AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Side 46
Fyrsta „tölvuskorna“ skipið var létt í samsetnmgu.
Nútímaskipasmíði krefst nákvæmra vinnubragða.
Stjórnborð fyrir vél og togspil smíðað af Rafboða.
Þess skal getið hér að Vélaverkstæði Sigurðar Svein-
björnssonar hf. átti drjúgan þátt 1 að gera kraftblökk-
ina nothæfa með því að setja bandaríska blökk í mb
GUÐMUND ÞÓRÐARSON fyrir Harald Ágústsson
skipstjóra og útgerðarmann sem nýlega er látinn.
Sigurður Sveinbjörnsson forstjóri og Sigurður Þórar-
insson tæknifræðingur hönnuðu gálgann og allan
frágang í kringum blökkina sem var drifin með há-
þrýstum Vickers oliumótor en dælan við hann var
drifin af rafmótor, líklega um 35 hestafla.
Norðmenn náðu hugmyndinni og hófu að framleiða
kraftblakkir og tilheyrandi gálga með frágang á
GUÐMUNDI ÞÓRÐARSYNI sem fyrirmynd.
Þeir hafa selt okkur skip og kraftblakkir með öllum
búnaði í 35 ár fyrir mikla fjármuni.
Á sjöunda áratugnum komst skriður á innlenda
stálskipasmíði.
Fyrsti skuttogarinn, sem smíðaður var á íslandi, var
sjósettur hjá Stálvík hf. í Garðabæ 30. júni 1973. Það
er Siglufjarðartogarinn STÁLVÍK SI-1 .smíðaður
fyrir Þormóð ramma. Mörg og vönduð skip voru smíð-
uð á 8. áratugnum og voru skipasmíðastöðvarnar
byggðar upp hægt og gætilega en sóttu fram með
þjálfun og þekkingu. Árið 1975 voru einnig viðgerðir
og viðhald flotans komið þokkalega í hendur inn-
lendra skipasmtðastöðva.Heildarkostnaður þá talinn
vera 6370 milljónir kr., þar af 72% eða 4600 millj. kr.
hérlendis en 28% og 1770 millj. kr. erlendis, sam-
kvæmt upplýsingum Gunnars Thoroddsen iðnaðar-
ráðherra á Alþingi 1. febrúar 1977.
Tíu árum eftir að Stálvík SI-1 var sjósett, var kominn
hér upp fullkominn tækjabúnaður, m.a. vélmenni
(skurðarvél), fyrir skipasmíði. Með honum var unnt
að beita fullkomnustu tækni við að merkja upp og
sníða niður plötur í skipin, með tölvustýrðum búnaði
sem þýskur snillingur, R. Heinz Strauss verkfræð-
ingur, hafði hannað og smíðað. Með þessum búnaði
og öðrum, ásamt þeirri kunnáttu sem búið var að
byggja upp í landinu, var unnt að keppa við hin
Norðurlöndin í skipasmíði. Fengið hafði verið leyfi yfir-
valda fyrir smíði fárra fiskibáta. En í stað þess að
standa við það ákvað sjávarútvegsráðherra 1983 að
ekkert þeirra skipa sem í smíðum var skyldi fá veiði-
kvóta. Þannig stóð sú ákvörðun á fjórða ár. Þá tók
Albert Guðmundsson ráðherra af skarið með ákvörð-
un um að koma skipunum úr húsi. Litlu seinna var
opnað á nýjan leik fyrir nýsmíði. Á skömmum tíma
var samið erlendis um að smíða rúmlega 50 fiskiskip
44