AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 43

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 43
O' z TÆKNIÞROUN A ISLANDI í 50 ÁR Ef litið er til tækniþróunar á íslandi um 50 ára skeið má í stuttu máli segja að hún hafi orðið mjög ör síðan í seinni heims- styrjöldinni. Tæknivæðingin, vélvæðingin til lands og sjávar hefir létt störfin og leitt til stórbættrar afkomu þjóðarinnar. Rafvæðing til sjávar og sveita hefir átt sér stað á tiltölulega skömmum tíma. Hring- vegur hefur verið lagður.vegir lagðir bundnu slitlagi, brýr byggðar um land allt, fiskiflotinn verið byggður upp og búinn fullkominni tækni.flugsamgöngur eru orðnar stór þáttur í samgöngum innanlands og milli landa. Hafnargerð og flugvallagerð hefir miðað vel um land allt. Vatnsvirkjanirog hitaveitur lýsa nú upp og færa yl og birtu í húsakynni okkar. Um 86 % íbúða lands- ins eru hituð upp með jarðhita. Flest húsa okkar hafa verið endurbyggð á rúmlega 50 árum. Traktor einn eða fleiri á hverjum bæ og svona mætti lengi telja. Heilbrigðiskerfið er eitt hið besta og hefir á að skipa vel menntuðu starfsfólki. Meðalaldur okkar er með því hæsta, sem þekkist í heiminum. Hinu skal ekki gert lítið úr, að undir atvinnuvegi okkar þarf að renna fleiri stoðum til þess að okkur farnist vel. Það er ekki nóg að treysta á þorskinn eins og gert er. Hrafna- Flóki gleymdi sér við veiðiskapinn og hröklaðist burtu af landinu vegna skammsýni, við ættum ekki að feta í fótspor hans, nú seint á tuttugustu öldinni. LANDBÚNAÐUR í landbúnaði var tún og útengi slegið með orfi og Ijá, rakað og snúið með hrífu, bundið í bagga og reitt heim á klökkum. Böggum var velt inn í hlöðu eða lyft upp af handafli í lön í heygarði. Þó voru komnar nokkr- ar hestasláttuvélar upp úr 1930 sem breyttu miklu með heyskapinn. Slátturinn stóð í 8 til 10 vikur og staðið var á engjum frá kl. 7 til 21 að kvöldi og oft barist við þurrkun heys- ins fram á haust, stundum með rýra eftirtekju. Nú er slættinum oft lokið á einni til þremur vikum með nýjustu vélvæðingu, traktorum, sláttuþyrlu og rúllu- baggahirðingu sem gerir hlöður óþarfar sem nú standa oft ónotaðar. Með þessu móti næst mun betri fóðurnýting.Hirðing er minna háð þurrki og tekur lítinn tíma. í staðinn fyrir tvo 50 kg bagga á hvern hest, þ.e. 2 tonn á 20 hesta lest, er nú farið með allt að 20 tonn í ferð eða 40 stk. 300 til 500 kg rúllubagga á vagni. Allt útengi hefir verið þurrkað, jafnvel svo langt gengið að vaðfuglar eiga nú óvíða griðland og til undan- tekningar má'telja dæmi eins og þegar Valdimar Jónsson á Álfhólum í Landeyjum lét skilja eftir ákveðið stórt svæði af mýrlendi sínu sem griðland handa vað- fuglunum. Þá var hann sennilega elsti búandi bóndi í sinni sveit, en framsýnni en flestir. Kálgarðar voru plægðir með hestum eða pældir af handafli, götur mokaðar, beð mulin og útsæðið oftast handsett.Kartöflur og rófur voru ræktaðar á flestum bæjum, þar sem betur var komið var einnig ýmiss konar grænmeti ræktað. Þessi störf eru nú öll vél- vædd fyrir nokkrum áratugum, með traktorum, niður- setningar- og upptökuvélum. FLÓAÁVEITAN Mjög merkilegt framtak var þegar ráðist var í Flóaáveituna. Tekinn var um 20 m breiður skurður úr Hvítá með svo öflugri skurðgröfu að hún reif upp mest allt hraungrýti sem þurfti við skurðgerðina, svo lítið þurfti að sprengja, að sögn Sigfúsar Öfjörð fv. fram- kvæmdastjóra Ræktunarsambands Skeiða og Flóa. Hann vann við framkvæmdina. Grafan var keypt frá Bandaríkjunum, gekk á brautarteinum sem lagðir voru jafnóðum sitt hvorum megin á bakkana. Áveitu- skurðakerfi var svo komið upp suður yfir allan Flóa. Þetta skapaði grundvöll fyrir mjólkurframleiðslu og stofnun Mjólkurbús Flóamanna 1929 og gjörbreytti afkomu bænda á Suðurlandi. SAMGÖNGUR Fyrir 50 árum voru mörg vatnsföll óbrúuð og því erfið yfirferðar og oft hættuleg, bæði að sumri og vetrarlagi. Menn misstu hesta sina eða bílinn niður í sandbleytu eða straumharða ála sem kostuðu marg- an manninn lífið. Vegir voru lagðir á mjög frumstæðan hátt ef litið er með augum ungs manns í dag. 41 SVEINSSON TÆKNIFRÆÐINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.