AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 75

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 75
Flugvélin TF-ERR sem Landmælingar Islands hafa leigt til loftmyndaflugs undanfarin ár. Við hlið hennar er hluti loft- myndabúnaðar stofnunarinnar. Ljósmynd G.V./ LMI. Þótt loftmyndir séu oft notaðar sem ígildi korta eru þær ekki eiginleg kort og því þarf að gæta varúðar þegar gerðar eru beinar mælingar á lengdum eða flatarmáli, einkum ef land er mishæðótt. Við stækkun eftir loftfilmu er annaðhvort óskað eftir ákveðnum mælikvarða eða stærð. Mjög mikilvægt er að viðskiptavinir geri sér grein fyrir því að um meðaltalsmælikvarða er að ræða. Til að nálgast mæli- kvarða sem best þarf að nota uppdrátt, annars þarf að fá mældar vegalengdir milli sýnilegra kennileita á loftmynd- inni. REGLUBUNDIÐ LOFTMYNDAFLUG Árið 1985 kynntu Landmælingar fslands áætlun um reglubundið loftmyndaflug til aukinnar hagkvæmni fyrir notendur mynda í landinu og betri nýtingar á tækjum og tækifærum til myndatöku. Áætlunin hefur síðan verið lögð til grundvallar við nær alla loftmyndatöku sem ekki er sérpöntuð frá viðskiptamönnum utan stofnunarinnar. Samkvæmt áætluninni hefur láglendi landsins verið myndað á 5 ára fresti, hálendið á 10 ára fresti og fyrir- hugað var að mynda þéttbýli á þriggja ára fresti þótt það hafi ekki verið gert nema að litlu leyti. Þetta hefur skilað reglubundnari myndatöku af landinu og auknum afköstum á hvern flugtíma. Stefnt er að áframhaldandi loftmyndatöku af landinu samkvæmtfyrrnefndri áætlun eins og undanfarin ár (flughæð 5500-6000 metrar). Á hverju ári þarf að sinna ýmsum breytilegum þörfum stofnana, sveitarfélaga og annarra aðila, til dæmis vegna verklegra framkvæmda, rannsókna og náttúruhamfara. Þessi hluti loftmyndaflugsins hefur undanfarinn áratug aðeins verið lítill hluti þess. Tekjur Landmælinga íslands vegna loftmyndatöku hafa komið af þessum sérpöntuðu verkefnum, en þær hafa aldrei náð að greiða nema lítinn hluta kostnaðar við flugið. NOTKUN Árlega eru unnin um 1000 verkefni á Ijósmyndastofu Land- mælinga íslands við eftirgerð loftmynda, fyrir notendur utan stofnunarinnar. Stærstu verkefnin eru unnin fyrir ríkisstofnanirog sveitarfélög, en um helmingurverkefnanna er fyrir einstaklinga. Helstu notkunarsviðin eru kortagerð, byggðaskipulag, landamerki, landskipti og landsala, landfræði-og jarðfræðirannsóknir, sumarbyggð, verklegar framkvæmdir, örnefnasöfnun og ferðamál. Verkefnin dreifast misjafnlega yfir árið. Fæst eru þau yfir vetrarmánuðina en langflest á sumrin. Notendum loftmynd- anna má skipta f þrjá meginhópa: ríkisstofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki, og einstaklinga. Á síðasta áratug var hlutfall innkominna verkbeiðna fyrir hvern hóp þannig að meðaltali að ríkisstofnanir pöntuðu 29% verkefna, sveitarfélög og fyrirtæki 26% og 45% verkefna komu frá einstaklingum. Einstaklingar hafa í síauknum mæli nýtt sér þjónustu stofn- unarinnar. Þess ber að geta að það er mjög misjafnt hve margar myndir eru unnar í hverju verkefni svo að þessar tölur gefa ekki endilega rétta mynd af því hve margar myndir eru unnar fyrir hvern hóp. Tilgangur einstaklinga með kaupum á loftmyndum er yfirleitt annar en ríkisstofn- ana og færri myndir í hverju verkefni. Síðustu fjórtán ár hafa að meðaltali verið seldar ár hvert 1500 stækkanir og um 5000 snertimyndir til annarra notenda en Landmælinga íslands. Skortur á kortum í stórum mælikvarða er án efa ástæðan fyrir almennari notkun loftmynda hér á landi en í mörgum nágrannalandanna. Dæmi um verkefni, þar sem stuðst var við geysilegt magn stækkaðra loftmynda vegna skorts á kortum, er lagning Ijósleiðara um landið. Sumarbyggð rís oft án þess að áður séu gerð kort af svæðunum og hefur þetta til dæmis skapað vandamál bæði á Suðurlandi og í Borgarfirði. Sumarbústaðaeigendur koma því gjarnan og kaupa loftmyndir. Það fer nú vaxandi að bygginganefndir óski eftir að umsóknum um byggingu sumarbústaða fylgi loftmynd af fyrirhuguðu byggingarsvæði. Ný myndavél af gerðinni Wild Leica RC30 með aukabúnaði,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.