AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Qupperneq 33
verða margar hverjar að teljast vafasamar ef ekki
slys í byggingarsögunni, sé ekki mál að linni
Eitt er það efni sem margir arkitektar trúa að sé bæði
gegnumsætt ásamt því að það fari vel við hvers kyns
byggingar, en það er glerið. Þegar saman fara af-
sprengi modernismans og gler getur farið verr en
ilia.
Eiga hús að hafa viðbyggingarmöguleika eða ekki?
Við þröngar götur miðaldaborga Evrópu er oft ókleift
að byggja við. Það er einfaldlega ekki rými til þess.
Þar hvarflar það ekki heldur að fólki ef þörfin fyrir
meira rými kemur til. Þá er einfaldlega flutt í annað
og stærra hús eða íbúð. Þar sem meira rými er fyrir
hendi freistast fólk frekar til að byggja við jafnvel þó
hagkvæmara sé og réttara að flytja sig um set. Á
íslandi tengist það þeim algenga hugsunarhætti að
laga húsin að sér í stað þess að aðlaga sig hús-
unum. Þessi aðlögun verður oft til þess að eyðileggja,
einkum eldri hús eða jafnvel rífa þau, sem er annað
mál.
Ein tegund viðbygginga er sú að byggja við minni
hús þannig að þau svari betur kröfum nútímans, oft
hvað varðar hreinlætisaðstöðu ásamt auknu rými al-
mennt. Þetta getur skipt sköpum þegar finna á eldri
húsum áframhaldandi hlutverk og getur verið for-
senda þess að varðveita viðkomandi hús. Oft er um
að ræða efnalítið fólk sem ræðst í slíkar framkvæmdir.
En þá bregður svo við að valdhafinn refsar fyrir slíkt
tiltæki, a.m.k. í Reykjavík þar sem slík iðja er skatt-
lögð. Það heitir gatnagerðargjald á mæltu máli og
er ekki óeðlilegt á nýbyggingasvæðum, en orkar
mjög tvímælis í þessum tilvikum.
Tökum dæmi: Einstæð móðir með eitt barn byggir
Útvegsbankinn í Reykjavík byggður 1904. Höf.
Ch.Thurin. Ofan á og viðb. frá 1962. Höf. Örn
Sigurðsson.
kvist til að rýmka til í risíbúð sinni, þar sem tvö af
þremur herbergjum eru undir súð og eingöngu með
þakgluggum. Stækkun íbúðar 20 m2, gjald 16.060.
Til skamms tíma var annar skattur álagður, sem var
bílastæðagjald sem var á bilinu 500- 900 þúsund á
hvert bílastæði ef ekki var hægt að sjá fyrir því á lóð.
Þetta kom til við minnstu viðbyggingar, en hefur verið
leiðrétt, svo að nú má byggja allt að 200 mz án þess
að bílastæða sé krafist. ■
KIPULAG RÍKISINS
Rit um skipulags- og byggingarmál
Auk þess:
Lög og reglugerðir um skipulags - og byggingarmál
Umhverfismat fyrir Skútustaðahrepp
Svæðisskipulag Suðumesja 1987-2007
Svæðisskipulag í Flóa 2011
Svæðisskipulag fyrir sveitarfélögin sunnan
Skarðsheiðar 1992-2012
Stefnumörkun um skipulags-og byggingarmál
Fjallabakssvæðisins 1993-2003.
Eru til sölu hjá Skipulagi ríkisins,
Laugavegi 166,150 Reykjavík,
sími 5624100, bréfasími 5624165.