AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 43

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 43
ÞAR SEM JAFNVÆGI RIKIR Um umferðarmál í menningarborginni Reykjavík Ægissíða. Jafnvægi þarf að ríkja. Jafnvægi á milli allra þátta umferðar, hvort sem um er að ræða umferð einkabíla, almenningsvagna eða gangandi og hjólandi vegfarenda. Jafn- vægishugtakið og virðing fyrir umhverfinu er leiðar- Ijósið í öllum þeim tólf borgum sem Skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar heimsótti í námsferð sinni til Bretlandseyja nýverið. Máli sínu til stuðnings vitnuðu menn í Brundtlandsskýrsluna góðu (Okkar sameigin- lega framtíð:1987) og samþykktir „Car free Cities Club“ en svo kallast samtök Evrópuborga sem Reyk- javíkurborg er raunar meðlimur í. Umhverfisráðstefn- an í Ríó er nefnd og hugtakið sjálfbær þróun er í hávegum haft. Það vakti sérstaka athygli, að um þessi sjónarmið ríkir samstaða meðal stjórnmála- manna og embættismanna bæði hjá ríki og sveitar- félögum. Vandinn þar hefur verið sá sami og hér, að þótt allir vilji bæta umhverfið, allir vilji bæta öryggi og aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda, þá hafa margir bíleigendur viljað komast hratt og óhindrað áfram eftir gatnakerfinu og geta lagt bílnum sínum fyrir utan heimili/vinnustað/verslanir og aðrar þjónustustofnanir. Þar hefur hnífurinn staðið í kúnni. En nú hefur náðst samstaða um gjörbreyttar áherslur. Sú samstaða felst í því að höfuðverkefnið sé að bæta umhverfið með því að vinna að því að minnka einka- bílaumferð. í því skyni þurfi að efla og styrkja almenn- ingssamgöngur og bæta aðstöðu þeirra sem ganga eða hjóla. Þannig náist hið eftirsóknarverða jafnvægi. Fleiri atriði eru nefnd, eins og gerð samfelldra göngu- svæða án bílaumferðar í miðborgum þar sem mikið er gert til að fegra og prýða göngusvæðin. Þess vegna eru ekki uppi áform um stór og mikil umferðar- mannvirki fyrir einkabíla inni í borgunum, þar sem talið er að þau dragi úr greiðri umferð gangandi og hjólandi. Þessi sjónarmið nágranna okkar á Bret- landseyjum verðum við raunar líka vör við alls staðar í löndunum í kringum okkur. STEFNA REYKJAVÍKURUSTANS í stefnuskrá Reykjavíkurlistans sem lögð var fram fyrir síðustu kosningar segir: „Reykjavíkurlistinn telur að umhverfis- og skipulags- mál og þar með umferðarmál séu meðal mikilvæg- ustu málefna borgarinnar. Þar er markaður rammi, sem hefur afgerandi áhrif á daglegt líf borgarbúa. Leitað verði leiða í skipulagningu borgarinnar til að draga úr þörfinni fyrir einkabíla, m.a. með því að 41 GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR, FORMAÐUR SKIPULAGSNEFNDAR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.