AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 43

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 43
ÞAR SEM JAFNVÆGI RIKIR Um umferðarmál í menningarborginni Reykjavík Ægissíða. Jafnvægi þarf að ríkja. Jafnvægi á milli allra þátta umferðar, hvort sem um er að ræða umferð einkabíla, almenningsvagna eða gangandi og hjólandi vegfarenda. Jafn- vægishugtakið og virðing fyrir umhverfinu er leiðar- Ijósið í öllum þeim tólf borgum sem Skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar heimsótti í námsferð sinni til Bretlandseyja nýverið. Máli sínu til stuðnings vitnuðu menn í Brundtlandsskýrsluna góðu (Okkar sameigin- lega framtíð:1987) og samþykktir „Car free Cities Club“ en svo kallast samtök Evrópuborga sem Reyk- javíkurborg er raunar meðlimur í. Umhverfisráðstefn- an í Ríó er nefnd og hugtakið sjálfbær þróun er í hávegum haft. Það vakti sérstaka athygli, að um þessi sjónarmið ríkir samstaða meðal stjórnmála- manna og embættismanna bæði hjá ríki og sveitar- félögum. Vandinn þar hefur verið sá sami og hér, að þótt allir vilji bæta umhverfið, allir vilji bæta öryggi og aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda, þá hafa margir bíleigendur viljað komast hratt og óhindrað áfram eftir gatnakerfinu og geta lagt bílnum sínum fyrir utan heimili/vinnustað/verslanir og aðrar þjónustustofnanir. Þar hefur hnífurinn staðið í kúnni. En nú hefur náðst samstaða um gjörbreyttar áherslur. Sú samstaða felst í því að höfuðverkefnið sé að bæta umhverfið með því að vinna að því að minnka einka- bílaumferð. í því skyni þurfi að efla og styrkja almenn- ingssamgöngur og bæta aðstöðu þeirra sem ganga eða hjóla. Þannig náist hið eftirsóknarverða jafnvægi. Fleiri atriði eru nefnd, eins og gerð samfelldra göngu- svæða án bílaumferðar í miðborgum þar sem mikið er gert til að fegra og prýða göngusvæðin. Þess vegna eru ekki uppi áform um stór og mikil umferðar- mannvirki fyrir einkabíla inni í borgunum, þar sem talið er að þau dragi úr greiðri umferð gangandi og hjólandi. Þessi sjónarmið nágranna okkar á Bret- landseyjum verðum við raunar líka vör við alls staðar í löndunum í kringum okkur. STEFNA REYKJAVÍKURUSTANS í stefnuskrá Reykjavíkurlistans sem lögð var fram fyrir síðustu kosningar segir: „Reykjavíkurlistinn telur að umhverfis- og skipulags- mál og þar með umferðarmál séu meðal mikilvæg- ustu málefna borgarinnar. Þar er markaður rammi, sem hefur afgerandi áhrif á daglegt líf borgarbúa. Leitað verði leiða í skipulagningu borgarinnar til að draga úr þörfinni fyrir einkabíla, m.a. með því að 41 GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR, FORMAÐUR SKIPULAGSNEFNDAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.