AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 60

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 60
miklar landbætur. Markmiðið um minnkandi kol- díoxíðmengum myndi nást. Verksmiðjan framleiddi etanól, sem er umhverfisvænt eldsneyti, lífrænt fóður og lífrænan áburð, sem gæti verið undirstaða fyrir margskonar búskap, lignin sem hægt væri að nota til brennslu eða/og efnaiðnaðar og alkaloída sem hægt væri að nota til margvíslegra þarfa. Verðmætasköpunin yrði nær 100% innlend. Tölurnar hér eru mjög grófar og gefa því aðeins hugmynd um hugsanlegar stærðir. Verksmiðjan yrði alþjóðlega mjög samkeppnishæf fyrir hið lága hráefnis- og gufuverð. Hið lága hráefnis- verð stafar af mjög ódýru landi, afköstum og efna- fræðilegum eiginleikum lúpínunnar. Framleiðslukostn- aður á gufu er talinn núna í vestrænum iðnaðarríkjum vera um $ 12/tonnið en um $ 3/tonnið hér. Sambærilegt hráefni væri t.d. iðnaðarviður en ekkert prótein fæst úr viðnum til úrvinnslu og er lúpínan þannig verðmætari hráefnisgjafi. ■ Helstu heimildir: 1. Ýmsar greinar um etanólframleiöslu sendar af Kinetics Technology International til Ásgeirs Leifssonar. 2. Greinargerö frá Teiti Gunnarssyni, efnaverkfræöingi Áburö- arverksmiöju ríkisins, um verðgildi áburðar úr þurrefni lúpínu. 3. Sheep Grazing on Lupine under Humid Northern Condi- tions. Ólafur Guömundsson, Jóhann Pórsson, Anna Guörún Þórhallsdóttir. 4. Fóöur og fóðrunargildi belgjurta. Ólafur Guðmundsson. 5. Fjölrit Rala nr. 178. „Líffræði Alaskalúpínu (Lupinus noot- kaensis). Vöxtur, áhrif sláttar, fræmyndun og efnainnihald. Borgþór Magnússon ritstjóri. Desember 1994. 6. Óbirtgögn. „Uppskera í lúpínubreiöum." BorgþórMagnús- son. Rala. Skórækt ríkisins mun á nýju ári opna viðarlager í húsakynnum Landgræðslusjóðs að Suðurhlíð 38, Reykjavík. Þar mun handverksmönnum og öðrum bjóðast fjölbreytt úrval íslenskra viðartegunda í því formi sem hverjum og einum hentar best. Hjá viðarlagernum verður hægt að fá ýmsar aðrar skógarafurðir s.s. arinvið, viðarplatta, viðarkol, reykingarflís og göngustígakurl. SKOGRÆKT RÍKISINS 58

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.