AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Page 45

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Page 45
vöru. Menn reru víða á árabátum frá ströndinni og renndu fyrir fisk. Aflanum var landað upp í sandinn og reiddur heim eða lagður upp á bryggjuna væri hún fyrir hendi og tekinn á handvagn inn í aðgerðar- húsið þar sem gert var að honum. Fiskurinn var síðan flattur eða flakaður, svo saltaður, hertur eða frystur. Togararnir sigldu oft með ísaðan afla og seldu til Englands eða annarra landa. Oft fiskuðu þeir í salt eins og kallað var. SKIPASMÍÐI Tækniþróun í skipasmíði, gerð fiskiskipa og fiskveið- um hefir verið með ólíkindum á seinustu 50 árum. Til þess að halda í við þróunina í skipasmíðum hefur orðið að fylgjast mjög vel með öllum tækninýjungum og framförum á sviði skipulags og framleiðslutækni. Eftir 1950 varð algengt að smíða litla fiskibáta raf- soðna úr stáli og stækkuðu þeir ört eftir það, svo nú var hægt að sækja lengra út á mörgum stærri skipum. Framan af héldu íslendingar að sér höndum þegar farið var að smíða skip með þeim hætti, þrátt fyrir að þeir höfðu lengi staðið sig vel við smíði fiskibáta úr furu og eik. Upp úr 1970 viku síðutogararnir fyrir skuttogurum sem eru nú oft búnir nokkur þúsund hestafla vélum og spilum sem draga inn togvírana og aflann með yfir 100 metra hraða á mínútu upp í skutrennuna í stað þess að á síðutogurunum voru togvírarnir dregn- ir um blakkir hengdar í aftur- og framgálga á síðunni með miklu óþægilegri hætti. Trollið var dregið að skip- inu og aflinn snörlaður inn á þilfarið. Mörg slys áttu sér stað á þilfari síðutogara. Kraftblökkin skipti sköpum á síldveiðunum. Asdic, bergmálsdýptarmælir, höfuðlínumælir og fleiri tæki eru mikilvægustu síldarleitartæki sem nú eru notuð ásamt nákvæmum miðunar- og staðsetningartækj- um. Með asdici finnst síldin t.d. í tveggja til þriggja km fjarlægð frá skipinu. Páll Guðmundsson, þekktur aflaskipstjóri, segir í vandaðri grein sem hann skrifar í Sjómannablaðið Víking 1972, 10. hefti: „Árið 1959verðurupphaf bylt- ingar á síldveiðum okkar, þá tekst á m/b GUÐMUNDI ÞÓRÐARSYNI að nota kraftblökkina með góðum árangri við að draga síldarnót, áður hafði verið gerð tilraun með notkun kraftblakkar á m/b BÖÐVARI, en sú tilraun gekk ekki vel og var hætt.Næstu árin eign- uðumst við mörg skip búin fullkomnum tækjum til síldveiða, jafnframt voru þau alhliða fiskiskip, bæði Fyrsti skuttogarinn sem smíðaður var á Islandi. Stálvík Sl-I, 1973. af nákvæmni 0.1 mm á 10 m skurði frá byrjunar- punkti, nú í Danmörku. til línu-, neta-og togveiða. Meðtilkomu þessaraskipa hófust haust- og vetrarsíldveiðar okkar.“ Seinna hefur mikið verið veitt af loðnu og fleiri fisktegundum í nót. Fiskidælan er mjög hagnýtt og afkastaaukandi tæki, sem beitt er í stórum stíl við loðnuveiði, hleðslu og losun aflans. í nefndri grein Páls Guðmundssonar skipstjóra kemur fram að á mörgum sviðum höfum við átt frumkvæði í framfaramálum er lúta að fiskveiðum og tækjabúnaði til þeirra. 43 Ljósm: Sveinn Magnússon.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.