AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Síða 63

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Síða 63
uð svæði. Mengunarvaldurinn er hins vegar venju- lega gjaldþrota þegar hér er komið sögu. Þessi út- gjöld eru afar umdeild og því haldið fram að pening- um sé kastað á glæ án þess að umhverfið sé bætt að neinu verulegu leyti. Auk þessarar gagnrýni hefur verið bent á að ekki sé rétt að beita mengunarbótareglunni aftur á bak. Mun auðveldara er að framfylgja reglum sem taka til fyrirhugaðrar framleiðslu enda er kostnaði þá venju- legast ýtt áfram til neytenda. Ef hins vegar á að krefja mengunarvald um skaðabætur fyrir löngu orðna mengun getur reynst erfitt að ná til þeirra sem nutu góðs af framleiðslunni og í raun ættu því að bera kostnaðinn. Þrátt fyrir þessa annmarka er enn vaxandi áhugi á að beita mengunarbótareglunni og þar með að meta og verðleggja bæði umhverfi og mengun. Ein af ástæðunum kann að vera sú að sumir vísindamenn og umhverfissinnar hneigjast til þeirrar skoðunar að fólk verði að taka þeim kostnaði og áhættu sem fylgi vestrænum lifnaðarháttum. Önnur ástæða er sú, að auknum reglum fylgir aukinn kostnaður og honum verður að mæta. Notkun mengunarbótareglunnar hefur verið gagn- rýnd frá sjónarmiði bæði markaðshyggju og umhverf- ishyggju. Gagnrýnin hefur m.a. beinst að þeim auknu álögum sem lagðar eru á framkvæmdaraðila og framleiðendur. Þeim sé gert að greiða fyrir eigin framleiðslu og auk þess beri þeir kostnað sem fyrir- rennarar þeirra hefðu með réttu átt að bera. Til að jafna þetta misrétti hefur verið stungið upp á „afnota- gjalda-reglu" þannig að í stað þess að leggja gjöld á framleiðendur og framkvæmdaaðila skuli skattar og gjöld lögð beint á neytendur framleiðslunnar. Þessi regla mun þó að líkindum reynast erfið-í fram- kvæmd þar sem erfitt er að ganga úr skugga um að skattar og álögur lendi ávallt á þeim sem notið hafa góðs af þeirri framleiðslu sem um ræðir. Umhverfissinnar gagnnrýna hins vegar að yfirleitt sé verið að verðleggja umhverfi og mengun. Þar með sé búið að viðurkenna mengun og sllkt sé óvið- unandi. AÐFERÐIR TIL AÐ FRAMFYLGJA MENGUNAR- BÓTAREGLUNNI Margar aðferðir hafa verið notaðar til að framfylgja mengunarbótareglunni. Þeim máskiptaí þrjáflokka: hagrænar aðferðir, lagasetningar og loks hvatningar til frjálsrar þátttöku. Hagrænu aðferðirnar felast í því að beita haghvötum til að örva umhverfisvæna hegðun. Þessar aðferðir eru t.d. gjaldtökur, niðurgreiðslur, fyrirgreiðslur eða mengunarkvótakerfi. Þar sem hagrænum aðferðum er beitt, ráðaframboð og eftirspurn nokkru um hversu mikil mengun er látin viðgangast. Hversu mikil mengun eða röskun verður á umhverfinu er því óþekkt stærð. Slíkt verður að teljast óheppilegt ef sjálfbær þróun er yfirmarkmið aðferðanna. Lagasetningar eru algengar til að framfylgja umhverf- isstefnu í flestum löndum. Andstætt því sem gerist með hagrænar aðferðir eru áhrif lagasetninga venju- lega þekkt fyrirfram, nema því aðeins að eftirliti sé ábótavant. Þriðja aðferðin til að framfylgja mengunarbótaregl- unni er ekki formleg heldur byggist hún á skilningi og vilja almennings og fyrirtækja til þess að bæta umhverfið. Áróður og upplýsingaherferðir eru notuð í þessum tilgangi en reynslan hefur hins vegar sýnt að þessi aðferð dugir ekki ein sér til að koma í veg fyrir umhverfisröskun. OECD hefur mælt með því að hagrænar aðferðir og hvatningar séu notaðar ásamt lagaboðum til að fram- fylgja mengunarbótareglunni. Auk þess verði að velja aðferðir með tilliti til annarra þátta, s.s. hagkerfis, jafnaðar og ríkjandi stjórnkerfis. Þar að auki er mælt með kostnaðar- og ábatagreiningu á hagrænum valkostum áður en endanlegur kostur er valinn. Stjórnunarkostnaður og skriffinnska munu augljós- legaaukastmeðtilkomu mengunarbótareglunnar. Á alþjóðlegum vettvangi er litið svo á að stjórn og eftirlit umhverfismála séu á ábyrgð einstakra þjóðríkja. Samt sem áður hefur þessi ábyrgð aldrei verið skýrt skilgreind. Mengun og önnur umhverfisvandamál virða engin landamæri og þess vegna er mikilvægt að samræmis sé gætt þegar mengunarbótareglunni er beitt. Ef það er ekki gert mun sjálfbær þróun I efnahags- og umhverfismálum aldrei verða að veru- leika.Enn sem komið er er ekki neitt sjáanlegt sam- ræmi í því hvernig mengunarbótareglunni er beitt. UMHVERFIÐ METIÐ í KRÓNUM, KÍLÓVATT- STUNDUM EÐA UNAÐSSTUNDUM? Framkvæmd mengunarbótareglunnar felur í sér fleiri vandasamar ákvarðanir, svo sem þá að verðleggja umhverfið, mengun og hreint loft. Þessi verðlagning verður að endurspegla hvers virði umhverfið er sam- 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.