri törn þar sem ég var að semja tónlist fyrir leik- hús. Þetta er barnaleikrit sem heitir Tindátarnir fyrir Kómed- íuleikhúsið á Þingeyri sem er svona skuggaleikhús með skugga- brúðum. Þetta var svolítið kapp við tímann en ég er með sam- starfsmann hérna uppi í sveit sem heitir Jakob Grétar Sigurðsson frá Varmalæk og við tókum efnið upp þar. Við vorum oft að vinna til klukkan tvö eða þrjú á nóttunni undir lokin en þetta hófst og þau eru byrjuð að sýna þetta út um allt land núna, m.a. í grunnskólum. Svo verður sýning í Gaflaraleik- húsinu núna 12. og 19. nóvem- ber. Það verður líka sýning 1. nóv- ember á Bókasafninu á Akranesi [í gær, innsk blm.]. Þetta er ótrúlega falleg sýning en hún fjallar um stríð og einræðisherra, ég bjóst ekki við hvað þetta myndi ríma vel við heimsmyndina í dag þegar ég tók verkefnið að mér fyrir ári síðan. Sagan er eftir samnefnda bók eftir Stein Steinarr. Ég fékk 30 erindi sem ég var beðin um að semja tón- list við og það var ákveðin áskorun. Ég skipti þessu upp í senur til að skapa mismunandi stemningu og hafði handrit frá leikhúsinu til við- miðunar en ég er eiginlega líka sögumaður, þannig að ég syng og tala. Ég var farin að leika þetta alveg út eftir hvatningu og leið- sögn frá Þóri Tulinius leikstjóra og þurfti að fara mjög langt út fyrir minn þægindaramma til að skila verkefninu vel af mér. Eftir þetta fannst mér þetta svo ekkert mál og bara ótrúlega skemmtilegt,“ segir Soffía um nýuppgötvaða leiklist- arhæfileika. Tónleikar og plötuútgáfa framundan Ýmislegt er þó framundan hjá Soffíu en hún stefnir nú á að byrja að vinna í næstu plötu. „Svo er meira framundan eins og tón- leikarnir mínir á Landnámssetr- inu 11. nóvember en ég held ég hafi ekki sungið hérna opinber- lega í Borgarfirðinum síðan árið 2017 eða 2018. Það er öðruvísi að koma fram í heimabyggð, maður þekkir flest andlitin og það er alltaf gaman. Núna er ég að fara að halda tónleika í arinstofunni á Landnámssetrinu 11. nóvember þar sem ég ætla að setja píanó út á mitt gólf og raða fólkinu einhvern veginn í kringum mig. Vera bara eins og ég er, ég er aldrei með ein- hver formlegheit, það kemur bara eitthvað og yfirleitt eftir tónleik- ana man ég ekki einu sinni hvað ég sagði. Það er bara gaman að fara í eitthvað flæði og fá góða orku í salinn. Svo er náttúrulega nýtt lag að fara að koma út og eftir það dembi ég mér bara í næstu plötu. Það er ekkert annað í boði fyrir mig en að vera í þessu. Ég vakna á morgnana og er bara spennt að byrja að vinna í tónlistinni minni, þetta drífur mig áfram og ég hef metnað fyrir þessu. Það sem ég hef metnað fyrir hefur alltaf forgang. Þess vegna er ég einhleyp og bý uppi í sveit,“ segir Soffía hlæjandi að lokum. sþ/ Ljósm. aðsendar Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is BÓKAÚRVALIÐ er hjá okkur AUSTURVEGI 22 Opið mán.–lau. 12–18 ÁRMÚLA 42 Opið mán.–fös. 11–18 lau. 11–16 Fríða Dís, Pétur Ben, Soffía Björg og Krummi við upptökur á Sumarlandanum í hljóðveri RÚV. Soffía Björg hitaði upp fyrir Lights on the Highway í Aurora Basecamp fyrir ári síðan. SK ES SU H O R N 2 02 2 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2022 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 10. nóvember Föstudaginn 11. nóvember Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.