AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 63

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 63
sem áhugi einstakra fræðimanna á vissum stöðum og fjöldi fornra heimilda um viðkomanadi svæði, trú- lega mikilvægir í þessu sambandi. Þetta mun senni- lega breytast í náinni framtíð. En sá sem bíður lengi, bíður eftir einhverju góðu. Árið 1995 ákvað þjóðminjaráð að telja fornleifaskrán- ingu til forgangsverkefna. Ákvað ráðið að hefja undir- búning að skráningu alls landsins og réð til þess verkefnisstjóra til að finna þessu máli sem bestan farveg. Ástæður þess, að fornleifaskráning er nauðsynleg, eru margar. Þær eru í fyrsta lagi lagalegar (þjóðminja- lög og Lög um mat á umhverfisáhrifum), í öðru lagi siðferðislegar (skyldur okkar gagnvart forfeðrum okkar, sjálfum okkur og afkomendum) og í þriðja lagi fræðilegar (gagnabanki í sjálfum sér, dreifingin í land- inu og landslaginu o.s.frv).Hér á eftir ætla ég að fjalla nánar um hina lagalegu hlið málanna. í áðurnefndum lögum frá 1989 er skýrt tekið fram að leifar eldri en 100 ára séu friðaðar, en þó heimilt að friða yngri minjar. Við endurskoðun laganna frá 1994 eru sömu ákvæði hvað fornleifar varðar. Skiptir engu máli um hvers kyns mannvirki er að ræða eða í hvaða ástandi þau eru, öll eru þau jöfn gagnvart lögunum. Að auki njóta staðir tengdir þjóðtrú eða hvers kyns hindurvitnum sömu verndar. Því skiptir ekki máli gagnvart þjóðminjalögum hvort um álfastein eða þingstað er að ræða, báðir staðirnir njóta verndunar samkvæmt þjóðminjalögum. Enda skipta báðir stað- irnir máli fyrir menningarsögu þjóðarinnar, þó að þeir séu vitnisburður um ólíka hluti. Andleg menning þjóð- arinnar er nefnilega ekki síður mikilvæg en hin efnis- lega, efnahagslega eða tæknilega menning. Öll brot- in mynda eina heild og hana köllum við menningar- sögu þjóðarinnar. Við skulum aðeins grípa niður í þjóðminjalögin síð- ustu. í 18. grein þeirra stendur m.a.: Þjóðminjasafn íslands lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar forn- leifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Skylt er að fornleifaskráning fari fram á skipulags- skyldum svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess og skal Þjóðminjasafn eiga samvinnu við skipulagsyfirvöld um það. (Lög um breytingu á þjóðminjalögum, nr. 88/1989, sbr. lög nr. 43/1991). Þess ber að geta að eilítill munur er á friðuðum forn- leifum og friðlýstum fornleifum. Friðun þeirra síðar- Mynd 4. Myndin sýnir hve ógreinilegar sumar rústir geta verið. Hællinn sem sést niðri til hægri sýnir u.þ.b. gafl á skála víkinga- aldarbýlisins Granastaða á Eyjafjarðardal, sem aldursgreindur er til miðrar 10. aldar. Á næstu mynd má svo sjá hvernig skálinn leit út eftir rannsókn. Af þessu má ráða hve mikilvægt er að skrásetjarinn hafi reynslu á sínu sviði og hana er aðeins hægt að fá með þjálfun og vinnu við skráningu. Mynd 5. Skálinn að Granastöðum eftir rannsókn. Eftir er að rannsaka til hlítar tvær viðbyggingar við enda skálans, fjær á myndinni. Myndin er tekin á mjög svipuðum stað og mynd nr. 4. Sjá má langeld fyrir miðju hússins, minna eldstæði framar og stóra hellu þar hjá, en það er sjálf bæjarhellan og markar einn þriggja innganga í skálann. nefndu er þinglýst og þeim fylgir ákvæði um að þeim skuli fylgja 20 m friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifanna og umhverfið, nema kveðið sé á um annað. í 1. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum stendur: Markmið laga þessara er að tryggja að áður en tekin er ákvörðun um framkvæmdir sem kunna, vegna 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.