AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 15

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 15
UPPLYSINGABYLTINGIN og nauðsynlegar breytingar á fræðslu- kerfinu 0' z Um langan tíma hefur mörgum þeim sem þekkja til í íslenska menntakerfinu verið Ijóst að þörf er gagngerra breytinga á þvf. Margt er í deiglunni eða komið til framkvæmda á síðustu árum sem horfir til betri veg- ar. Nefna má til að mynda það einstæða afrek nokk- urra áhugamanna að koma íslandi í fremstu röð í heiminum varðandi netvæðingu í skólakerfinu með árangursríkri baráttu fyrir uppbyggingu íslenska menntanetsins. í þessu efni er hlutur þeirra Péturs Þorsteinssonar og Láru Stefánsdóttur sennilega mik- ilvægastur að öðrum ólöstuðum. Sá grundvöllur sem þannig hefur verið byggður upp er einn mikilvægasti þátturinn í árangursríkum tilraunum Kennarahá- skólans og Verkmenntaskóla Akureyrar með fjar- kennslu. Við það sem hér hefur verið nefnt má síðan bæta vaxandi áherslu á gæðamál í skólastarfi auk ýmiss annars. Allt þetta starf er þó einungis brot af þeim verkefnum í fræðslumálum sem við blasa á komandi árum hjá þjóð sem býr við hraðar þjóðfélagsbreytingar og þarf að taka á því að byggja sér upp nýjan grundvöll fyrir verðmætasköpun á skömmum tíma ef koma á í veg fyrir stórfelldan landflótta eða viðvarandi atvinnuleysi. LYKILÞÝÐING UPPLÝSINGA OG VIÐBRAGÐS- HRAÐA Árangur í nútímasamfélagi byggist á þekkingu og aðgangi að upplýsingum meir en nokkru sinni fyrr, þar að auki á framtaki og hraða. Nefna má í þessu sambandi dæmisögu sem sýnir í hnotskurn hvað hér er átt við. Fyrir nokkrum árum hafði útgerðarmaður í ónefndu þorpi hér á landi sam- band við innlenda skipasmíðastöð. Hann sagðist þurfa að fá smíðuð skip, eitt eða fleiri, og hafði ein- hverjar spurningar þar að lútandi. Á svipuðum tíma hafði hann samband við norska skipasmíðastöð með svipaða fyrirspurn. Að örfáum dögum liðnum voru Norðmennirnir búnir að senda tæknimenn á staðinn til viðræðna við útgerðarmanninn. Skömmu síðar var gengið frá samningum við þá um smíði á skipunum í Noregi. Niðurlag sögunnar var síðan nokkrum mán- uðum seinna þegar hringt var í útgerðarmanninn frá íslensku skipasmíðastöðinni og hann spurður hvort einhver alvara hefði verið að baki fyrirspurn hans! Þessi dæmisaga sýnir þýðingu þess að bregðast hratt og rétt við. Sá sljóleiki og seinagangur sem ís- lenski aðilinn sýndi leiddi til þess að fyrirtæki hans missti af mikilvægum viðskiptum. í þessu tilviki voru það að vísu ekki upplýsingar, þekking eða upplýs- ingatækni sem var afgerandi þáttur í þessu dæmi heldur mikill viðbragðshraði. Mjög oft er það á hinn bóginn svo að viðbragðshraði manna er algerlega háður því að kunna tökin á upplýsingatækninni og hafa aðgang að upplýsingum. Vangeta í þessum þáttum getur hæglega leitt til þess að svo mörg kapp- hlaup viðskiptalífsins tapist að viðkomandi sé úr leik af þessari ástæðu einni. Dæmisagan sem rakin hefur verið á við um einn ein- stakan kaupanda og þá sem hann gerði viðskipti við. Nákvæmlega það sama á við um fyrirtæki, stofn- anir, þjóðfélagshópa og heilu þjóðirnar. Seinagangur í þróun og aðlögun að breyttu ástandi er háskaspil sem oftast endar í kröppum kjörum. Viðbrögð við nýj- um breytingum verða að vera allt í senn nógu hröð, upplýst og vitræn. Þetta felur meðal annars í sér að þau þurfa að byggja á eins mikilli heildarsýn og fært er hverju sinni. Þetta þekkja íslendingar af biturri reynslu í kjölfar óðagotsfjárfestinga síðustu ára í óarð- bærum atvinnugreinum. Allt kallar þetta á meiri þekk- ingu, upplýsingar og skipulag. Og allt kostar þetta mikla vinnu. VERKEFNIN SEM VIÐ BLASA Upplýsingabyltingin gefur ærið tilefni til að gera uppstokkun á öllu því sem fellur undir fræðslu, upp- lýsingamiólun, þekkingarhagnýtingu og símenntun í þjóðfélaginu. Spyrja þarf margra og knýjandi grund- vallarspurninga svo sem þeirrar hve miklum tíma sé rétt að verja til menntunar fyrri hluta ævinnar. Margir 13 ERLENDSSON, YFIRVERKFRÆÐINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.