AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Qupperneq 14

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Qupperneq 14
til að bæta menntun í dreifðum byggðum. Með nýrri tækni er einnig hægt að efla fullorðinsfræðslu og símenntun, en það er nauðsynlegt til að þjóðin sé samkeppnishæf á alþjóðavettvangi og sem flestir geti fengið tækifæri til að viðhalda þekkingu sinni og öðlast þjálfun til nýrra starfa. TÆKNI HEFUR EKKI VERIÐ NÝTT SEM SKYLDI í SKÓLASTARFI Það er skoðun mín að íslendingar hafi lagt nægilega og kannski of mikla áherslu á steinsteypu, hvort sem það eru húsbyggingar eða aðrar framkvæmdir. Sömuleiðis höfum við verið nokkuð tækjaglöð en lagt minni áherslu á hvernig við nýtum tækin og tæknina. Ég las nýlega bók eftir breskan blaðamann um þróun og stefnu fram til ársins 2020. Þar segir hann að í skólum séu notuð sömu vinnubrögð við kennslu og fyrir 150 árum. Þar hljóti að verða breyting á tímum nýrrar upplýsingatækni. Svipuðu sjónarmiði kynntist ég á fundi vísinda- og tæknimálaráðherra OECD- ríkjanna í París í lok september. Þar var hollenskur prófessor meðal ræðumanna.Hann kvað svo fast að orði að í skólum væri að finna einu starfshættina, sem ekki hefðu breyst frá miðöldum. Hann færi af skrifstofu sinni, þar sem hann væri tengdur við um- heiminn í gegnum síma, tölvu og fjölmiðla, inn í skólastofu, sem væri friðhelgur staður fyrir öllu ytra áreiti, og messaði yfir nemendum sínum ótruflaður á eigin forsendum, þeir tækju við boðskapnum og ættu ekki kost á öðru. Á íslandi hefur breytingin orðið hraðari en víða annars staðar og erlendir gestir sem koma í skóla hér á landi hafa oft orð á því hvað skólarnir séu vel tækjum búnir og framarlega að þessu leyti. Skólakerfið hefur þó ekki enn nýtt alla þá tækni sem í boði er. Tölvurnar eru fyrst og fremst notaðar fyrir ritvinnslu og boðskipti, en ekki sem viðbótartæki eða ný vídd í kennslu. í nýlegri könnun Námsgagnastofnunar kom til dæmis fram að tæplega 70% kennara hafa aldrei notað kennsluforrit og sú þróun er mun hægari en menn höfðu búist við, þegar tölvur hófu innreið sína í skólastarf. íslenskum skólum til hróss má þó segja það að þeir hafa staðið sig mun betur á þessu sviði en til dæmis skólar annars staðar á Norðurlöndunum þrátt fyrir að hér á landi hafi vantað opinbera stefnu- mótun í upplýsingamálum. UMHVERFI MENNTUNAR ER AÐ BREYTAST Þó að þróunin í kennslufræðilegri notkun tölva í skólastarfi hafi verið hæg sjáum við vísbendingar um að hún muni breytast örar á næstu árum en fram að þessu. Almennur áhugi er að aukast, unnið er að fleiri tilraunaverkefnum nú en áður. Einnig sjáum við nú dæmi um skóla sem hafa tekið tæknina upp á sína arma og hefur vegnað mjög vel. Dæmi um það er Daltonskólinn í New York, sem byggir kennslu sína að miklu leyti á kennslu í gegnum tölvur. Nemendum eru kennd sjálfstæð vinnubrögð við að leysa úr verkefnum og sömuleiðis er lögð áhersla á hópvinnu. Þannig telur Daltonskólinn sig undirbúa nemendur undir þátttöku í nútímalegum atvinnumarkaði. Þó að enginn íslenskur grunn- eða framhaldsskóli sé orðinn jafn-tæknivæddur og Daltonskólinn eru hér á landi einnig fjölmörg dæmi um skóla sem hafa lagt mikla áherslu á upplýsingamálin. Nú þegar er til dæmis hægt að stunda fjarnám í Kennaraháskóla íslands, Fósturskólanum og fleiri skólum, hvort sem það er námið í heild eða einstakir áfangar. Tilraunaverkefni frá undanförnum árum og tengd skólum og upplýsingatækni hafa leitt í Ijós að ávinningur getur verið mikill. Mitt mat er að kynning á ávinningi þeirra skóla sem hafa notfært sér tæknina hvetji fleiri til að sigla í kjölfarið og þá mun hin raunverulega upplýsinga- bylting hefjast í menntakerfinu. UPPLÝSINGATÆKNIN LEYSIR SKÓLANA EKKI AF HÓLMI Hér skal ég ekki spá því, að nýja upplýsingatæknin geri skólabyggingar óþarfar. Skólastofan verður áfram vettvangur fræðslustarfs. Starfshættir kennara eiga eftir að breytast en leiðsögn þeirra verður jafn- mikilvæg og áður. Tæknin kemur aldrei í staðinn fyrir hið félagslega og uppeldisfræðilega gildi, sem felst í því að stefna börnum og ungu fólki saman til náms, starfs og skemmtunar. Áfram verður það hlutverk skólans að spyrja nemendur spurninga og örva fróðleiksfýsn þeirra, en það er nauðsynlegt til að þekkingarleitin sé markviss. Á hverjum tíma verðum við þó að spyrja okkur hvernig fjármagn nýtist best. Nú hljótum við að þurfa að velta fyrir okkur hvort sé mikilvægara að reisa fleiri glæsilegar skólabyggingar eða nota fjármagn og hina nýju tækni til að bæta þá menntun sem skólanir veita. ■ 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.