AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Síða 74

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Síða 74
Ferill loftmyndatöku vegna kortagerðar. stofnunina (Lantmateriet) um leigu á nýjum og fullkomnum myndatökubúnaöi (Wild Leica RC 30). Þessi búnaður gefur mun betri myndir og nýja möguleika á notkun GPS-tækni við kortagerð. Leigðar hafa verið flugvélar til loftmyndatökunnar í u.þ.b. tvo mánuði seinni hluta sumars, en í tæpa tvo áratugi hefur verið notuð skrúfuþota Flugstöðvarinnar hf., af gerðinni Rockwell Turbo Commander 690A. Vélin er með jafnþrýsti- búnaði en með tilkomu hennar jukust afköst við loftmynda- töku verulega og vinnuaðstaða við myndatökuna gjör- breyttist til hins betra. Loftmyndir eru oftast teknar í heiðskíru veðri. Skilyrði til loftmyndatöku einhvers staðar á landinu eru að meðaltali um 15 daga á ári, á leigutímabilinu. Tilkostnaður við flugið er mikill og því er mikilvægt að góð nýting náist. Áður en farið er i loftmyndaflug er gerð flugáætlun og fluglínurnar ákvarðaðar nákvæmlega. Auk þess er ákveðið yfirgrip mynda, filmugerð og valinn æskilegasti tími til myndatöku. Loftmyndir fyrir kortagerð eru teknar í myndaröðum lóðrétt niður þannig að hvert svæði sem myndað er sést á tveimur myndum og er algengasta yfirgrip milli mynda 60%. Yfir- gripið gerir það að verkum að hægt er að skoða myndirnar í þrívídd en sá eiginleiki er lykilatriði við tengingu landmæl- inga og loftmynda í kortagerð. Ef verið er að mynda sam- felld stærri svæði eru myndaraðirnar látnar skarast á hlið- unum 25-30%. Þettaer bæði gerttil að tengja saman mynd- punkta en einnig sem öryggissvæði til að ekki verði eyður milli mynda. Við flugleiðsögnina eru notuð GPS-staðar- ákvörðunartæki og tölvubúnaður auk sérstakrar sjónpípu sem gengur niður úr botni flugvélarinnar. FRAMKÖLLUN OG VINNSLA Til loftmyndatöku hér á landi eru að öllu jöfnu notaðar fjöl- hæfar svarthvítar filmur sem ná yfir flest notkunarsvið. Hjá Landmælingum Islands er hægt að framkalla og vinna svarthvítar filmur og sjá um úrvinnslu eftir þeim. Litfilmur eða innrauðar litfilmur þarf að framkalla erlendis. Úrvinnsla litmynda fer fram hér á landi nema ef gerðar eru mjög stórar myndir. Kostnaður við töku og vinnslu svarthvítra mynda er mun minni en litmynda. Loftmyndafilmur eru stórar miðað við algengar Ijósmynda- filmur, en stór filma gefur meiri nákvæmni. Nú eru notaðar 24 cm breiðar filmur með myndfleti 23x23 cm en hægt er að taka 280 myndir á hverja filmu. Árlega eru teknar 2000- 3000 loftmyndir hér á landi. Landmælingar íslands varðveita í filmusafni allar frumfilmur, en það gefur notendum möguleika á að panta úrvinnslu eftir hvaða mynd sem er í safninu. Myndir fást gerðar á pappír, filmu eða skannaðartil tölvuvinnslu. Annars vegar er um að ræða snertimyndir, gerðar beint eftir frumfilmum í stærðinni 23x23 cm en hins vegar stækkanir þar sem hægt er að stækka hluta myndar allt að 36 sinnum. Ljós- myndastofa stofnunarinnar er vel búin tækjum á þessu sviði. Allir landsmenn geta fengið keyptar myndir, en þær eru sérunnar fyrir hvern viðskiptavin. Surtsey. Innrauð litmynd frá I9. ágúst I994. Rauði liturinn sýnir gróður á eyjunni.© LMI.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.