AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 24

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 24
REYNIR VILHJÁLMSSON, LANDSLAGSARKITEKT íþróttahúí æfingasvæði BÆJARBRAUT undírgöng Uppdráttur: Hofstaðaskóli og umhverfi, NOKKUR ORÐ ■ ■ II eigum við minningar um skólalóðina. Við sem eldri erum minnumst rúm - góðra malarflata. í stærri bæjum var hluti af svæðinu malbikaður.Helsta einkennið var þó að skólalóðin var sjaldnast útfærð og kláruð. Skólalóðin mætti gjarnan afgangi t fjár- mögnun skólabyggingarinnar. Þegar stundir liðu urðu menn samdauna auðninni sem var einkenni flestra lóðanna og forráðamenn töldu að gróður á lóðunum væri útilokaður vegna áníðslu. Einstaka ómarkviss tilraun til ræktunar var ekki til að bæta trúna. Víða um land er enn að finna slíkar hálfkláraðar skóla- lóðir sem hafa eins og dagað uppi og gleymst þó að þær séu einhver mikilvægustu útivistarsvæði lands- ins. Ekki verður komist hjá því að benda á þessa staðreynd í því uppgjöri á milli bæjarfélaga og ríkisins sem nú er unnið að. Menn verða að gera sér Ijóst að skólabyggingunni er ekki lokið nema lóðin fylgi með. Skólalóðir eru tiltölulega kostnaðarsamar í frágangi, einfaldlega vegnastærðar þeirra.Hverfermetri skóla- lóðarinnar er reyndar ekki dýrari en sem svarar fer- U M MARKMIÐ OG metranum í bílastæðum eða götum sem nú orðið þyk- ir sjálfsagður kostnaður í hverju bæjarfélagi. SKÓLALÓÐIN í VÍÐARA SAMHENGI Það að búa æskulýðnum verðugt og þroskavænlegt umhverfi á skólalóðinni er verkefni út af fyrir sig. En vert er að benda á að skólalóðin getur haft víðtækari þýðingu fyrir bæjarsamfélagið. Skulu hér nefnd nokkur atriði. 1. Skólinn er oftast staðsettur miðsvæðis í bænum Myndir af lóð Hofstaðaskóla á hátíðisdegi. 22

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.