AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Qupperneq 71

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Qupperneq 71
Sem einstaklingar höfum við fullan rétt á að hafa mis- munandi smekk og fegurðarskyn. Við höfum einnig rétt sem einstaklingar til að hafa okkar eigin skoðanir varðandi stefnu í umhverfisvernd og skipulagsmál- um. í því felst það umburðarlyndi og fjölbreytni sem á að einkenna lýðræðisþjóðfélag. í þessu sambandi koma upp í hugann hvöss skoðanaskipti sem af og til blossa upp milli hreintrúarmanna í náttúruvernd, sem vilja frysta núverandi ásýnd landsins, og þeirra sem stuðla vilja að breytingu á umhverfinu þar sem við á, m.a. með ræktun og innflutningi tegunda. Athyglisvert er að margir þeir sem dásama hvað mest sérstöðu og fegurð íslenskra auðna eru útlendingar eða íslendingar búsettir erlendis. Hjá flestum okkar hinna, sem búum árið um kring á íslandi, er fegurðar- skynið oft meira tengt því sem er okkur til hagsældar og yndisauka. Það sem er hagnýtt er fagurt, var ein- hvertíma sagt. Hér komum við að kjarna málsins, að mínu mati. Aðstæður á íslandi eru þannig að umhverfið er víðast hvar fjarri því að vera mannvænt frá náttúrunnar hendi. Við byggjum okkar hús og mannvirki og ræktum land til að gera landið byggilegt. Upp- græðslu og trjárækt á láglendi og umhverfis þéttbýli má líta á sem beina viðbót eða framlengingu af vistarverum fólksins í landinu. Jafnvel áköfustu hrein- trúarmenn í náttúruvernd, áhangendur svartrar nátt- úruverndar, geta ekki staldrað við nema stutt á Kili eða Sprengisandi til að njóta fegurðarinnar þar. Þetta fólk, eins og flestir aðrir íslendingar, dvelur lengst af við Ijós og yl og almenn nútímalífsþægindi og oft í skjóli trjágróðurs í hýbýlum sínum á láglendi. Barátta gegn því að ásýnd lands í okkar nánasta umhverfi sé breytt með uppgræðslu og skógrækt er því hrein þversögn andspænis þeim forsendum sem eru fyrir byggð í landinu. Náttúru- og umhverfisvernd eiga ekki að þurfa að vera neikvæð hugtök sem ganga út á stöðnun og frystingu núverandi ástands og ásýndar landsins. Verndun á einnig að geta falið í sér virka þátttöku mannsins í vistkerfinu, þannig að unnið sé með nátt- úrunni, m.a. til að efla gróður og mannvænt umhverfi þar sem þess er þörf. Maðurinn er hluti af vistkerfinu, ekki síður en aðrar tegundir, og hlýtur að skipa þar réttmætan sess í samræmi við þekkingu og ábyrgð. Þess vegna er eðlilegt að maðurinn móti sitt daglega umhverfi að talsverðu leyti með mannvirkjagerð og ræktun. í þessu sambandi þyrfti að gera skýran hug- myndafræðilegan greinamun í umræðum hér á landi á algerri friðun (sbr. preservation á ensku) annars vegar og stjórnaðri verndun (conservation á ensku) hins vegar. Umgengni okkar um fiskimiðin á að byggjast á stjórnaðri verndun, enda er það staðreynd að þannig fást iðulega heilbrigðari og afkastameiri stofnar en þegar algerri friðun er beitt. Það er án efa fagurt á miðunum þegar vel veiðist. Sömu lögmál ættu að gilda í umgengni okkar við landið. Stöðnun og kyrrstaða er ekki sönn náttúruvernd því slíkt er andstætt lögmáli lífsins um breytingar og hreyfingar. Maðurinn á því að vera ófeiminn við að vera virkur hluti umhverfisins og vinna með náttúrunni. Vinna við heildarskipulag miðhálendisins er nú vel á veg komin. f því verki þyrfti að fara milliveg á milli „frystingar" og hóflegrar þróunar í samgöngum og mannvirkjagerð. Standa ber vörð um hinar mörgu náttúruperlur sem finnast í óbyggðum, en hafa ber í huga að perlurnar hafa lítið sem ekkert gildi fyrir venjulega fslendinga ef enginn vegur er í grendinni eða öll umferð bönnuð. Þannig hefur vegagerð í tengslum við virkjanir og línulagnir á hálendinu opnað mörgum náttúruunnandanum undraheima sem áður voru ekki aðgengilegir og í raun lokaðir. Ef rétt er á haldið eiga framkvæmdir og skipulag að efla bæði mannlíf og náttúrlegt umhverfi. f því sambandi megum við ekki verða hræddari en náttúran sjálf við breytingar. ■ 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.