AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Side 67

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Side 67
KORTLAGNING Á JARÐVEGSROFI Ovíða eru ummerki jarðvegsrofs í heim- inum meiri en hér á íslandi. Því er það svo að flestir íslendingar telja gróður- eyðingu og jarðvegsrof vera einn mesta umhverfisvanda þjóðarinnar. Um orsakir þessa vanda hafa staðið deilur og ekki síður um það hvar alvarleg eyðing á sér stað og hvar ekki. Þessar deilur stafa vitaskuld m.a. af því að ekki hafa verið til glöggar upplýsingar um eðli og stærð vandans, sem þó ættu að vera forsenda fyrir frekari aðgerðum. Árið 1991 stofnuðu Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og Landgræðsla ríkisins til sérstaks samstarfs- verkefnis með það fyrir augum að þróa aðferðir við að meta jarðvegsrof á vettvangi sem og að kortleggja rof á landinu öllu á sem stystum tíma í mælikvarð- anum 1:100 000. Þetta verkefni hefur gengið mjög vel og ætlunin er að Ijúka kortlagningunni á næsta sumri. Kortlagningin byggist að meginhluta á þremur mikil- vægum þáttum: notkun gervihnattamynda við kort- lagninguna, notkun sérstaks flokkunarkerfis fyrir rof og notkuri GlS-kerfa (tölvuvæddra landupplýsinga- kerfa, LUK) við meðhöndlun gagnanna. AÐFERÐIR Gervihnattamyndirnar nýtast sem heppileg grunnkort af landinu í mælikvarðanum 1:100 000. Notaðar eru bandarískar LANDSAT gervihnattamyndir sem teknar eru í rúmlega 700 km hæð yfir landinu.Landmæling- ar íslands höfðu frumkvæði að öflun þessara mynda í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og fengust m.a. styrkir frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins til kaup- anna.Við kortlagninguna er notuð svokölluð innrauð litasamsetning á myndunum. Við það sést gróður landsins á mjög skýran hátt, vegna þess að innrauði liturinn á myndunum endurspeglar fyrst og fremst blaðgrænu gróðursins. Jarðvegsrof á sér stað með ýmsum hætti, og mun margbreytilegri en flestir ætla. Fyrsta skref þessa þróunarverkefnis var að gera flokkunarkerfi fyrir rof með hliðsjón af íslenskum aðstæðum, en síðan var búinn til einkunnaskali til að meta hve alvarlegt rof er á hverju svæði, svokallaður rofkvarði. Flokkun rofs var gerð skil í grein í Græðum ísland IV (Ólafur Arn- alds o.fl. 1992), en aðferðum við mat á rofi í Fjölriti RALAnr. 168 (Ólafur Arnalds o.fl. 1994). Helstu rof- gerðirnar (rofmyndir) eru sýndar í meðfylgjandi töflu, en einnig fylgja Ijósmyndir til frekari skýringa. Hugtakið jarðvegsrof þýðir í raun „losun og brottflutn- ing á jarðvegsefnum“. Jarðvegsrof er alls ekki ein- skorðað við gróið land. Auðnir landsins eru einnig þaktar jarðvegi, en sá jarðvegur er rýr í samanburði við hinn brúna móajarðveg sem flestir kannast við. Á auðnum á sér stað jarðvegseyðing, en hún er vita- skuld mismikil eftir aðstæðum.Yfirleitt er alvarlegt rof þar sem sandur er til staðar, en minna t.d. á dæmi- Rofabörð eru ein gerð jarðvegsrofa. Þetta svæði er þakið rofabörðum og flokkast sem rofabörð með rofeinkunn 4 og 5. Afoksgeiri. Hér gengur sandur yfir gróið land og kaffærir gróð- urinn. 65 OLAFUR ARNALDS JARÐVEGSFRÆÐINGUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.