AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Qupperneq 56

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Qupperneq 56
JARÐGUFUNOTKUN Þeir Ásgeir Leifsson og Baldur Líndal hafa stundað rannsóknir á lífrænni framieiðslu etanóls á íslandi í u.þ.b. tvö ár. Aðdragandi þess er áhugi beggja á gufufrekum iðnaði, en talsverð gufa er notuð við fram- leiðsluna, einkum við eimingu gerjunarlagarins. Athuganir á gufufrekum iðnaði hafa verið lengi í gangi á Islandi. Fyrir liggur að hægt er aó fá jarðgufu á virkjunarstað á íslandi fyrir um $ 2,50/tonnið, en það kostar um $ 12/tonn að framleiða hana í verksmiðju í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Það eru 7 háhita- svæði á íslandi sem liggja vel til nýtingar í jarðgufu- frekan iðnað en það eru: Reykjanes, Krýsuvík og Trölladyngja, Brennisteinsfjöll, Hengillinn, Þeistareykir og Námafjall. HRÁEFNI TIL FRAMLEIÐSLU Baldur Líndal vann að könnun á framleiðslu etanóls í sambandi við jarðgufu í Bandaríkjunum fyrir 20 árum, en fyrir u.þ.b. tveim árum nefndi hollenskt fyrirtæki þennan möguleika við Ásgeir og var þá með í huga að nýta hollenskan pappír, sem var ekki endurnýtan- legur þar eð hann var mengaður lífrænum leifum. Pappírinn hrannaðist upp í fjöll og hafði það stór- vandræði í för með sér fyrir hollenska pappírssafn- endur. Þeir buðust til að láta hann fyrir ekki neitt og jafnvel borga hagkvæmniskönnun á hugsanlegri framleiðslu. Þannig stóðu málin þar til í apríl á síðasta ári þegar Kínverjar af einhverjum enn óútskýrðum áhuga fóru að kaupa hann í miklu magni og verð pappírsins snarhækkaði. Misstu þá Hollendingarnir áhugann á því að borga með pappír til íslands og féll þá þessi möguleiki niður. Var þá farið að skoða aðra möguleika í hráefnisöflun. Það var Ijóst að töluverður flutningskostnaður mynd- aðist ef hráefnið væri innflutt. Ennfremur lágu fyrir upplýsingar um hina nýju bakteríu og gerjunareigin- leika hennar. Þess vegna var farið að skoða mögu- leika á því að afla hráefnis innanlands. Það kom í Ijós að áratugir voru í það að hugsanlegt væri að fá innlendan iðnaðarvið. Áhuginn beindist þá að landgræðsluplöntum og fljótlega var staðnæmst við lúpínuna. Alaskalúpínan sem hér er ræktuð hefur að mörgu leyti einstæða eiginleika. Það er búið að rækta hana við ýmis skilyrði í um 50 ár og liggur fyrir talsverð þekking á henni, t.d. hegðun við margvísleg skilyrði, slátturog hirðing fræja, beitartilraunir, breytileg efna- samsetning eftir árstíðum og uppskera á ýmsum landsvæðum. Lúpínan þarfnast ekki áburðar, hún er níturbindandi og hún vinnur einnig torleyst fosföt úr jarðveginum. Hún gerirjarðveg frjórri og geturvax- ið á eyðisöndum þar sem engin önnur planta þrífst án áburðargjafar. Uppskera hefur mælst allt að 10 kg/m2í Fljótshlíðinni og 4,5 kg/m2 á Húsavík miðað við þurrefni. Uppsker- an myndi væntanlega minnka ef hún væri slegin á hverju ári, en búist er við að varanleg uppskera (þurr- efnis) gæti verið sunnanlands um 4 tonn/hektara, en það tekur lúpínuna um þrjú ár að vaxa til að verða sláttarhæf. Þetta er sambærilegt við uppskeru ann- LÚPÍNURÆKT Á SUÐURLANDI, skýring á uppdrætti. Á kortinu eru sýnd möguleg ræktunarsvæði lúpínu. Flest ef ekki öll hugsanleg svæði á Suðurlandi eru tekin með, þar sem ætla má að lúpínurækt hafi ekki áhrif á þá ræktun sem nú er á svæðinu. I þessu yfirliti eru náttúruverndan- sjónarmið ekki tekin með í reikninginn,en vegna þeirra er líklegt að einhver svæði verði úr leik. Sömuleiðis má vera að svæði sem nú eru í notkun verði hægt að taka undir lúpínuræktun tímabundið. Það kann að auka hagkvæmni annarrar ræktunar í landbúnaði. Kortið er unnið sem fyrsti áfangi í að kortleggja hugsanleg ræktunarsvæði. Mjög gróf vinnubrögð eru viðhöfð. Kortið er unnið upp úr kortabók Land- mælinga, íslandskort, mælikvarði 1: 100 þús.,útgáfu 1986,en teiknað lauslega á kort í mælikvarða 1:800 þús. Á seinni stigum málsins þarf að teikna svæðin upp af meiri nákvæmni en hér er gert. Gert er ráð fyrir að lúpínurækt megi stunda á öllum jökulsársöndum á svæð- inu og þar að auki á nokkrum melasvæðum og sandsvæðum nálægt sjó. Gert er ráð fyrir uppskeru sem nemur 4 tonnum af hektara. Ef áætluð stór^ felld lúpínuræktun verður að veruleika má ætla að hægt verði að nýta lífræn- an úrgang úr annarri ræktun, svo sem skemmd hey, sem hráefni til etan- ólframleiðslu. Einnig er líklegt að aðrar plöntutegundir geti á einstökum svæðum verið hagkvæmari í ræktun en lúpínan. Hér er gert ráð fyrir að í Flóanum verði hægt að rækta uppskerumikla grastegund, strandreyr, með 54 arra plantna í kaldtempraða beltinu. Skipta má þurr- efni lúpínunnar í prótein (10 %), lignin (7%), sykrur (67%) og steinefni (9%), annað (7%). LANDGRÆÐSLUSJÓNARMIÐ ísland er illa statt varðandi landeyðingu. Talið er að aðeins 25% landsins séu gróið land. Hálendið er svo til gróðurvana og víða í byggð eru stórir eyði- sandar og óræktarflákar. Það stafa oft vandræði og skaði frá þessum svæðum vegna sandfoks. Ræktun lúpínu á eyðilandi myndi sameina marga kosti. Veru- legt koldíoxíðmagn yrði tekið úr andrúmsloftinu. Þetta er líklega eina leiðin til að markmiðinu um minnkandi koldíoxiðframleiðslu yrði náð á íslandi. UPPSKERA Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Guðmundssyni hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins getur uppskeru- tíminn sunnanlands verið frá ágúst til októbers. Á hluta tímans væri hægt að hirða fræin (um 50 kg á hektara), en Landgræðsla ríkisins hefur borgað um 300 kr fyrir kílóið. Lúpínuræktun gæti gefið af sér tekj- ur til bænda. Tekjurnar væru vegna sölu á lúpínu, lúpínufræi og lúpínurótum. Við lúpínuræktun er hent- ugt að vera með breytilega ræktun. Rækta lúpínuna í nokkur ár og fara svo í aðra ræktun, en lúpínan hefur þá bætt jarðveginn verulega. Það má einnig hugsa sér að lúpínan sé ræktuð hér á landi á aflögð- um túnum til að skapa bændum tekjur. Ekki henta öll hugsanleg ræktunarsvæði til sláttar. Þau svæði yrði að velja af kostgæfni. Sem dæmi má nefna að talið er að unnt sé að rækta á Suður- landsundirlendi um 133.000 tonnum af lúpínuþurrefni án þess að hafa áhrif á aðra ræktun í landbúnaði, en á Suðurlandi og í Skaftafellssýslum sé hægt að rækta lúpínu á um alls 980 ferkm véltæku landi (sjá grein- argerð t viðauka og meðfylgjandi kort). Einnig er vert að nefna að frá almennum landbúnaði má fá nokkurt hráefni til gerjunar. Einnig má nefna að til eru gras- tegundir svo sem strandreyra sem gefa um 8 tonn af þurrefni á hektara. Þá plöntu má rækta þar sem lúpínu er ekki hægt að rækta, svo sem á votlendi. Það þarf sláttu- og múgavél, „pick up og tætara og svo vörubíl til að slá, hirða, hakka og flytja lúpínuna á geymslustað sem væri væntanlega lægð í lands- laginu, sem búið væri að klæða með plastdúk. hagkvæmum hætti. Hagkvæmnin liggur í legu svæðisins,nálægt líklegum verksmiðjustað.Gert er ráð fyrir uppskeru sem nemur 8 tonnum af hektara.Einniger haft í huga að aðrar þjóðir munu nota grastegundir í etanólframleiðslu. Á strandsvæðum Árnes- og Rangárvallarsýslu er hægt að rækta á um 83 ferkm. Á jökulsársöndum í uppsveitum Rangárvallasýslu og Biskupstungum er hægt að rækta á um 2S0 ferkm; á Skógarsandi og Sólheimasandi á um 45 ferkm; á Mýrdalssandi á um 200 ferkm. Nokkur óvissa er um ræktun er austar dregur því að þar eru ár óstöðugar. í Meðallandi og Landbroti er hægt að rækta á um 50 ferkm, á Brunasandi á um 50 ferkm, á Skeiðarársandi má rækta, neðan þjóðgarðs, á um 250-300 ferkm.austan Öræfajökuls á um 30 ferkm. Þessi svæði gætu gefið af sér allt að (980 ferkm x 400 tonn/ferkm.) 390 þús. tonn. Ekki hefur mikið verið hugað að ræktun annarra plöntutegunda en þó er hér gert ráð fyrir að strandreyrsræktun í Flóa geti gefið af sér um 24 þús. tonn. Jón Guðmundsson.Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.