AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Síða 47

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Síða 47
byggðar. Þá er mikilvægt að öll dagleg þjónusta sé nálægt heimili. Sú aðgerð ein að fjölga plássum á leikskólum og lengja dvalartíma barna þar og ein- setja og lengja kennsludaginn í grunnskólum mun minnka þörf fyrir ferðir. Það gefur auga leið. Félags- íbúðir iðnnema, sem komið hafa upp 26 íbúðum og 36 herbergjum í sambýlum fyrir námsmenn í nágrenni Iðnskólans, fækka ferðum. Aukin þjónusta ýmissa fyrirtækja í gegnum tölvur og nýja tækni fækkar ferð- um. Fjölgun íbúða í miðbænum og nágrenni hans gerir það líka. Uppbygging námsmannaíbúða í ná- grenni Háskóla íslands minnkar þörf fyrir einkabíla- eign. Og svo mætti lengi telja. ÚR TÚNINU HEIMA - ÚT í HEIM Fyrirtæki í Danmörku heitir Anders Nyvig, umferðar- og borgarskipulag og hefur það unnið lengi og mikið fyrir Reykjavíkurborg eða allar götur frá því að Aðalskipulagið frá sjöunda áratugnum var í vinnslu. Fyrirtækið vann að breytingu á leiðakerfi SVR sem nú hefur verið samþykkt í borgarstjórn. Fyrirtækið er jafnframt að vinna fyrir borgarverkfræðingsembættið og eru starfsmenn fyrirtækisins oft á ferðinni hér á landi. Á fundi, sem haldinn var með þeim 26. júní sl., kynntu þeir nýtt leiðakerfi SVR. og sögðu frá áhrifa- ríkustu leiðunum sem notaðar eru í Evrópu til að minnka einkabílaumferð. En þær eru þessar: „1 .Hraðatakmarkandi umferðarútfærslur með svæð- um með 30 km hámarkshraða og 50 km hámarks- hraða á tengibrautum. 2. Bílastæðagjöld. 3. Bann við að leggja bílum í íbúðahverfum nálægt miðborginni (nema fyrir íbúana á skrifstofu - og versl- unartíma). 4. Takmarkað framboð af bílastæðum í miðborginni. 5. Að koma á samtengdu göngusvæði án bílaum- ferðar í miðborginni.'1 Máli sínu til stuðnings sendu þeir okkur svo lista yfir aðgerðir sem níu borgir á meginlandi Evrópu hafa gripið til í því skyni að minnka bílaumferð. Allar borg- irnar hafa samhliða áðurnefndum aðgerðum stórbætt almenningssamgöngur. Á listanum er líka getið um árangur sem er mismikill, allt frá því að vera enginn (Luxembourg með 76 þús. íbúum) og í verulegan árangur t.d. í Freiburg, Þýskalandi (186 þús. íbúar). Þar varð aukning á ferðum til miðbæjarins á árunum 1976-1986 17%: bílaumferð var óbreytt, farþega- aukning með strætisvögnum varð 15% og hjólaum- ferð jókst um 73%!! Ástæða þess að þeir Nyvigs- menn nefndu þessar leiðir til að minnka umferð einka- bíla er sú, að þeir telja aó á meðan stefna borgarinnar er sú að greiða sérstaklega fyrir umferð einkabíla, þá sé ekki réttlætanlegt að leggja til aukna þjónustu SVR! Á RÁÐSTEFNU SSH - NÝ VIÐHORF - LOKSINS Á ráðstefnu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, sem haldin var 20. október sl., voru flutt mörg og merk erindi þar sem þessi sjónarmið um bætt umhverfi og minni bílaumferð komu fram, e.t.v. í fyrsta skipti á slíkri ráðstefnu hjá jafnmörgum fram- sögumönnum. Þar flutti Gunnar Ingi Ragnarsson, verkfræðingur, erindi þar sem hann benti á leiðir til að draga úr umhverfisáhrifum umferðar. Hann nefndi sérstaklega sjónmengun sem hann taldi nokkuð afstætt hugtak sem ekki sé hægt að mæla á sama hátt og loft- og hávaðamengun. Með sjónmengun er átt við „rýmisfrek umferðarmannvirki sem oft og tíðum falla illa að landslagi og byggðamynstri og kljúfa bæjarhluta, en einnig stór og oftast Ijót bíla- stæði sem óhjákvæmilega fylgja umferðinni". Hann sagði ennfremur: „[ nágrannalöndum okkar er æ meiri áhersla lögð á að draga úr umhverfisáhrifum um- ferðar með því að minnka umferð einkabíla. Þetta er gert á margvíslegan máta: t.d. með því að taka upp gjaldtöku fyrir að aka inn í bæi, með því að fækka bílastæðum í miðbæjum og þrengja götur, með því að takmarka umferð inn í bæjarhluta með gerð bíla- stæða í útjaðri bæja og bjóða þaðan upp á góðar almenningssamgöngur inn í miðbæ (park and ride). Jafnframt þessu eru almenningssamgöngur bættar, hjólreiðastígar gerðir og áróður fyrir þessum ferða- máta stóraukinn. Margar þjóðir hafa þurft að endur- skoða afstöðu sína til umferðarmála vegna mengunar frá umferðinni." „STÆÐI OG STRÆTÓ“ „Stæði og strætó" (park and ride) aðferðin nýtur stöð- ugt meiri vinsælda víða. í henni felst að þú leggur bílnum þlnum á sérstöku vöktuðu svæði skammt utan miðbæjarins, borgar fyrir bílastæðið sem jafnframt er greiðsla með sérstökum strætó inn í miðbæ og aftur til baka. Gaman væri að gera slíka tilraun hér, t.d. í jólaumferðinni. 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.