AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Page 40
□
tröltkonan
§
oo
30
C>
z
o
o
o
(/>
o
O'
H
H
71
Z
o
LO
o
oo
>
73
7v
LÓÐIN VIÐ ÁSMUNDARSAFN
Höggmyndagarður
Safn Ásmundar Sveinssonar er fjölsótt
af fólki á öllum aldri, ungum sem öldn-
um, konum sem körlum og erlendum
feröamönnum. Víða má sjá Ijósmyndir af safninu og
eru oft í forgrunni myndanna hlýlegar og sterk-
byggöar höggmyndir Ásmundar, myndirnar vekja oft
forvitni erlendra gesta. Ásmundur var áhugasamur
um umhverfið, trjárækt og náttúruna. Sjálfur byrjaöi
hann aö skipuleggja garðinn og kom þar fyrir mörg-
um verka sinna. Nýverið var lóðin stækkuð og gerð
ný tillaga að skipulagi lóðarinnar.
SÖGUÁGRIP
Ásmundur Sveinsson fæddist á Kolsstöðum í
Dalasýslu 1893. Áriðl 942 hóf hann byggingu kúlu-
hússins við Sigtún, sem síðan var vinnustofa hans
og heimili. Ásmundur átti að baki langan og fjölþætt-
an feril. Á þriðja áratugnum, í Stokkhólmi og París,
var hann leitandi og list hans einkenndist af fjölbreyti-
legum tilraunum. Um miðjan fjórða áratuginn leggur
Ásmundur sig fram við að brjóta niður og snúa út úr
þeim akademísku gildum sem fram að þessu höfðu
vísað honum veginn og verið honum grunnsannindi.
Hann teygir og ummyndar formin og samsamar þau
myndefninu líkt og kemur fram í verkunum Vatnsber-
anum og Járnsmiðnum. Þessar formrannsóknir lista-
mannsins áttu síðan eftir að opna honum nýjar víddir
í listinni. Á 5. áratugnum fjarlægist Ásmundur hvers-
dagsleikann í verkum sínum og leggur sig eftir mynd-
efni úr íslendingasögunum. Ásmundur virðist í þess-
um verkum sækja í formheim náttúrunnar og áhorf-
andinn skynjar fullkomlega samsömun sögunnar við
landið. Tröllið er fjall. Og Sonatorrek er líkt og samsett
úr klettum og dröngum. Ásmundur Sveinsson andað-
ist í Reykjavík 9. desember 1982. Áður hafði hann
ánafnað Reykjavíkurborg listasafn sitt eftir sinn dag.
Var það nefnt Ásmundarsafn og formlega opnað 21.