AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 78

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 78
HELGASON ARKITEKT Z o 0' c 73 BRÚIN Á FNJÓSKÁ HJÁ SKÓGUM Brúin á Fnjóská hjá Skógum var opnuð til umferðar árið 1908. Flún var byggð af Verkfræðistofu Cristiani og Nielsen í Kaupmannahöfn. Flún var þá lengst steinsteypuboga á Norðurlöndum og með lengstu brúm sinnar tegundar í heimi. Aðrir brúarsmiðir höfðu byggt brýr úr steinsteypu, í Sviss, Frakklandi og Ítalíu. Ekki voru margar brýr, jafnlangar eða lengri, byggð- ar um eða fyrir 1908. Brú yfir ána Isar í Sviss gæti verið einum metra lengri en Fnjóskárbrúin. Sú var byggð 1904. Fnjóskárbrúin er þeirrar tegundar brúa, sem hægt er að kalla afstífaðan steinboga, en steinsteypu- boginn er styrktur á þann hátt að efri bogi eða flöt akbraut er notuð til að koma í veg fyrir að burðar- boginn breyti lögun undir hreyfanlegri hleðslu og þar með minnki að styrkleika eða jafnvel brotni, en kunnugt er að bogi verður að brotna á fjórum stöðum til þess að hann hrynji. Hér kemur til nota sá eiginleiki steinsteypu að hún er samskeytalaus og getur því tekið upp hvaða form sem er, og getur þá myndað samhangandi burðar- form. Það er einmitt þetta sem er notað til að gera bogann stinnari, og þar með dreifa átakinu, með því að tengja akbrautina og burðarbogann með stífum súlum. Steinboga var áður fyrr aðeins hægt að styrkja með því að bæta á þá fargi, og þó urðu menn að fara varlega því hægt er að hlaða bogann um of nálægt undirstöðunum og brotnar þá boginn upp á við í miðjunni, og hrynur saman. Frægt dæmi um þetta frá 18. öld er brú byggð af William nokkrum Edwards í kringum 1755 hjá Pont y Pridd í Wales yfir ána Taff, en honum heppnaðist að halda uppi þriðju brúnni með því að gera stór göt yfir báða brúar- endana og þar með koma í veg fyrir, að boginn ýttist upp í miðjunni. Götin komu sér líka vel, þegar áin bólgnaði upp í vatnavöxtum. Að sjálfsögðu er enginn samanburður á því hversu miklu léttari steinsteypubogi er en bogi úr grjóti. Á seinni hluta nítjándu aldar voru miklar rannsóknir gerðar á steinsteypu með járnbendingu og menn komust furðu fljótt upp á lagið með að reikna út styrk- leika þessa nýja efnis. Um aldamót var svo komið, að þekking á hegðun járnbentrar steinsteypu hefur lítið þróast síðan, nema ef vera skyldi sú aðferð, að strekkja á járnunum. Árið 1899 byggir Hennibique til dæmis brúna yfir ána Vienne hjá Catellerault í Frakk- landi, notar þrjú höf úr steinsteypu, 40, 50 og 40 metra löng, og steypti öll höfin átímabilinu 15. ágúst til 5. nóvember 1899. Mótin voru fjarlægð 5. desem- ber sama ár og stendur brúin enn. Árið 1911 reisti hann svo brú yfir ána Tíber í Róm, Risorgimento- brúna, sem er 100 metra löng og risið á boganum 1 á móti 10. Lengstu bogabrýr úr steinsteypu eru nú yfir 300 metra en risið á boganum gerir slíkar brýr fágætari. Kemur hvorttveggja til, að landslag þar sem slíkar brýr henta er fágætt og bitabrýr úr stáli eða strengjasteypu eru auðveldari í byggingu. Hengibrýr og stagaðar brýr hafa nú öll völd þegar kemur að löngum höfum. Með byggingu Fnjóskárbrúarinnar er Ijóst að danskir verkfræðingar höfðu fylgst vel með öllum nýjungum í þessum málum og hafa reyndar síðan ávallt verið í fararbroddi í notkun steinsteypu og byggt mannvirki úr þessu efni um heim allan. Christian og Nielsen lánuðu mér myndir í þeirra eign af byggingu brúarinnar, og sýna þær aðferðir, sem notaðar voru áður en vélaverkfæri komu til sögunnar. Ekki var um annað að ræða en að byggja trégrind yfir ána, og er hún í engu frábrugðin því sem við eigum að venjast. Að sumarlagi er alltaf hætta á flóðum í ánni og þeir misstu hluta af uppslættinum í einu slíku. En eftir endurbyggingu og mikinn grjótburð á uppsláttinn stóðst allt og steypuvinna gat hafist og virðist hafa gengið slysa- laust. Að sjálfsögðu var öll steypa hrærð í höndum og eftir myndum að dæma var steypan höfð mjög þurr. Boginn er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.