AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 80

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 80
HÖNNUNAR- SAMKEPPNI I KEA Itilefni af opnun nýrrar verslunar IKEA í Holta- görðum í sumar var ákveðið að halda sam- keppni um hönnun á hvers konar húsgögnum með það fyrir augum að hugsanlegt væri að framleiða verðlaunuð húsgögn og selja á vegum IKEA. Veitt voru tvenn verðlaun, kr. 150.000 og kr. 75.000. Tímaritið AVS studdi enn fremur þetta ágæta framtak með því að gefa ellefu áskriftir sem aukaverð- laun. Þátttaka í keppninni var mjög góð. Alls bárust 64 tillögur frá yfir 50 einstaklingum. Þetta sýndi vel að hér á landi er risin upp stétt húsgagnahönnuða sem eru vel samkeppnisfærir, hvar sem er, ef þeir fá tæki- færi til að koma sér á framfæri. Dómnefnd skipuðu: Finnur Fróðason, form. FHI; Gestur Ólafsson, ritstj. AVS; Guðmundur Einarsson, form. Fél. iðnhönnuða; Lennart Ekmark, IKEA Svíþjóð og Sigurbjörg Pálsdóttir, IKEA íslandi. Dómnefnd lagði til grundvallar sérstaklega þrjá þætti við mat á tillögunum. Þeir voru formfegurð húsgagns- ins, að auðvelt væri að pakka því og að húsgagnið væri í anda IKEA og hentaði í framleiðslu þess. Fyrstu verðlaun hlaut Viktor A. Ingólfsson fyrir „BLAÐBERA". „BLAÐBERI" er geymsla fyrir endur- nýtanleg dagblöð og tímarit og auðveldar fólki að safna þeim saman og ganga frá þeim til endur- vinnslu. Önnur verðlaun hlaut Snædís Úlriksdóttir fyrir „S- HILLU". Þessi hilla er mjög stílhrein, einföld og ódýr í framleiðslu og pakkast vel. Tillögurnar voru sýndar í verslun IKEA í Holtagörðum að lokinni samkeppni og vöktu þær verðskuldaða athygli. Verðlaunatillögurnar eru ennþá í athugun í þróunardeild IKEA í Almhult í Svíþjóð með hugsan- lega framleiðslu í huga. Ekki verður annað sagt en að þessi samkeppni hafi tekist mjög vel. Þessi góða þátttaka og þær tillögur sem bárust gefa líka til kynna að með svipuðum hætti gætu fleiri framleiðendur bæði hér á landi og erlendis fært sér I nyt hugvit íslenskra hönnuða á tiltölulega hagkvæman hátt. ■ G. Blaðberi (Papcr boy) I. verðlaun „blaðberi“. Höf. Viktor A. Ingólfsson. 2. verðlaun „S-hilla“. Höf. Snædís Úlriksdóttir. Regnhlífarstandur. Höf. Ingólfur Örn Guðmundsson. 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.