AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Page 49
í upphafi var ákveðið að verðlaun til þeirra arkitekta,
sem hlytu viðurkenningu dómnefndar ár hvert, skyldu
verða 100.000,- sænskar krónur, eða röskar níu
hundruð þúsund íslenskar. Þessi upphæð hefur síðan
haldist óbreytt.
Samtök norrænna blikksmíðameistara urðu strax vör
við mikinn áhuga arkitekta á að taka þátt í þessari
samkeppni og hefur hún því verið árlegur viðburður
frá 1989. Verðlaun hafa dreifst á öll Norðurlöndin
nema Finnland enda er það eina landið, sem ekki er
aðili að Nordisk Blikkenslagermesterforbund. Árið
1991 komu verðlaunin í hlut Margrétar Harðardóttur
og Steve Christer hjá Stúdíó Granda fyrir útfærslu á
þaki ráðhússins í Reykjavik. Auk þess hafa nokkrar
byggingar á íslandi verið mjög nærri að hljóta verð-
launin og má þar nefna Perluna og hús SS við Kirkju-
sand (núverandi hús Myndlista- og handíðaskólans).
Á þessu ári komu fram tvær tillögur frá íslenskum
arkitektum í keppnina. Önnur þeirra vakti mikla at-
hygli dómnefndar og t.a.m. lögðu sænsku dóm-
nefndarmennirnir til að hún fengi verðlaunin í ár. Þetta
er að sjálfsögðu mikil viðurkenning enda Svíar ekki
að hossa okkar fólki að tilefnislausu! Hér er um að
ræða byggingu fyrir aldraða á mótum Vitastígs og
Skúlagötu í Reykjavík. Arkitektar hússins eru frá
Vinnustofu Arkitekta h.f. - Hróbjartur Hróbjartsson,
Richard Ó. Briem, Sigríður Sigþórsdóttir og Sigurður
Björgúlfsson.
Verðlaunin í ár féllu samt sem áður í hlut Narud
Stokke-Wiig AS Sivilarkitekter MNAL. RIBA. RIAS. í
Noregi fyrir hönnun rannsóknarstofnunar, sem reist
hefur verið í Þrándheimi.
Með keppni þessari hefur tekist ágætt samstarf milli
blikksmíðameistara og arkitekta á Norðurlöndum,
báðum aðilum til góða.Til viðbótar má geta þess, að
hér á landi hafa arkitektar sýnt áhuga á starfsþjálfun
innan blikkgreinarinnar í læstum þakklæðningum.
Námskeið í þeim fræðum fór fram fyrr á árinu á veg-
um fagnefndar í blikksmíði og sá danskur sérfræð-
ingur um kennslu og verklega þjálfun. Þarna gátu
arkitektar fræðst um ýmis „praktísk" atriði um þak-
klæðningar, auk þess að kynnast útfærslum, sem ekki
hafa verið nýttar sem skyldi hér á landi.
Þess er að vænta að samstarf hönnuða og iðnaðar-
manna verði aukið enn meira hér á landi enda beggja
hagur að það verði sem best, þeim og viðskiptavin-
unum til góða. ■
47