AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 15

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 15
UPPLYSINGABYLTINGIN og nauðsynlegar breytingar á fræðslu- kerfinu 0' z Um langan tíma hefur mörgum þeim sem þekkja til í íslenska menntakerfinu verið Ijóst að þörf er gagngerra breytinga á þvf. Margt er í deiglunni eða komið til framkvæmda á síðustu árum sem horfir til betri veg- ar. Nefna má til að mynda það einstæða afrek nokk- urra áhugamanna að koma íslandi í fremstu röð í heiminum varðandi netvæðingu í skólakerfinu með árangursríkri baráttu fyrir uppbyggingu íslenska menntanetsins. í þessu efni er hlutur þeirra Péturs Þorsteinssonar og Láru Stefánsdóttur sennilega mik- ilvægastur að öðrum ólöstuðum. Sá grundvöllur sem þannig hefur verið byggður upp er einn mikilvægasti þátturinn í árangursríkum tilraunum Kennarahá- skólans og Verkmenntaskóla Akureyrar með fjar- kennslu. Við það sem hér hefur verið nefnt má síðan bæta vaxandi áherslu á gæðamál í skólastarfi auk ýmiss annars. Allt þetta starf er þó einungis brot af þeim verkefnum í fræðslumálum sem við blasa á komandi árum hjá þjóð sem býr við hraðar þjóðfélagsbreytingar og þarf að taka á því að byggja sér upp nýjan grundvöll fyrir verðmætasköpun á skömmum tíma ef koma á í veg fyrir stórfelldan landflótta eða viðvarandi atvinnuleysi. LYKILÞÝÐING UPPLÝSINGA OG VIÐBRAGÐS- HRAÐA Árangur í nútímasamfélagi byggist á þekkingu og aðgangi að upplýsingum meir en nokkru sinni fyrr, þar að auki á framtaki og hraða. Nefna má í þessu sambandi dæmisögu sem sýnir í hnotskurn hvað hér er átt við. Fyrir nokkrum árum hafði útgerðarmaður í ónefndu þorpi hér á landi sam- band við innlenda skipasmíðastöð. Hann sagðist þurfa að fá smíðuð skip, eitt eða fleiri, og hafði ein- hverjar spurningar þar að lútandi. Á svipuðum tíma hafði hann samband við norska skipasmíðastöð með svipaða fyrirspurn. Að örfáum dögum liðnum voru Norðmennirnir búnir að senda tæknimenn á staðinn til viðræðna við útgerðarmanninn. Skömmu síðar var gengið frá samningum við þá um smíði á skipunum í Noregi. Niðurlag sögunnar var síðan nokkrum mán- uðum seinna þegar hringt var í útgerðarmanninn frá íslensku skipasmíðastöðinni og hann spurður hvort einhver alvara hefði verið að baki fyrirspurn hans! Þessi dæmisaga sýnir þýðingu þess að bregðast hratt og rétt við. Sá sljóleiki og seinagangur sem ís- lenski aðilinn sýndi leiddi til þess að fyrirtæki hans missti af mikilvægum viðskiptum. í þessu tilviki voru það að vísu ekki upplýsingar, þekking eða upplýs- ingatækni sem var afgerandi þáttur í þessu dæmi heldur mikill viðbragðshraði. Mjög oft er það á hinn bóginn svo að viðbragðshraði manna er algerlega háður því að kunna tökin á upplýsingatækninni og hafa aðgang að upplýsingum. Vangeta í þessum þáttum getur hæglega leitt til þess að svo mörg kapp- hlaup viðskiptalífsins tapist að viðkomandi sé úr leik af þessari ástæðu einni. Dæmisagan sem rakin hefur verið á við um einn ein- stakan kaupanda og þá sem hann gerði viðskipti við. Nákvæmlega það sama á við um fyrirtæki, stofn- anir, þjóðfélagshópa og heilu þjóðirnar. Seinagangur í þróun og aðlögun að breyttu ástandi er háskaspil sem oftast endar í kröppum kjörum. Viðbrögð við nýj- um breytingum verða að vera allt í senn nógu hröð, upplýst og vitræn. Þetta felur meðal annars í sér að þau þurfa að byggja á eins mikilli heildarsýn og fært er hverju sinni. Þetta þekkja íslendingar af biturri reynslu í kjölfar óðagotsfjárfestinga síðustu ára í óarð- bærum atvinnugreinum. Allt kallar þetta á meiri þekk- ingu, upplýsingar og skipulag. Og allt kostar þetta mikla vinnu. VERKEFNIN SEM VIÐ BLASA Upplýsingabyltingin gefur ærið tilefni til að gera uppstokkun á öllu því sem fellur undir fræðslu, upp- lýsingamiólun, þekkingarhagnýtingu og símenntun í þjóðfélaginu. Spyrja þarf margra og knýjandi grund- vallarspurninga svo sem þeirrar hve miklum tíma sé rétt að verja til menntunar fyrri hluta ævinnar. Margir 13 ERLENDSSON, YFIRVERKFRÆÐINGUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.