AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Page 66
Sellafield á Norð-vestur-Englandi bar mengunar-
bótaregluna á góma.Umhverfisráðherra lét þess
getið í bréfi til kollega síns á Bretlandi að ísland
myndi, í samræmi við samþykktir Ríó- ráðstefnunnar
1992, beita mengunarbótareglunni fyrir sig og draga
mengunarvalda til ábyrgðar fyrir sérhver spjöll sem
kynnu að verða á afla eða fiskmörkuðum íslendinga.
Þessar hótanir virðast þó ekki hafa haft tilætluð áhrif.
Að auki hefur ekki verið greint frá hvaða aðferðum
skuli beitt til að meta hugsanleg spjöll eða til að draga
mengunarvalda til ábyrgðar.
[ skýrslu OECD um framkvæmd umhverfismála á
íslandi er fjallað um hvernig megi beita mengunar-
bótareglunni og hagstjórnartækjum til að beisla
markaðsöflin í þágu umhverfisverndar. Aukið eftirlit
með umhverfi krefst aukinna útgjalda á öllum stjórn-
sýslustigum. Vegna þessa verður að þróa nýjar leiðir
til fjármögnunar. OECD leggur til þrjár nýjar leiðir til
fjármögnunar:
- auka þjónustugjöld fyrir opinbera þjónustu,
- virkja fyrirtæki og einstaklinga til frjálsra fjárframlaga
til umhverfisverndar,
- leita til fjársterkra alþjóðlegra banka og einstaklinga
sem áhuga hefðu á að styrkja umhverfisvernd á
íslandi.
Nokkur umræða hefur verið um að auka þjónustu-
gjöld hins opinbera en þar sem sterk hefð er fyrir því
að fjármagna opinbera þjónustu með öðrum ráðum,
eru þjónustugjöldin umdeilanleg frá pólitísku sjónar-
miði. Þrátt fyrir það gætu íslendingar þurft að mæta
auknum kostnaði vegna umhverfismála með nýjum
fjármögnunarleiðum svo sem þjónustugjöldum. Það
verður því að teljast tímabært að yfirvöld umhverfis-
mála móti stefnu varðandi þjónustugjöld.
Nú færist í vöxt að fyrirtæki reiði fram fé til umhverfis-
bóta. Þetta er sannarlega gleðiefni. Hins vegar er
hætt við að fyrirtæki vilji að árangur af framlögum
þeirra sé bæði fljót- og auðsjáanlegur. Þess vegna
verður að gæta þess að umhverfisverndareldmóð-
urinn sé virkjaður með langtímamarkmið umhverfis-
verndar að leiðarljósi.
LOKAORÐ
Ef beita á mengunarbótareglunni og framfylgja henni
eftir hagrænum leiðum krefst það mats á umhverfinu
í krónum og aurum. Ef markaðsöflin verða látin um
það mat, mun það endurspegla framboð og eftir-
spurn. En þarfir og óskir framleiðenda og neytenda
sveiflast og þar með verðlagningin. Endanlegt mat
verður því alltaf óljóst. Auk þessa er hefð fyrir því, í
vestrænum hagkerfum, að vanmeta náttúruauðlindir.
Vegna alls þessa er ekki hægt að mæla með því að
markaðsöfl verði látin ráða verðlagningu á umhverf-
inu. Opinberir aðilar verða að stjórna nýtingu náttúru-
auðlinda og staðlar, reglur og leyfisveitingar auk eftir-
lits verða að vera í höndum þeirra.
Þróun staðla og reglna krefst afstæðs mats, þ.e.a.s.
mats á því hversu mikla umhverfisröskun samfélagið
þolir. Mat á umhverfi í krónum og aurum er hins vegar
munflóknaraog nánastóframkvæmanlegt. Ákjósan-
legra er að setja ákveðin viðmið og nota þau við mat
á umhverfinu og stjórn umhverfismála. Þessi viðmið
má innlima í mat á umhverfisáhrifum og þannig nýtast
þau einnig við skipulag. Auk þessa verður opinber
stefnumörkun í málaflokkum s.s. samgöngum og
veitukerfum að vera í anda sjálfbærrar þróunar.
Notkun hagrænna stjórntækja til að draga úr eða
koma í veg fyrir umhverfisröskun kann að vera árang-
ursrík að einhverju marki. Það krefst hins vegar mats
á bæði náttúruauðlindum og umhverfisröskun í krón-
um og aurum en slíkt er afar flókið. Rétt er þó að
minnast þess að mat á umhverfi til fjár kann að auka
virðingu fyrir náttúruauðlindum og á því er full nauð-
syn. Mengunarbótareglan byggist á markmiði um
sjálfbæra þróun. Þetta markmið er þó erfitt að meta
til fjár: hvers virði er sjálfbær þróun í krónum eða
öðrum mælanlegum einingum? Sjálfbær þróun er
hugsjón sem er bæði pólitísk og siðfræðileg og krefst
öðru fremur endurskoðunar á viðhorfum til nýtingar
náttúruauðlinda og umhverfisins alls.
Allar tilraunir til að framfylgja mengunarbótareglunni
til þessa eru fremur pólitískar en vísindalegar og enn
í mótun. Hverju sem um niðurstöður þeirra tilrauna
má spá, mun umræðan um mengunarbótaregluna
auðga alla umræðu um nýtingu náttúruauðlinda og
skipulagsmál. Þess ber þó að gæta að sú umræða
sé viðhöfð með mat á umhverfi og alþjóðleg markmið
um sjálfbæra þróun í huga. ■
64