AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 70

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 70
HERMANN SVEINBJÖRNSSON, LÍF- OG UMHVERFISFRÆÐINGUR ÞAÐ ER FAGURT AVOLLUNUM ÞEGARVELVEIÐIST Ofangreind setning var höfð eftir bónd- anum á Hvítárvöllum í Borgarfirði þegar hann á fögrum sumarmorgni kom úr fengsælli netjavitjun. Ég tel að þessi tilvitnun lýsi í hnotskurn mannlegu eðli gagnvart náttúru- og umhverfisvernd. Þegar fólki líður vel og það unir hag sínum getur það notið fagurs umhverfis og fjölbreyttrar náttúru, annars ekki. Fólk sem er svangt eða býr við örbirgð eða ófrið getur á engan hátt notið fagurs umhverfis né lagt eitthvað af mörkum því til verndar og viðgangs. Þessi einföldu sannindi eru ástæða þess að í þróunarlöndum virðist oft litið á umhverfisvernd sem „lúxus", enda bæði skortur á fjármagni og vilja til að skipa þeim málum í forgangs- röð. Með þessu er ég ekki að halda fram að slík forgangsröðun sé æskileg þó að ástæður séu oft skiljanlegar. Sem betur fer er vaxandi skilningur á því að náttúru- og umhverfisvernd er oft forsenda efnahagsframfara og velsældar þjóða til lengri tíma litið en ekki einungis afleiðing. En hvað sem öðru líður þá horfir maðurinn ætið á veröldina út frá sjálfum sér og getur ekki annað. Þess vegna hefur það land- svæði t.d. lítið gildi sem er hvorki til nytja né yndis- auka. Að sama skapi hefur fegurð einvers land- svæðis takmarkaða þýðingu fyrir almenning ef svæð- ið er svo stranglega friðað að fáir eða engir geta eða mega komast þar að til að njóta. Ekki er að búast við miklu fjöldafylgi við slíka náttúruvernd. Sú umræða, sem nú er efst á baugi um sjálfbæra þróun, er í raun einnig sprottin af sjálfselsku mannsins í viðleitni hans til að viðhalda sjálfum sér og tortímast ekki í eigin úrgangi og rányrkju. Til lengri tíma litió verða efnahagsframfarir og náttúruvernd aó fara saman og mannanna verk eiga að vera í samspili í og með náttúrunni. Veröldin sjálf verður til áfram, hvort sem maðurinn tortímir sjálfum sér eða ekki. Þess vegna telja sumir, einkum jarðfræðingar, sem hugsa í þúsundum og milljónum ára, að náttúran þurfi í raun enga vernd heldur maðurinn og hans nánasta umhverfi mannsins vegna. 68 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.