AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 80
sem er um leið greíningar- og lýsingarlykil! fyrir
svæðið, sbr. kort 2:
1. Landslag (macro-relief), dalir og fjöll sem mótast
af samspili upphleðslu og rofs og byggir á berg-
grunni og jarðgrunni.
2. Landsáferð (nano-, micro-relief), yfirborðsáferð
lands.
3. Veðurfar og snjóalög, einkum sumarhiti og úrkoma.
4. Vatnafar: fallvötn, stöðuvötn, grunnvatn, lífríkis-
grunnur.
5. Gróðurfar og jarðvegsþekja: gróðurþekja, gróð-
urlendi, jarðvegsgerð, ástand jarðvegs.
Þessir þættir ráða mestu um aðgengd, útsýni, skjól
og annað það sem snýr að hinum almenna ferða-
manni.
VINNUTILHÖGUN
Haldnir eru fundir með samvinnunefndinni á tveggja
til þriggja mánaða fresti. Hver fundur hefur tengst
ákveðnu þema þar sem ráðgjafar og utanaðkomandi
sérfræðingar eða fulltrúar stofnana hafa fjallað um
viðkomandi málefni. Eftirfarandi meginþemu hafa
veriðtekin sérstaklegafyrir: orkumál, ferðamál, vega-
mál, afréttamál, veiðimál, náttúruvernd, landgræðslu-
mál og þjóðminjar.
KORTAMÁL
Skipulagsvinnan innifelur töluverða kortagerð og
verða allir uppdrættir á tölvutæku formi. Aðalupp-
dráttur verður í kvarða 1:250 000, en auk þess verða
gerð nokkur þemakort í kvarðanum 1:500 000. Til
viðbótar verða skýringarmyndir í minni mælikvarða.
Kortavinnslan er gerð í Microstation og eru grunnkort
frá Landmælingum íslands.
STAÐA VERKEFNISINS
Nú er komið að þeim þætti skipulagsvinnunar að
samvinnunefndin fær fyrstu drög að skipulagi til um-
fjöllunar. Áætlað er að lokatillaga til samvinnunefndar
verði lögð fyrir í október 1996 en áður verður efnt til
kynninga á meðal hagsmunaaðila. Auglýsing og
kynningarfundir eru áætlaðir í febrúar 1997 og loka-
skil ráðgjafa í júní það sama ár. ■
MÚLALUNDUR vinnustofa SÍBS
Símar: 562-8450 og 568-8476 • Fax: 552-8819
Múlalundur er stærsti framleiðandi á lausblaðabókum á fslandi. Þar eru
framleiddar lausblaðabækur af ýmsum gerðum og stærðum, allt eftir þínum
óskum og þörfum. Við eigum jafnan á lager mikið úrval af járnum í bækurnar
ýmist með tveimur eða fjórum hringjum. Smekklegar lausblaðabækur eru
hentugar fyrir: Námskeið - Gagnasöfn - Vörulista og handbækur.