Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 02.11.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2022 31 Afturelding úr Mosfellsbæ sem leikur í Lengjudeildinni hefur samið við Bjart Bjarma Barkarson til næstu tveggja ára en hann kemur til félagsins frá Víkingi Ólafsvík. Bjartur Bjarmi er tvítugur en hann hefur á ferlinum bæði leikið sem kant- og miðjumaður. Í sumar var Bjartur Bjarmi fyrirliði hjá Víkingi Ólafsvík þar sem hann skoraði átta mörk í sextán leikjum í 2. deildinni. Þrátt fyrir ungan aldur á Bjartur einnig að baki 47 leiki í næstefstu deild með Ólafsvíkingum sem og einn leik í efstu deild. Þá á Bjartur fimm leiki að baki með yngri lands- liðum Íslands. „Mér líst mjög vel á verkefnið og þetta verður spennandi sumar,“ sagði Bjartur eftir undirskriftina, á FB síðu Aftureldingar. „Það sem hefur alltaf heillað mig við Aftur- eldingu er hvað þeir spila vel, halda í boltann og taka völdin í leikjum.“ vaks Knattspyrnufélag ÍA hélt lokahóf sitt síðasta laugardag þar sem leik- mönnum félagsins í meistaraflokki karla og kvenna voru veitt verð- laun fyrir tímabilið. Í meistara- flokki kvenna var Bryndís Rún Þór- ólfsdóttir valin besti leikmaður- inn og Sunna Rún Sigurðardóttir valin efnilegust. Karlamegin var Eyþór Aron Wöhler valinn bestur og Haukur Andri Haraldsson efni- legastur. vaks/ Samsett mynd kfia. Fjölnir og ÍA mættust á föstu- dagskvöldið í 1. deild karla í körfuknattleik og var viðureignin í Dalhúsum í Grafarvogi. Skaga- menn byrjuðu af miklum krafti í leiknum og voru komnir í tólf stiga forystu eftir rúmar fimm mínútur í fyrsta leikhluta, 6:18. Fjölnismenn komu síðan aðeins til baka í seinni hlutanum og minnkuðu muninn í sex stig, staðan 16:22 fyrir ÍA. Um miðjan annan leikhluta hafði Fjölnir náð að minnka muninn í tvö stig, 34:36, og þannig hélst staðan nánast fram að hálfleik, staðan 41:43 ÍA í vil. Eftir þriggja mínútna leik í þriðja leikhluta tóku heimamenn öll völd og skoruðu tólf stig í röð gegn engu stigi gestanna á aðeins rúmum tveimur mínútum og staðan allt í einu 57:51 fyrir Fjölni. Skaga- menn voru þó snöggir til að jafna leikinn og staðan hnífjöfn fyrir síð- asta leikhlutann, 65:65. Baráttan hélt áfram í fjórða leikhluta, jafnt nánast á öllum tölum en Skaga- menn þó með undirtökin og héldu heimamönnum alltaf aðeins frá sér. Þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum hafði ÍA fjögurra stiga forskot, 81:85, en Fjölnis- menn skoruðu næstu fjögur stig og jafnt þegar Skagamenn tóku leik- hlé og aðeins fimmtán sekúndur eftir á klukkunni. Gabriel Ader- steg var síðan hetja Skagamanna þegar hann setti niður þriggja stiga skot á síðustu andartökum leiksins með flautukörfu og tryggði þeim glæstan sigur, lokastaðan 85:88 fyrir ÍA og þriðji sigur þeirra í deildinni staðreynd. ÍA er nú í 4. til 7. sæti í deildinni með sex stig eftir sex umferðir ásamt Ármanni, Sel- fossi og Skallagrími. Lucien Thomas Christofis var atkvæðamestur hjá ÍA með 30 stig, Gabriel Adersteg var með 19 stig og 10 fráköst og Davíð Alexander Magnússon með 16 stig. Hjá Fjölni var Kendall Scott með 21 stig og 12 fráköst, Hilmir Arnarson með 19 stig og Karl Ísak Birgisson með 14 stig og 10 fráköst. Næsti leikur Skagamanna er á móti Hrunamönnum næsta föstu- dag á Akranesi og hefst leikurinn klukkan 19.15. Það varð ljóst um miðjan laugardag að Skagamenn voru fallnir úr Bestu deildinni í knattspyrnu og leika á næsta ári í Lengjudeildinni eftir að hafa unnið sigur á FH í Kaplakrika í Hafnarfirði. ÍA hefur síðustu fjögur ár leikið í efstu deild en þurfa nú að sætta sig við fall. Í viðtali eftir leik sagði Jón Þór Hauksson þjálf- ari Skagamanna að framtíðin væri björt, nú yrði mikil ábyrgð lögð á þessa stráka og gríðarleg vinna framundan. „Nú verður skoðuð saga félagsins, þetta er ákveðið mynstur sem er að endurtaka sig og þá er bara að byrja þessa vinnu.“ En þá að leiknum. Fyrri hálfleikur- inn var mjög jafn og fyrsta alvöru færi leiksins kom eftir rúman korters leik þegar FH-ingurinn Úlfur Ágúst Björnsson fékk dauða- færi í teignum en skot hans fór rétt framhjá. ÍA fékk skyndisókn á 40. mínútu þegar Gísli Laxdal Unnarsson fékk boltann í teignum og kláraði snyrtilega færið fram- hjá markmanni FH. Jöfnunar- mark heimamanna kom síðan rétt fyrir hálfleik þegar Oliver Heiðars- son átti fyrirgjöf inn á teig þar sem Úlfur Ágúst lúrði og kom bolt- anum í markið, hálfleikstölur 1-1. Í seinni hálfleik voru FH-ingar sem höfðu tögl og haldir fyrri hlutann en inn vildi boltinn alls ekki. Eftir það var leikurinn í jafnvægi og allt stefndi í jafntefli þar til í upp- bótatíma. Þá fékk varamaðurinn Breki Þór Hermannsson boltann rétt utan teigs og átti hörkuskot að marki sem markvörður FH varði en boltinn barst beint fyrir fætur Eyþórs Arons Wöhler sem potaði boltanum í netið með síðustu snertingu leiksins. Fyrsti sigur Skagamanna í Kaplakrika í meira en 20 ár staðreynd en liðið vann þar síðast sigur árið 2001 þegar liðið fagnaði sama ár síðasta Íslands- meistaratitli. ÍA lauk tímabilinu í ellefta sæti deildarinnar með 25 stig eins og FH en með mun lakari markamun og féll því í Lengjudeildina. Liðið vann sex leiki, gerði sjö jafntefli og tapaði fjórtán leikjum og marka- talan var 28-66. Markahæstur var Eyþór Aron með níu mörk, Gísli Laxdal með fimm mörk og Kaj Leo Í Bartalstovu með þrjú mörk. vaks Skallagrímur tók á móti Hamar í Fjósinu í Borgarnesi á föstudags- kvöldið og varð að sætta sig við tap eftir þrjá sigurleiki í röð í deildinni. Hamarsmenn komust í tíu stiga forystu eftir aðeins þriggja mín- útna leik og heimamenn hálf vank- aðir í byrjun leiks. Þeir náðu síðan að girða sig í brók undir lok fyrsta leikhluta og höfðu náð að minnka forskot gestanna í fjögur stig, 27:31. Skallagrímur komst síðan yfir fljót- lega í öðrum leikhluta en þá sögðu gestirnir stopp, skoruðu alls tólf stig í röð og staðan 37:45 Hamar í vil. Lítið breyttist fram að hálfleik og 46:54 var staðan á klukkunni þegar liðin gengu til búningsklefa til skrafs og ráðagerða. Illa gekk hjá heimamönnum í viðleitni þeirra að minnka forskot gestanna og staðan á svipuðum nótum um miðjan þriðja leik- hluta, 54:66. Hamarsmenn héldu hamrinum á lofti út leikhlutann og staðan fyrir fjórða og síðasta leik- hluta ekki góð fyrir heimaliðið, 66:78. Áfram reyndu Skallagríms- menn að koma sér inn í leikinn en komust aldrei nálægt að neinu ráði. Hamar hamraði járnið á meðan það var heitt allan síðasta leikhlutann og hitti yfirleitt naglann á höfuðið og ofan í körfuna einnig, lokatölur 88:101 gestunum í vil. Keith Jordan Jr. var stigahæstur í liði Skallagríms með 29 stig og 10 fráköst, Björgvin Hafþór Rík- harðsson var með 28 stig og Davíð Guðmundsson með 13 stig. Hjá Hamar var Jose Aldana með 39 stig og þeir Alfonso Birgir Gomez og Björn Ásgeir Ásgeirsson með 21 stig hvor. Næsti leikur Skallagríms í deildinni er á útivelli gegn taplausu toppliði Álftaness mánudaginn 7. nóvember og hefst klukkan 19.15. vaks Skallagrímur tapaði á móti Hamar ÍA vann Fjölni í spennuleik Skagamenn fallnir eftir sigur á FH Gísli Laxdal og Eyþór Aron skoruðu mörkin á móti FH. Ljósm. Lárus Árni Wöhler Bjartur Bjarmi til Aftureldingar Gísli Elvar Halldórsson formaður meistaraflokksráðs, Bjartur Bjarmi og Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar. Ljósm. af FB síðu Aftureldingar Eyþór Aron og Bryndís Rún valin best Skagamenn hafa staðið sig vel í körfunni í vetur. Ljósm. vaks Björgvin Hafþór var öflugur á móti Hamar en það dugði ekki til. Ljósm. glh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.